19.11.2010 | 10:47
Skynsamleg afstaða hjá Marinó
Ég verð að segja að ég skil vel þessa afstöðu Marinós í ljósi þess hvernig fjölmiðlar hér á landi hafa iðulega haldið á málefnum þeirra sem gagnrýna stjórnvöld og lánastofnanir. Ég þekki þessa aðferðarfræði mjög vel, því henni var beitt gegn mér árið 1991, þegar ég var að berjast fyrir réttarstöðu fólks í fjárhagserfiðleikum.
Gerð var dauðaleit að skuldum eða misferlismálum, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þá var skrifuð um mig ófræingargrein í eitt af sorpritum landsins, sem tekin var til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum, en mér varnað heimildar til að svara fyrir mig. Viku síðar sendi lögmaður hér í borginni kærðu til Ríkislögreglstjóra, þar sem ég var kærður fyrir misferli. Enga nánari skýring fékk ég á því, í hverju misferlið væri fólgið. Þetta dugði hins vegar til að loka fyrir samstarf bankanna við mig, og rústa þannig mikilvægu hjálparstarfi við lausn á greiðsluvanda heimila.
Fjórum árum síðar, fékk ég óformlegar upplýsingar um hvaða misferli hafði verið tilgreint í kærunni. Ég hafði nefnilega aldrei verið kallaður til yfirheyrslu og beiðnum mínum um afrit af kærunni var ekki svarað.
Í kærunni var það misferli tilgreint, að ég hefði farið með, og ekki skilað, lykli að póskassa í andyri þess húsnæðis, þar sem ég hafi haft skrifstofu. Hið skondna við kæruna var, að allan þann tíma sem ég leigði þarna húsnæði, hafði ALDREI verið læsing á þeim póstkassa sem ég hafði.
Enn í dag, 20 árum síðar, er enginn farinn að biðjast afsökunar á þessu framferði. Enn er reynt að halda því á lofti að ég sé sérstaklega varasamur maður, og þá sérstaklega í peningamálum. Ég er löngu kominn yfir reiðina út af þessu, en vorkenni þeim aumkunnarverðu sálum sem ekki hafa enn manndóm í sér til að viðurkenna ódrengskap sinn.
Í ljósi reynslu minnar skil ég Marinó vel, en vona engu að síður að hann verði áfram í baklandi framvarðarsveitar Hagsmunasamtaka heimilanna.
![]() |
Ekki greint frá skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 19. nóvember 2010
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur