Mikilvægast að nýta allar auðlindir skynsamlega og með hámarks arði fyrir þjóðina.

Nokkuð virðist ljóst að þetta framtak er í höndum manna sem ekkert vita hvað þeir eru að gera. Þeir gera enga tilraun til að opinbera hvað þeir meina; hvaða orkuauðlindir þeir eigi við, hvað eða hvernig þeir sjái fyrir sér að best sé að nýta þær.

Þetta eru greinilega kjánar sem treysta fyrst og fremst á að fólk rjúki til og skrifi undir þessa áskorun, án umhugsunar, vegna þeirrar spennu sem búið er að hlaða upp til uppbyggingar álvera.

Í því sambandi er athyglisvert að leiða hugann að síðasta ævintýri slíkrar fjárfrestingar, sem er Kárahnjúkavirkjun. Við upphaf þess verkefnis voru afar deildar meiningar um hvort það verð sem fékkst fyrir raforkusölu, dygði til greiðslu byggingakostnaðar virkjunarinnar. Flestir sem skoðuðu sögðu svo ekki vera, en Landsvirkjun sagði það sleppa.

Nú er ljóst að byggingakostnaður virkjunarinnar verður umtalsvert hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það eitt og sér, þýðir að verðið fyrir raforkuna er of lágt. Þegar við það bætist fyrirsjaánleg lækkun á verði áls á komandi mánuðum og árum, vegna samdráttar á heimsvísu, mun Kárahnjúkavirkjun verða nokkuð þungur baggi á skattgreiðendum, nema finnist arðbærari sala orkunnar en sala til álvera er.

Fyrir liggur að 446 þúsund tonn af áli var selt úr landi á síðasta ári. Það var aðallega frá tveimur álverum, en Fjarðaál bættist við á árinu. Verðmæti þessa áls voru tæpir 80 milljarðar. Innflutningur rekstrarvara, súráls o. fl. var á bilinu 25 - 30 milljarðar. Annar erlendur kostnaður er áreiðanlega 10 milljarðar.

Í ljósi þessa eru þessi fyrirtæki að skila afar litlum gjaldeyristekjum inn í þjóðfélagið, því ljóst er að rafmagnið greiða þeir í dollurum, þar sem Landsvirkjun þarf að greiða af sínum erlendu lánum. 

Ef við gefum okkur að 1.000 manns séu að vinna hjá þessum fyrirtækjum, er líklegt hámark á tekjum fyrirtækjanna u. þ. b. 30 milljónir á hvert ársverk, eða 2,5 milljónir á mann/mánuði.

Þegar við lítum til þess að þessi fyrirtæki eru í eigu erlendra aðila, er ekki nema hluti þessarar fjárhæðar sem í raun kemur inn í íslenskt efnahagslíf.

Af þessu má sjá að það er afar illa farið með verðmætar orkuauðlindir landsins að selja orkuna til álframeliðslu, burtséð frá því að áliðnaðurinn er fyrirsjáanlega á undanhaldi.           


mbl.is Skorað á ráðmenn þjóðarinnar að nýta orkuauðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 165296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband