29.9.2008 | 16:16
Hrun frjálshyggjunnar
Er ég virkilega einn um að finnast það athyglisvert að núverandi og fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, einir helstu boðberar frjálshyggjunnar, skuli nú standa sólahringsvaktir við að bjarga máttarstoðum þjóðfélagsins út úr hruni þess dásemdakerfis sem þeir hafa keyrt svo einarðlega yfir þjóðina á undanförnum áratug.
Það væri fróðlegt að heyra útlistanir þeirra á því hvað varð af goðærinu og hinni björtu framtíðarsýn, sem þeir boðuðu fyrir svo stuttu síðan.
![]() |
Óttast keðjuverkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 10:57
Hve dýr verður Hannes allur ????
Hvað skildi þjóðin eiga eftir að fá margar sneiðar af ævintýraverkunum sem Hannes Smárason afrekaði?
Það liggur einhvern veginn í loftinu að hann hafi notað Glitni á umdeilanlegan hátt við fjármögnun ævintýraverka sinna. Eignasafn Jóns Ásgeirs virðist ekki hafa dugað til að viðhalda lausafjárstöðu bankans.
Mér finnst athyglisverð sú ábyrgð sem forráðamenn Glitnis sína, að fara ekki út í einhverjar vafasamar feluaðgerðir, heldur ganga beint til verks til tryggingar framtíðarhag bankans og viðskiptamanna hans.
Mér finnst líklegt að Landsbankinn muni leita svipaðra úrræða á fyrri hluta næsta árs. Ég hef hins vegar á tilfinningunni að Kaupþing muni ekki lenda í þröngri lausafjárstöðu, en óttast að þeir lendi í Dómínóferli árið 2011, sem þeir ráða ekki við.
Því fyrr sem þjóðin sættir sig við hið óhjákvæmilega; að framundan er samdráttur og sparnaður, þeim mun léttari og markvissari verða aðgerðir til að stýra fram hjá mestu erfiðleikunum.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 29. september 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur