Ţeir skamma Seđlabankann fyrir skammarstrik ţeirra sjálfra

Sjaldan hefur birst á prenti betri stađfesting á ađ stjórnendur Kaupţings hafa ekki skilning á hvađ ţađ er ađ reka, til langs tíma litiđ, fjármálastofnun í litlu hagkerfi.

Ţeir láta eins og aldrei hafi komiđ ađvaranir um ógćtilegar erlendar lántökur og of mikil útlán, miđađ viđ tekjur hagkerfisins, ţrátt fyrir ađ Seđlabanki hafi í mörg ár hvatt bankana til ađ draga úr útlánum og lántökum. Einnig hafa um nokkurra ára skeiđ borist ađvaranir frá Alţjóđa gjaldeyrissjóđnum og Alţjóđabankanum um ofţennslu hagkerfisins, vegna of mikilla útlána bankanna. Spurningin er ţví: - Voru stjórnendur bankanna ekki ađ hlusta, eđa skildu ţeir ekki ađ ţađ var veriđ ađ tala viđ ţá????

Ţađ er svo margt sérkennilega heimskulegt í ţessum háf fimm fréttum Kaupţings ađ ţví verđur ekki svarađ til fullnustu í stuttum pistli. Nćgir ţar ađ nefna undrun ţeirra á ađ samdráttur skuli verđa í veltu ţjóđfélags okkar, ţegar ljóst er ađ ţeir hafa mokađ milljörđum af erlendum lántökum í steindauđar og óarđbćrar fjárfestingar, sem allir heilbrigt hugsandi menn vissu ađ gćtu međ engu móti greitt ţessi lán til baka.

Lánastofnanir á Íslandi geta ekki fćrt ábyrgđ af eigin mistöku yfir á Seđlabanka okkar og skattgreiđendur. Ţeir verđa ađ vera menn til ađ horfast í augu viđ eigin mistök og misgerđir og sýna í verki ađ ţeir séu ţeir sérfrćđingar sem ţeir hafa ţegiđ laun fyrir á undanförnum árum. Ţeir verđa sjálfir ađ leggja fram áćtlanir, hvernig ţeir sjálfir ćtla ađ greiđa úr sínu eigin óvitaskap og bjarga sér sjálfum og ţjóđinni úr hröđum samdrćtti niđur til raunverulegrar getu hagkerfis okkar. Ţađ eru ţeir sjálfir, (bankarnir okkar) sem efla eđa veikja hagkerfiđ, ekki ríkisstjórnin. Menn verđa ađ átta sig á ađ viđ erum í frjálsu hagkerfi, frjálsu flćđi fjármagns milli landa, sem jafnframt ţýđir ađ hver og einn verđur ađ bera sjálfur ábyrgđ á lántökum sínum og endurgreiđslu ţeirra lána. Ógćtilegri lántöku er ekki hćgt ađ vísa til ríkis eđa skattgreiđenda, enda lántakendur sjálfstćđ fyrirtćki, međ snillinga viđ stjórn, sem hafa ţegiđ milljarđa fyrir fćrni sína til stjórnunar.

Nú er komiđ ađ ţví ađ sýna ţá snilli sem launakjörin bentu til ađ veriđ vćri ađ greiđa fyrir.              


mbl.is Greiningardeild Kaupţings gagnrýnir Seđlabankann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta ekki hinn dćmigerđi stjórnmálamađur nútímans???

Ţađ ţarf ákveđiđ virđingarleysi fyrir eigin sjálfsmynd, sem og gagnvart fólkinu í landinu, til ađ koma fram eins og Guđni gerir. Hann er búinn ađ sitja á ţingi og í ríkisstjórn í árarađir og ţegjandi horfa á ađ ţjóđinni sé steypt í ţćr ógöngur sem hún er nú komin í.

Ţćr tillögur sem hann hefur lagt fram, lúta ađ ţví ađ ţjóđnýta tapiđ og óráđsíuna sem bankarnir hafa viđhaft síđustu árin, međ ţví ađ Seđlabankinn taki erlent stórlán til ađ fjármagna töpuđ útlán, vegna gengisfallinna verđbréfa; lán sem skattgreiđendur munu síđar ţurfa ađ borga.

Ćtli ţetta flokkist ekki undir ađ tala mikilúđlegur og međ spekingssvip um  málefni sem engin ţekking er ađ baki. Er ekki hugsanlegt ađ álíka ţekkingarleysi sé ađ baki núverandi málflutningi hans?

En, af hverju skyldu Ţingeyingar einblína svona á álver, ţegar fyrirsjáanlegt er ađ olíuleit er ađ hefjast á Drekasvćđinu. Slík starfsemi ţarf áreiđanlega mikla ţjónustu frá landi; hvađ ţá ef olía eđa gas finnst ţarna í vinnanlegu mćli. Ţau umsvif yrđu tvímćlalaust meiri framtíđarmúsik fyrir atvinnulíf á svćđinu, ţví áliđ verđur á undanhaldi eftir örfá ár, vegna nýrra léttmálma sem eru í uppsiglingu.

Fyrir fáum áratugum sátum viđ uppi međ stórfjárfestingar í síldabrćđslum, nokkuru síđar međ ónýtar fjárfestingar í lođdýrabúum, ţá tóku viđ tugir milljarđa í fiskeldisćvintýrinu, framundan er margra milljarđa afskriftir vegna offjárfestingar í fiskiskipum sem ekki geta boriđ sig af eigin tekjum og í nálćgri framtíđ verđum viđ međ miklar fjárfestingar í ónothćfum álverum, vegna verđhruns og minnkandi notkunar á áli.

Hafa stjórnmálamenn okkar ekki veriđ einstaklega glöggir á uppbyggingu gjaldeyrisskapandi starfsemi ţjóđarinnar???????

Sagt er ađ sporin hrćđi.  Hvađa spor hafa stjórnmálamenn okkar skiliđ eftir sig? Pólitískt óđagot hefur aldrei skilađ ţjóđinni hagnađi.             


mbl.is Kreppa af völdum ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 28. ágúst 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband