Hvernig getur 4ra ára valdatími réttlćtt 30 ára fjárskuldbindingu ????

Ég hef oft vakiđ athygli á ţví sérkennilega ástandi ţegar stjórnendur sem kjörnir eđa ráđnir eru til 4ra ára, binda hendur ţeirra sem á eftir koma, t. d. međ skuldbindingum um fjárútlát til margra ára, eftir ađ kjörtímabili ţeirra lýkur.

Ţetta á t. d. viđ um svokallađan samning ríkisstjórnar um fjármögnun tónlistarhússins. Ţađ er sagt ađ menntamálaráđherra hafi skuldbundiđ ríkissjóđ til mörg hundruđ milljóna króna útgjalda á ári, í 30 ár. Sá ráđherra sem ţessa skuldbindingu gerđi er ekki lengur viđ völd. Spurningin er ţví hver ber ábyrgđ á svona samningum?

Í 40. grein stjórnarskrár kemur alveg skýrt fram ađ: - .. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkiđ,.... nema samkvćmt lagaheimild.

Í 41. greins stjórnarskrár segir einnig ađ: - Ekkert gjald má greiđa af hendi, nema heimild sé til ţess í fjárlögum eđa fjáraukalögum.

Ţrátt fyrir ţetta skýra ákvćđi í stjórnarskrá, ađ ekki megi skuldbinda ríkissjóđ nema međ lagaheimild, eru ráđherrar sífellt ađ međ meintar skuldbingar á ríkiđ, án ţess ađ slíkt sé rćtt eđa samţykkt á Alţingi.

Eru ţetta löggildar skuldbindingar ???????      

Einnig eru ráđherrar sífellt ađ greiđa út umtalsverđar fjárhćđir sem ekki eru neinar fjárheimildir fyrir, eins og margar fréttir eru um í fjölmiđlum.

Hvernig vćri ađ gera skýra kröfu um ađ ráđherrar og ađrir opinberir stjórnendur ríkis og sveitarfélaga láti af valdhrokanum og fari ađ virđa stjórnarskrá og önnur stjórnunarlög?

EĐA - eigum viđ bara ađ halda ruglinu áfram svo hruniđ verđi endanlegt gjaldţrot ţjóđarinnar?                            


mbl.is 50 milljarđa skuldbindingar vegna leigu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 31. maí 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband