Voru aflaheimildir veđandlag ??????

Hvort framin hafa veriđ lögbrot, viđ framsal veđskulda Glitnis á hendur útgerđarfélögum, til Seđlabanka Evrópu, fer algjörlega eftir ţví hvort aflaheimilda hafi veriđ getiđ sem veđandlags í lánveitingunni og ţćr aflaheimildir metnar til verđgildis.

Hafi svo veriđ, voru tvímćlalaust framin lögbrot.

Hafi eingöngu skip og ađrar eignir, jafnvel ótilgreindar, veriđ taldar sem veđ fyrir útlánum Glitnis, er eingöngu um veđ í lögskráđum eignum útgerđarfélaganna ađ rćđa.

Aflaheimildir hafa ALDREI veriđ fćrđar sem EIGN útgerđarađila. Einungis er um ađ rćđa nytjarétt, sem hvorki er varanlegur (einungis úthlutađ til eins árs í senn) né ađ ţeim nytjarétti fylgi einhver eignabönd.

Útgerđarmenn hafa ALDREI haft nein eignabönd á aflaheimildum og ţađ verđur ALDREI nógu sterklega viđ ţví varađ ađ vera ekki ađ tala um kvótann sem EIGN útgerđarmanna, ţví öll slík orđnotkun getur orđiđ ţeim til hjálpar, viđ ađ eigna sér hefđarrétt til yfirráđa yfir aflaheimildunum.

Hćttum ađ tala um kvótan sem EIGN útgerđarmanna. Ţeir eiga hann ekki.          


mbl.is Segir um misskilning sé ađ rćđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ekki ráđ ađ leiđrétta útreikning verđtryggingar?

Eftirfarandi bréf var sent mörgum ráđherrum, ţingmönnum og fjölmiđlum í lok ágúst. Ég hef allar götur síđan 1982 reynt ađ vekja athygli ráđamanna á rangri útfćrlsu verđtryggingar, en enga áheyrn fengiđ. Bréfiđ fylgir hér á eftir:          

"Ţađ er engin hugmynd svo góđ ađ ekki sé hćgt ađ eyđleggja hana međ ţví ađ framkvćma hana á annan hátt en forsendurnar voru hugsađar.

Ein ţessara hugmynda er um verđbćtur fjármagns, sem ţví miđur var aldrei klárađ ađ fullmóta sem löggjöf frá Alţingi, heldur sett í framkvćmd á grundvelli hugmyndauppkasts sem ţingfest var sem hluti af fjölbreyttum lagabálki, sem kallađur var "bandormur", og síđar nefnt sem "Ólafslög".

Lög um verđbćtur fjármagns voru aldrei fullgerđ (og eru ekki enn í dag).  Framkvćmd verđtryggingar var hins vegar strax sett í gang, án lagaheimilda og Seđlabankinn skapađi sér sjálfur fyrstu viđmiđunarvísitölu vertryggingar, sem var kölluđ "lánakjaravisitala", og síđar breytt í viđmiđiđ "neysluvísitala".

Athyglisvert er ađ líta til ţess ađ svokölluđ verđtrygging lánsfjár, hefur alla tíđ veriđ rekin án lögformlegara heimilda til slíks, ţví Alţingi hefur ekki enn sett heildarlöggjöf um ţessa framkvćmd og ţví aldrei reynt á ţađ hjá löggjafarţinginu hvort meirihluti sé fyrir ţeirri ađferđarfrćđi sem notuđ hefur veriđ.

Hjálagt lćt ég fylgja uppkast sem ég kalla (Gjaldmiđill) af upphafskafla um tilurđ verđtryggingarinnar. Er ţađ úr ritverki sem ég er ađ skrifa um ýmis óvönduđ vinnubrögđ Alţingis; ţar á međal ţetta.

Eins og ţar kemur fram, voru forsenduţćttir verđbóta hugsađir út frá ţví ađ hver greiđsla sem endurgreidd vćri af láni, yrđi verđbćtt, frá lánsdegi til greiđsludags. Enda kemur ţađ beinlínis fram í svokölluđum "Ólafslögum".

Forsendan fyrir ţessu var sú, ađ lánveitandinn lét einungis af hendi ákveđna upphćđ á ţeim degi sem lániđ var veitt. Hann verđbćtti ekki höfuđstól lánsins međ hćkkandi vísitölu, og gat ţví ekki haft réttarstöđu til hćkkunar á höfuđstól lánsins, ţar sem hann greiddi ekki lántaka út verđbćturnar. Réttur lánveitandans fólst í ţví ađ fá afborganir greiddar, međ viđeigandi verđbótum hverju sinna (frá lántökudegi til  gjalddaga), og vöxtum eins og lánasamningar voru um.

Lítum hér á tvö hliđstćđudćmi, sem ég hef notađ sem sýnishorn á ţá ranglátu framkvćmd sem er á útreikningi verđbóta.  Dćmi ţetta er tekiđ út frá 10 milljóna króna húsnćđisláni, til 25 ára, međ mánađarlegum afborgunum. Vextir eru reiknađir 5% og árleg verđbólga er sett sem 12%, til ađ auđvelda skilning á útreikningnum. Dćmiđ lítur svona út.

Ţar sem lániđ er 10 milljónir, til 25 ára, međ 12 afborgunum á ári, verđa gjalddagar alls 300. Regluleg afborgun er ţví kr. 33.333,33

Ţar sem verđbólga er 12% á ári, má gróflega deila henni sem 1% á mánuđi.

Ţar sem verđbóga er 1% á hvern gjalddaga, verđa heildarverđbćtur 10 milljóna í 300 mánuđi, samtals 300%, eđa 30. milljónir.

Nú er lániđ greitt niđur međ jöfnum greiđslum, sem hver um sig er verđbćtt, frá lántökudegi til greiđsludags. Slíkt ferli jafngildir ţví ađ viđ reiknum međ verđtryggingu heildarlánsins á móti hálfum lánstímanum. Lánstíminn var 300 gjalddagar og verđbćtur heildarupphćđarinnar fyrir allan tímann voru 30 milljónr. Međ hliđsjón af hinum jöfnu niđurgreinslum má ţá sjá ađ heildar verđbćtur ţessa 25 ára láns, ćttu ţví ađ vera u.ţ.b. 15 milljónir.

Til frekari glöggunar á ţessu, lćt ég fylgja hér međ excel-útfćrslu af svona láni, sem hér hefur veriđ rakiđ í orđum. Eins og ţar sést hćkkar höfuđstólinn aldrei, heldur fer strax ađ lćkka, eins og eđlilegt getur takist.

Eins og sést af samtölum fćrsludálka, er endurgreiddur höfuđstóll kr. 10.000.000.   Greiddir vextir eru samtals kr. 6.321.063, sem samsvarar vel lánskjörum um ađ vextir skuli vera 5% á ári.  Verđbćtur eru samtals kr. 15.050.150, sem samsvarar ágćtlega hlutfallinun um 12% ársverđbólgu, sem gróflega er fćrđ út í međaltaliđ 1% á mánuđi.  Heildar-endurgreiđsla lánsins verđur ţví samtals kr. 31.371.212.

Lítum nú ađeins á greiđslujafnvćgiđ. Fyrsta afborgunin reiknast kr. 75.666. Afborgun nr. 100 reiknast kr. 94.226.   Afborgun nr. 200 reiknast kr. 114.139, og afborgun nr. 300 (síđasta greiđsla) reiknast kr. 133.872.

Lítum nú ađeins á hvernig ţessi sömu lánakjör reiknast út í lánareikni lánastofnana. Notast var viđ lánareikni Landsbankans. Afrit af ţeim útreikning fylgir hér međ, til frekari glöggvunar. Lítum nánar á samanburđi viđ ţann útreikning sem ađ framan er getiđ.

                      Afborganir    Verđbćtur       Vextir       Samtals greitt
Reiknivél L.Í.    10.000.000    46.740.234    20.719.073      77.637.807
Excel-útreikn.    10.000.000    15.050.150    6.321.063      31.371.212
Mismunur                        0    31.690.084    14.398.010    46.266.595

Ţarna sést ađ núverandi útreiknikerfi reiknar umtalsvert hćrri endurgreiđslu en eđlilegt getur talist. Sýndardćmiđ er sett upp í ţessari skýru mynd, til ađ fólk, almennt geti áttađ sig á mismuni á réttum útreikning og röngum.
Lítum nú nánar á samaburđ afborgana, eins og ţeirra sem ađ framan er getiđ.

                    Afborgun 1.    Afborgun 100    Afborgun 200    Afborgun 300
Reiknivél L.Í.       76.307        158.087            313.724                569.625
Excel-útreikn.      75.666          94.806            114.139                133.872
Mismunur                641          63.281            199.585                435.753

Varla ćtti ađ vera ţörf á skýrari samanburđi til ađ sýna međ glöggum hćtti ţau mistök sem gerđ voru viđ útfćrslu reikniađferđa viđ útreikning áfallinna verđbóta á endurgreiđslu lánsfjár.  Mistökin eru skiljanleg og vel útskýranleg, en tilgangslítiđ ađ setja ţá skýringu hér á blađ, ţví hafa ţarf marga ţćtti tiltćka til samanburđar, svo hiđ rétta komi sem gleggst fram.

Frá árinu 1983 hef ég nokkuđ oft reynt ađ koma ţessu á framfćri, en ţar sem ég hef engar prófgráđur í hagfrćđi til ađ sitja á, einungis raunţekkingu sem ekki veriđ talin skipta máli; enda hefur annar vćngur hagsmunaađila (lánastofnanir og fjármagnseigendur), međ herskara hagfrćđinga í fylkingarbrjósti, keppst viđ ađ fullyrđa ađ núverandi útreikningar séu ţeir einu réttu.

Viđ slíkan ađstöđumun er nćsta eđlilegt ađ ţjóđin pakki skynseminni og láti "frćđimannakórinn " halda sér frá raunskođun útreiknireglum verđtryggingar, líkt og ţrćlar til forna létu kúgara sína leiđa sig áfram til ţrćldóms, ţó innri réttlćtisvitund ţeirra segđi ţeim ađ ţađ vćri veriđ ađ fara illa međ ţá.

Viđ ţćr ađstćđur sem nú eru uppi, ţar sem ríkissjóđur er ađaleigandi stćrstu lánastofnana, er nú kjörađstćđur til ađ leiđrétta hina röngu útfćrslu á útreikningum svonefndrar verđtryggingar. Síđan er hćgt ađ skođa viđmiđunargrundvöllinn, hvort útgjaldavísitala er rétta viđmiđiđ til ađ verđbćta eignaţátt?  Ţađ er í raun annađ málefni, sem ekki verđur fariđ út í hér.

Eđlileg uppbygging atvinnulífs, sparnađar og fjárfestinga, mun ekki líta dagsins ljós fyrr en réttum reiknireglum hefur veriđ komiđ á í sambandi viđ verđbćtur fjármagns. Nýtt Ísland, ţarfnast nýrra og réttlátra ađferđa, svo hagsmunir allra verđi sem jafnastir.
Međ kveđju,
Reykjavík 31. Ágúst 2009
Guđbjörn Jónsson   


mbl.is Um 80% vilja afnema verđtryggingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 22. september 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166178

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband