Hefur svokallað Breiðavíkurmál verið rannsakað frá báðum hliðum?????

Sá æsingur sem einkennt hefur alla umfjöllun um svokallað Breiðavíkurmál, hefur undrað mig stórlega. Fryrirfram, var fólk svipt æru og úthrópað sem illmenni, löngu áður en nokkur maður var farinn að fá heildarmynd af því sem þarna átti sér stað. Fyrst þau ungmenni sem þarna voru, og ættingjar þeirra, eiga rétt á réttlæti; eiga þá ekki gagnaðilar málsins, og ættingjar þeirra, einnig rétt á að hið rétta og raunverulega komi fram??????

Ég var í vegavinnu sumarið 1959 og hluta úr sumrinu vorum við í tjöldum á melnum við kirkjuna í Breiðuvík.  Kannski var sumarið '59 sérstakt, en einhvern veginn finnst mér raunveruleikinn um vistheimilið í Breiðuvík ekki vera farinn að koma fram í umræðuna enn. Það hefði ekki verið hægt að borga mér það háa fjárhæð að ég hefði viljað ganga í störf þeirra sem áttu að halda einhverri reglu á heimilinu í Breiðuvík.

Mörg börn og ungmenni, önnur en þau sem dvöldu í Breiðuvík, eiga sársaukafulla lifsreynslu frá þessum árum. Er hægt að kaupa með peningum þessa sársaukafullu lífsreynslu út úr vitund þeirra? Mun líf þeirra breytast og sársaukinn í sálinni hverfa við c. a. 10 milljón krónu greiðslu?  Er minningin byggð á raunveruleika, eða skynjuðu þau einungis aðra hlið veruleikans, þegar atburðirnir áttu sér stað?  Væri ekki stærsta hjálpin til þessa fólks að hjálpa þeim að sættast, innra með sér, við það sem liðið er og verður ekki breytt.

Peningar lækna ekki gömul sár á sálinni. Þau læknast einungis með virðingu og hjálp við að skilja raunveruleikann í þeim aðstæðum sem sársaukanum olli; og einlægum vilja til að hefja sig upp yfir óbreytanlegar aðstæður og fyrirgefa sjálfum sér og öðrum sem hlut áttu að máli.

Það er það eina se veitir innri frið og vellíðan í sálina. Slíkt endist mikið lengur en peningar geta gert.           

 


mbl.is Telja bætur of lágar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Braut Alþingi stjórnarskrána???????????????

Í fljótu bragði sýnist svo að Alþingi sjálft hafi brotið 57 gr. stjórnarskrár með því að loka dyrum sínum fyrir ljósmæðrum.   Í 57. gr. segir svo:

Fundir  Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.  (leturbreyting G.J.)

Í stjórnarskrá er hvergi heimild til að takmarka fjölda áheyrenda; einungis heimild til að loka fundi og þá fyrir öllum áheyrendum. Fróðlegt verður að fá upplýsingar um hvaða þingmenn greiddu því atkvæði að fara svona út fyrir lagaheimildir og brjóta um leið 65 gr. stjórnarskrár, að... [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Þarna var takmörkunum og mismunun beitt án lagaheimildar.

Eins og málið lítur út, verður ekki betur séð en forseti Alþingis hafi brotið grundvallarreglu lýðræðisskipulags okkar.  Eðlileg viðbrögð við slíku er tafarlaus afsögn og afsökunarbeiðni.

EKKERT MINNA ER ÁSÆTTANLEGT.             


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægast að nýta allar auðlindir skynsamlega og með hámarks arði fyrir þjóðina.

Nokkuð virðist ljóst að þetta framtak er í höndum manna sem ekkert vita hvað þeir eru að gera. Þeir gera enga tilraun til að opinbera hvað þeir meina; hvaða orkuauðlindir þeir eigi við, hvað eða hvernig þeir sjái fyrir sér að best sé að nýta þær.

Þetta eru greinilega kjánar sem treysta fyrst og fremst á að fólk rjúki til og skrifi undir þessa áskorun, án umhugsunar, vegna þeirrar spennu sem búið er að hlaða upp til uppbyggingar álvera.

Í því sambandi er athyglisvert að leiða hugann að síðasta ævintýri slíkrar fjárfrestingar, sem er Kárahnjúkavirkjun. Við upphaf þess verkefnis voru afar deildar meiningar um hvort það verð sem fékkst fyrir raforkusölu, dygði til greiðslu byggingakostnaðar virkjunarinnar. Flestir sem skoðuðu sögðu svo ekki vera, en Landsvirkjun sagði það sleppa.

Nú er ljóst að byggingakostnaður virkjunarinnar verður umtalsvert hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það eitt og sér, þýðir að verðið fyrir raforkuna er of lágt. Þegar við það bætist fyrirsjaánleg lækkun á verði áls á komandi mánuðum og árum, vegna samdráttar á heimsvísu, mun Kárahnjúkavirkjun verða nokkuð þungur baggi á skattgreiðendum, nema finnist arðbærari sala orkunnar en sala til álvera er.

Fyrir liggur að 446 þúsund tonn af áli var selt úr landi á síðasta ári. Það var aðallega frá tveimur álverum, en Fjarðaál bættist við á árinu. Verðmæti þessa áls voru tæpir 80 milljarðar. Innflutningur rekstrarvara, súráls o. fl. var á bilinu 25 - 30 milljarðar. Annar erlendur kostnaður er áreiðanlega 10 milljarðar.

Í ljósi þessa eru þessi fyrirtæki að skila afar litlum gjaldeyristekjum inn í þjóðfélagið, því ljóst er að rafmagnið greiða þeir í dollurum, þar sem Landsvirkjun þarf að greiða af sínum erlendu lánum. 

Ef við gefum okkur að 1.000 manns séu að vinna hjá þessum fyrirtækjum, er líklegt hámark á tekjum fyrirtækjanna u. þ. b. 30 milljónir á hvert ársverk, eða 2,5 milljónir á mann/mánuði.

Þegar við lítum til þess að þessi fyrirtæki eru í eigu erlendra aðila, er ekki nema hluti þessarar fjárhæðar sem í raun kemur inn í íslenskt efnahagslíf.

Af þessu má sjá að það er afar illa farið með verðmætar orkuauðlindir landsins að selja orkuna til álframeliðslu, burtséð frá því að áliðnaðurinn er fyrirsjáanlega á undanhaldi.           


mbl.is Skorað á ráðmenn þjóðarinnar að nýta orkuauðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband