Af hverju skammið þið ríkistjórnina??

Af hverju í ósköpunum eruð þið að skamma ríkisstjórnina.

Ekki var hún að loka fyrir að erlendir fjármagnseigendur vilji lána bönkunum okkar peninga.

Ekki sagði ríkisstjórnin bönkunum að láta öll þessi erlendu lán í fjárfestingar og rekstur sem fyrirfram var vitað að ekki gæti skapað sér sjálfstætt líf og gæti einungis gengið meðan hægt væri að auka skuldir.

Ekki bannaði ríkisstjórnin bönkunum að lána þessar erlendu lántökur sínar til uppbyggingar á atvinnuvegum sem skapa myndur gjaldeyri til að endurgreiða lánin OG ÞANNIG AUKA VARANLEGA VELSÆLD Í ÞJÓÐFÉLAGINU.

Hvað er að í kollinum á ykkur?  Því ráðist þið ekki með þessu afli að stjórnum og eigendum bankanna og krefjið þá um að losa sig við þessa óhæfu stjórnendur þeirra.

Skiljið þið ekki að erlendar lánastofnanir eru fyrst og fremst að lýsa yfir vantrausti á stjórnendur bankanna, sem þegar hafa sýnt að þeir lánuðu megnið af þessum þúsundum milljarða erlendrar lántöku, til fjárfestinga og starfsemi sem fyrirfram var vitað að gæti ekki endurgreitt lánin.

Nú þurfum við að borga, OG ÞAÐ ER EKKI RÍKISSTJÓRNINNI AÐ KENNA.                


mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband