30.9.2008 | 17:13
Þarf að loka gjaldeyrismarkaðnum ???????????
Staðan í gjaldeyrismálum er orðin svo alvarleg að Seðlabankinn hlýtur að íhuga það alvarlega að loka gjaldeyrismarkaði og láta fara fram opinbera rannsókn á notkun gjaldeyris undanfarna mánuði.
Sé þessi mikla lækkun krónunnar nauðsynleg, er ljóst að stjórnendum fjármálastofnana okkar hafa sýnt meiri óvitaskap en ég hafði ímyndað mér. Hafi þeir skipulagt svona miklar endurgreiðslur gjaldeyrislána, á sama tíma og þeim var vel ljós gjaldeyrissköpun í þjóðfélaginu, mundi ég segja að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða.
Sé litið á veltu á gjadleyrismarkaði, út frá þeim erlendu skuldum sem skráðar eru hjá Seðlabanka, virðist augljóst að einhverjir eru að fara ógætilega með fjöregg þjóðarinnar. Seðlabankinn getur skoðað þetta og upplýst hverjir standa fyrir þessari niðurkeyrslu krónunnar; og ég tel að í ljósi aðstæðna eigi hann ekki að bíða lengur með HARÐAR aðgerðir gegn þessum aðilum.
Fjárhagslegir hagsmunir þjóðfélagsins eru ekki leikföng fyrir ábyrgðarlausa fjárhættuspilara eða græðgisfíkla.
![]() |
Krónan veiktist um 5,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 16:35
Snyrtilegur biðleikur
Þetta er afar snyrtilegur biðleikur. Það hefði verið óheppilegt að setja þann aðila í stöðuna núna, sem fyrir nokkru var trúlega búið að planta í þessa stöðu. Það hefði orðið of augljóst af hverju pressa var sett á að losna við Jóhann.
Kannski er fólk búið að gleyma umdeilanlegum aðferðum við prestráðningu þarna fyrir fáum árum. Svo vildi til að presturinn sem ráðinn var, á konu sem var sýslumaður á Ísafirði. Eitt þeirra vandkvæða sem þurfti að leysa, vegna ráðningar prestsins, voru þau að ekkert embætti var laust, á suðurnesjum, fyrir konu prestsins. Því varð að setja hana í einskonar geymslu sem vararíkislögreglustjóra.
Jóhann var í embætti sem hentaði konunni, auk þess sem hann (Jóhann) var ekki í réttum pólitískum lit. Leikrit var því samið í skyndi og sett í gang atburðarás sem leiða mundi til þess að Jóhann segði af sér starfi. Við það skapaðist pláss fyrir konu prestsins, auk þess sem embættið yrði í réttum lit.
Mjög snjöll atburðarás. Lokaþáttur verksins verður trúlega opinberaður í desember.
![]() |
Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 09:47
Er ekki vilji til að jafna ágreining ???
Líkt og margir aðrir hef ég lauslega fylgst með þeim átökum sem skekja Frjálslynda flokkinn. Ekki verður sagt að þessi átök gleðji mig, því mér fannst málefnaskrá flokksins áhugaverð.
Einhvern veginn virðist mér stríðandi öfl hafa sett hagsmuni þjóðarinnar í aukahlutverk en í aðalhlutverki sé baráttan, annars vegar um völd, en hins vegar um að völdum sé dreift sem jafnast um kjördæmin.
Dreifing áhrifastaðna um kjördæmi þingmanna er ekki nýtt áhugamál, og alls ekki fundið upp eða þróað af kjósendum Frjálslynda flokksins. Krafan um dreifingu áhrifastaðna hefur lengi verið til staðar, hjá öllum flokkum, þó þeim tilfellum fækki blessunarlega, þar sem slík átök verða. Líklega hafa forystumenn flokkanna þegar lært að jafnræði og dreifing valda sé grundvöllur friðar.
Því miður hefur mér fundist að slík hugsun hafi vikið nokkuð til hliðar í Frjálslynda flokknum. Nokkuð hefur borið á því að fyrrverandi þingflokksformaður (KHG) hafi fyrst og fremst túlkað sína persónulegu skoðun, en lítið fjallað um skoðun þingflokksins. Merki ég þetta af augljósri óánægju annarra þingmanna með talsmáta og skrif KHG, þar sem hann tjáir sig sem formaður þingflokksins, án þess að reifa álit eða samstöðu þess flokks.
Ef einlægur vilji til samstarfs hefði verið til staðar hjá KHG, hefði verið auðvelt fyrir hann að sjá ranglætið sem fólst í því að bæði formaður flokksins og formaður þingflokks eru úr sama kjördæmi, en hinir tveir þingmennirinir úr sitt hvoru kjördæminu.
Ef Frálslyndi flokkurinn á að geta náð vopnum sínum og orðið þjóðinni til gagns, tel ég að stríðandi fylkingar verði að slíðra vopn sín og setjast yfir málefni þjóðfélagsins. Þeir sem ekki treysta sér til að leggjast á þær árar, á grundvelli málefnaskrár flokksins, ættu að finna sér annan vígvöll til niðurrífandi persónuátaka.
![]() |
„Guðjón Arnar lét undan hótunum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. september 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur