10.6.2009 | 18:52
Undarlegur óvitaskapur í forystuliði Samtaka verslunar og þjónustu.
Af þeirri frétt sem hér er vísað til, virðist greinilegt að forystufólk SVÞ hefur ekkert lært af þeirri vitleysu sem keyrð var áfram í þessu þjóðfélagi undanfarinn áratug, eða jafnvel lengur, þrátt fyrir allt það hrun sem hér hefur orðið. Meginhluti útþennslu þjóðfélagsins var á sviði verslunar og þjónustu. Og til þess að geta þanið þessa starfsemi eins mikið út og gert var, var þjóðfélagið skuldsett sífellt meira og viðskiptahalli við útlönd keyrður upp úr öllu valdi.
Maður hefði geta vænst þess að fólk sem valið væri til forystu í jafn þýðingarmiklum þjóðfélagshóp og þessi samtök eru, gengju fram af meiri ábyrgðartilfinningu, og auðsýnilegri meiri þekkingu á grundvallarþáttum efnahagslífs okkar.
Það er barnalegur kjánaskapur að setja fram þá fullyrðingu sem hér er vísað til, en þar segir:
Það er ljóst að það er undir okkur komið að skapa þau 20.000 störf sem vantar, þau munu verða til í verslun, þjónustu og iðnaði frekar en í öðrum greinum, eins og til dæmis sjávarútvegi, segir Margrét. Til þess þarf lægri vexti og nothæfan gjaldmiðil.
Nú þegar vantar mikið upp á að gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi beri uppi þá verlsunar- og þjónustustarfsemi sem nú er fyrir hendi í landinu. Þannig er ljóst að það er ávísun á ófarnað að ætla sér að fjölga störfum í verslun og þjónustu, án þess að auka fyrst gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem fjármagnaði þá aukningu í verslun og þjónustu sem þarna er boðuð.
Fer óvitaskapnum og vitleysunni ekki senn að ljúka hjá þeim sem teljast í forystusveitum þjóðfélags okkar?
![]() |
Blöskrar vinnubrögð Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 14:39
Krafan um að Sigríður víki sæti, bendir til órólegrar samvisku
Mér finnst nokkuð athyglisvert að Jónas skuli vera svona viðkvæmur fyrir þeim ummælum sem þarna virðast hafa birst. Á engan hátt er vikið að óheiðarleika einstakra aðila, í starfi eða starfsháttum. Auk þess er um margar stofnanir að ræða og sumar þeirra með stærra ábyrgðarhlutverk en sú stofnun sem Jónas veitti forstöðu.
Margar staðreyndir, um starfshætti lánastofnana okkar, hafa nú þegar verið bornar fram í fjölmiðlum, sem engin skynsamleg skýring er til á önnur en öfgakennd græðgi. Ég efa ekki að sú skoðun er afar víðtæk á fræðasviði viðskipta- og fjármála um víða veröld. Sigríður er því einungis afar lítill minnihluti þeirra sem nú þegar eru með afar sterka tilfinningu fyrir að framangreind orsök sé ástæða hrunsins.
Tómlátt andavaraleysi, getur annað hvort stafað af illa skilgreindir lagaumgjörð um fjármálastarfsemina, eða frá því að þeir sem áttu að framkvæma lögin, hafi hugsanlega ekki haft fullan skilning á mikilvægi embættis síns eða sínu hlutverki í heildarmyndinni. Hvergi er vikið að óheiðarleika. Um það hver þessara þátta sé ástæða hinnar mjög svo útbreyddu skoðunar, sem Sigríður setur varfærnislega í orð, segir hún ekkert um. Það bíður hinnar faglegu niðurstöðu.
Staðreyndin er engu að síður sú; og á vitorði flestra sem til þekkja í viðskipta- og fjármálum, að á undanförnum 5 árum, eða svo, var starfsemi fjármálastofnana í þessu landi ekki í neinum takti við rauntölu efnahagslífs þjóðarinnar og víðs fjarri því að eftirlit með fjármákerfinu hafi miðað að því að sjá um fjármálalegan stöðugleika í landinu.
Þetta er á vitorði flestra nú þegar; og var löngu áður en Sigríður lét sín orð falla um umræddu blaðaviðtali. Hún var því ekki að ljóstra neinu upp.
![]() |
Hefur engin áhrif á vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 11:28
Afnema STRAX fæðingarorlof karla
Eins og nú er ástatt fyrir efnahag þjóðarinnar, hefur hún ekki efni á þeim flottræfilshætti sem felst í því að greiða karlmönnum fæðingarorlof. Slíkt skilar engu til barnsins og karlinn hefur heldur ekkert út úr því hvað varðar tengingu við barnið, því áreiðanlega finnst enginn maður sem man einhver tengsl á fyrsta ári sínu.
Enginn vafi leikur á að tengsl ungabarns á fyrsta ári, eru eingöngu við móður sína, enda byrjar barnið ekki að mynda sjálfstæði einstaklingsins fyrr en á þriðja ári. Þetta er löngu vitað, en því miður lítið fjallað um, af ástæðum sem ekki verða raktar hér.
Skilningur ungabarns á umhverfi sínu er afar takmarkaður. Það getur ekki þekkt umhverfi á sama hátt og við, fullorðna fólkið. Það skynjar umhverfi sitt eftir orkunni sem umhverfið sendir frá sér og þess öryggis sem það finnur fyrir í slíku umhverfi, frá fólki sem orkulega sendir frá sér kærleika og ástúð.
Afar fáir karlar hafa þá tilfinningadýpt að ungabarn finni til þess umvefjandi trausts sem gerir það rólegt og öruggt. Eðli okkar karla er frekar á þeim þætti að vera varðhundur hreiðursins, sem skapar móður og barni frið og öryggi. Þennan eðlisþátt má sjá víða í dýraríkinu, þar sem náttúrutalentur hafa ekki tapast í tilbúnum þörfum.
Fæðingarorlof karla var og er óttaleg sýndarmennska og óafsakanlegt bruðl eð almannafé; uppfundið af aðilum sem ekkert virðast hugsa um hvað þarf til að greiða út háar fjárhæðir úr ríkissjóði, svo ungt og fullfrískt fólk geti gert það sem það langar til. Ekkert er hugsað um hvort séu til peningar til að sinna sjúkum, öryrkjum og öldruðum; já, öldruðum sem hugsanlega lögðu allan sinn lífskraft í að skapa þessu unga fólki viðunandi uppvaxtarskilyrði þegar það var að vaxa og fullorðnast að árum talið.
Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélagi okkar, finnst mér einn fyrsti niðurskurðurinn eiga að beinast að afnámi á fæðingarorlofi karla, en svo fljótt sem kostur er, vildi ég sjá hugað að lengingu á fæðingarorlofi mæðra, sem mætti alveg ná til tveggja ára aldurs barnsins.
![]() |
Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. júní 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur