Undarlegur óvitaskapur í forystuliði Samtaka verslunar og þjónustu.

Af þeirri frétt sem hér er vísað til, virðist greinilegt að forystufólk SVÞ hefur ekkert lært af þeirri vitleysu sem keyrð var áfram í þessu þjóðfélagi undanfarinn áratug, eða jafnvel lengur, þrátt fyrir allt það hrun sem hér hefur orðið.  Meginhluti útþennslu þjóðfélagsins var á sviði verslunar og þjónustu. Og til þess að geta þanið þessa starfsemi eins mikið út og gert var, var þjóðfélagið skuldsett sífellt meira og viðskiptahalli við útlönd keyrður upp úr öllu valdi.

Maður hefði geta vænst þess að fólk sem valið væri til forystu í jafn þýðingarmiklum þjóðfélagshóp og þessi samtök eru, gengju fram af meiri ábyrgðartilfinningu, og auðsýnilegri meiri þekkingu á grundvallarþáttum efnahagslífs okkar.

Það er barnalegur kjánaskapur að setja fram þá fullyrðingu sem hér er vísað til, en þar segir:

„Það er ljóst að það er undir okkur komið að skapa þau 20.000 störf sem vantar, þau munu verða til í verslun, þjónustu og iðnaði frekar en í öðrum greinum, eins og til dæmis sjávarútvegi,“ segir Margrét. Til þess þarf lægri vexti og nothæfan gjaldmiðil. 

Nú þegar vantar mikið upp á að gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi beri uppi þá verlsunar- og þjónustustarfsemi sem nú er fyrir hendi í landinu. Þannig er ljóst að það er ávísun á ófarnað að ætla sér að fjölga störfum í verslun og þjónustu, án þess að auka fyrst gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem fjármagnaði þá aukningu í verslun og þjónustu sem þarna er boðuð.

Fer óvitaskapnum og vitleysunni ekki senn að ljúka hjá þeim sem teljast í forystusveitum þjóðfélags okkar?              


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hún talar í samræmi við meðalgreindina sem ríkir hjá samtökunum. Hvað verslun varðar þá hækka laun afgreiðslu fólks svo eigendurnir fari með minna úrlandi.

Auðvitað þarf að stór auka virðisauka sjávarútvegs. Sleppa að borga 20% umboðsgjald til ES fyrir vörur framleiddar annarstaðar í heiminum. Versla beint við ódýrustu [hagstæðustu] markaðina utan ES. Fara framleiða aftur það sem miðað við eðlilegt gengi er óhagstætt að flytja inn.  Hvað ætlum við sköffum ES mörg þúsund störf með því að hafa öll eggin í sömu okur körfunni eða um 80% eggjanna. 

Það er til greindari börn. Lífið er saltfiskur.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband