Varla vandamál að selja íslenskan þorsk

Miðað við þann samdrátt sem orðið hefur á framboði og framleiðslu íslensks þorsks á undanförnum áratug, eru varla erfiðleikar að selja þessi kíló sem Svisslendingar vilja ekki.

Það er athyglisverð opinberun um litla þekkingu á meginstoðum atvinnulífs í viðskiptalandi, ef innflytjendur og seljendur íslenska fisksins í Sviss vita ekki að fiskveiðar á Íslandi hafa verið stundaðar með sjálfbærum hætti alla tíð. Mér finnst þessir viðskiptaaðilar sýna athyglisverða fáfræði og ótrúlega lítinn vilja til að kynna sér og kynna neytendum hvaða gæðavöru þeir eru að selja.

Getur verið að þeir séu búnir að fyrirgera trausti neytenda á þeim upplýsingum sem þeir gefa sjálfir um þær vörur sem þeir eru að selja?  Sé það svo, ættu þeir fyrst og fremst að líta í eigin barm, en ekki gera kröfur á þá þjóð sem í áratugi hefur verið þekkt er fyrir að vera bestu fiskframleiðendur í heimi, um að þeir láti aðila sem takmarkaða þekkingu hafa, fá að leggja gjald á framleiðsluna fyrir stimpil sem engu breytir um áratuga gæði íslenska fisksins.

Það er nægur markaður fyrir þorskinn okkar í heiminum þó Svisslendingar vilji hann ekki.              


mbl.is Lokað á villtan þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband