Líklega engin takmörk fyrir óraunsæi þessara manna

Ótrúlegur barnaskapur sem þessi "sérfræðingur" lætur út úr sér. Ríkissjóður tiltölulega nýlega búinn að selja bankana til að losa sig úr þessum rekstri. Þá telur þessi maður að ríkissjóður sitji að svikráðum til að ná til sín þessum margfallt yfirskuldsettu einkafyrirtækjum. 

Svona lítið þjóðfélag eins og okkar, þyrfti ekki nema einn ríkisbanka og við gætum hæglega stofnað hann fyrir mun lægri fjárhæð en 500 milljarða.

Það eru greinilega óvitar í fjármálum á fleiri stöðum en í Íslensku bönkunum.                 


mbl.is Markaðurinn hefur vantrú á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi telur þjóðin sig hafa efni á að hafa óvita við stjórnvölinn??

Það athyglisverða við þessa frétt er að gefið er undir fótinn með að stjórnendur fyrirtækja á Íslandi muni reyna að koma sér hjá því að fara eftir eðlilegum leikreglum við árs- og árshlutauppgjör fyrirtækja sinna. Þetta er athyglisvert því það segir beinlínis að reiknað sé með að stjórnendur Íslenkra fyrirtækja séu það óheiðarlegir að mikið spursmál sé um að þeir fylgi eðlilegum leikreglum við uppgjör fyrirtækja sinna. Er ástæða til að ætla að svo sé?  Í fréttinni segir:

Svokölluð viðskiptavild hefur margfaldast í efnahagsreikningum margra félaga og er yfir helmingur eigna sumra félaga í Kauphöllinni. (leturbr. G. J.)

Það kemur mér reyndar fátt á óvart lengur í fjármálalegu- og bókhaldslegu svindli. Ég verð þó að viðurkenna að ég átti ekki von á því að svo miklir óvitar réðu ríkjum í Kauphöllinni, hjá ríkisskattstjóra, fjármálaeftirliti og fjármálaráðuneyti, að þeir heimiliðu og viðurkenndu viðskiptavild sem skráða eign í efnahagsreikning fyrirtækja. -

Hvers vegna ekki og hvað er viðskiptavild?

Eins og segir í fréttinni: - Viðskiptavild er óefnisleg afgangsstærð sem verður til við kaup eða samruna fyrirtækja.

Rétt notkun á hugtakinu viðskiptavild,  er huglægt mat á því hvort fyrirtækið hafi skapað sér einhverja sérstöðu á viðkomandi markaði, umfram það sem eðlilegt geti talist; sem gefi því tekjur umfram það sem eðlilegt flæðimat tekna sýni. Til viðskiptavildar geta t. d. talist langtíma sölusamningar eða samningar um afslætti hjá birgjum, sem staðfest er að færist yfir til nýs eiganda, lág húsaleiga (lægri en markaðsleiga) samkvæmt langtímaleigusamning, sem og markaðsleg yfirburðastaða vegna þróunar góðrar vöru eða viðskptasambanda. Fleiri slíkir þættir geta komið til, sem hafa áhrif á rekstur og rekstrarafgang.

Eins og hér hefur verið sýnt fram á, er það í fyllsta máta óheiðarlegt og beinlínis rangt, að skrá viðskiptavild í efnahagsreikning fyrirtækis. Í efnahagsreikning eiga eingöngu að vera eignir sem eru varanleg verðmæti, en eins og segir í fréttinni er - Viðskiptavild óefnisleg afgangsstærð. Eðli málsins samkvæmt getur hún því ekki átt heima í efnahagsreikning fyrirtækja, sé eðlilega að verki staðið.

Að skrá viðskiptavild í efnahagsreikning fyrirtækis er því beinlínis ásetningur um að sýna ranga mynd af eignastöðu fyrirtækis. Væntanlega oftast til að skapa tiltrú eða hærra verð á hlutabréfum þess.

Hvorutveggja er óheiðarleiki og svindl.              


mbl.is Afskriftir upp á hundruð milljarða kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband