Einkennileg tvöfeldni

Afar einkennileg tvöfeldni er í tilsvörum flokksfélaganna Árna Þórs og Ásmundar Einars.  Árni Þór segir um ESB viðræðurnar: „Þetta þýðir að um 58% fundarmanna vilja halda áfram á þeirri vegferð sem við erum í og bera síðan niðurstöðuna undir þjóðina."  Í þeirri vegferð felst að halda áfram aðlögunarferlinu og taka við mútum, í formi styrks, til að kosta þann áróður og þær breytingar sem gera þarf á íslenskri stjórnsýslu.

Ásmundur Einar, flokksbróðir Árna Þórs, segir hins vegar á öðrum stað, á Mbl.is: "að samþykkt flokksráðs VG í Evrópumálum hafi sett ESB-aðlögunarferlið í uppnám."    Og orðrétt er eftirfarandi haft eftir honum: „Báðar þær tillögur sem voru samþykktar hér fela það í sér að stoppa algerlega aðlögun að Evrópusambandinu og allt fjárstreymi frá ESB inn í þá aðlögun og kynningar- og áróðursstarfsemi.“   

Ég get ekki séð að VG sé neitt nær því að tjá eina stefnu í ESB umsóknarferlinu, en þeir voru fyrir þennan flokksráðsfund. Forystan hangir á 8% fylgi, umfram hina stefnuna. Munu menn elta forystuna mikið lengra?  Er ekki nokkuð ljóst að fram undan er valdabytling ef forystan fer ekki að finna samkomulagsleið milli þessara ólíku afla. Á svona tvöfaldur málflutningur að halda áfram, öllum til skaða.      


mbl.is Haldið verði áfram á sömu vegferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2010

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband