Íslenskt eða erlent lán, auðveld skilgreining

Vegna fyrri starfa minna í hagdeild banka, get ég sagt að afar auðvelt er að ákvarða hvort lánasamningur er í íslenskri- eða erlendri mynt.  Líta ber einungis á hið þinglýsta skjal, lánasamning eða skuldabréf, og sjá í hvaða mynt lánsfjárupphæðin er tilgreind.

Ef upphæð lánasamnings eða skuldabréfs er tilgreind í íslenskri mynt, er verið að lána íslenskar krónur.

Eins og vikið er að í dómnum sem hér er fjallað um, eru allar "myntkörfur" ólögmætar, sem ekki eru tilgreindar og útreiknaðar af Seðlabankanum og birtar mánaðarlega og vægigildi þeirra gagnvart ísl. krónu þar tilgreindar. 

Ef lán á að teljast vera í erlendri mynt, verður höfuðstóll skuldabréfs eða lánasamnings að vera tilgreint í þeirri mynt sem um er að ræða. 

Þannig að ef við tökum þetta umrædda dómsmál til viðmiðunar, hefði lánasamningurinn geta hljóðað upp á samtals 605.550 ísl.krónur, miðað við gengi samningsmynta á útgáfudegi. Að baki samningnum hefðu hins vegar þurft að vera 4 skuldabréf. Það fyrsta 50% samningsupphæðar í íslenskum krónum að fjárhæð kr: 302.775.  Annað að jafnvirði 15% samningsupphæðar í JPY, miðað við  gengi útgáfudags samnings.  Þriðja skuldabréfið að jafnvirði 20% samningsupphæðar í EUR, miðað við gengi útgáfudags samnings. fjórða skuldabréfið að jafnvirði 5% samningsupphæðar í CHF, miðað við gengi útgáfudags samnings.

Hefði verið gegnið frá fjármunahlið lánasamningsins með þessum hætti, hefði hann staðist skoðun sem margmynta lánasamningur.  Þar sem þetta var ekki gert, og skuldabréfið að baki lánasamningnum einungis eitt, með heildaupphæð lánasamnigsins sem höfuðstól í íslenskum krónum, er lánið ótvírætt veitt í íslenskum krónum.          


mbl.is Hæstiréttur þarf að skera úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessar auðskiljanlegu útskýringu.

Alltaf gott þegar það er einhver sem getur komið með skýringar sem hinn sauðsvarti almenningur skilur :-)

íslendingur (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er afskaplega einfalt en samt sem áður gat héraðsdómur komist að annarri niðurstöðu fyrr á árinu.  Skyldu vera einhverjar ástæður fyrir þessu misræmi?

Jóhann Elíasson, 13.2.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Íslendingur og takk fyrir ummælin.

Sæll Jóhann: Það verða alltaf til einhverjir dómarar sem leggja réttlætið og skynsemina til hliðar, við úrlausn mála. Það var aiuðséð af rökstuðningi Páls, dómara við fyrri dóminn, að hann var ekki að dæma eftir lögum og réttarvenjum. Hann var að afhenda SP réttarstöðu, sem ekki styðst við lög eða réttlæti.

Guðbjörn Jónsson, 13.2.2010 kl. 16:27

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Íslendingur og takk fyrir ummælin.

Sæll Jóhann:  Það verða alltaf til einhverjir dómarar sem leggja réttlætið og skynsemina til hliðar, við úrlausn mála.   Það var aiuðséð af rökstuðningi Páls, dómara við fyrri dóminn, að hann var ekki að dæma eftir lögum og réttarvenjum. Hann var að afhenda SP réttarstöðu, sem ekki styðst við lög eða réttlæti.

Guðbjörn Jónsson, 13.2.2010 kl. 16:27

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: Ég verslaði vinnuvélar nokkrum sinnum á síðustu 3 áratugunum, og öll þau lán sem tekin voru, voru í einni mint, alltaf USA dollar, hækkuðu eða lækkuðu eftir gengi, og ekkert út á það að segja.

Ég verslaði einnig bifreið á svo kölluðu myntkörfuláni , CHF-EUR-ISK-JPY-USD, og það lán fór úr 25.000 á mán, í um 43.000 á mán, við fall krónunnar í hamförum bankahrunsins, svo ef þú hefur rétt fyrir þér þá á ég inni hjá bankanum, en eru kaupin á eirinni svona, ég undirritaði að eins eitt skulda-blað, getur verið að bankarnir hafi klikkað á svona einföldum hlut eins og þú segir hér að framan?.  

Magnús Jónsson, 13.2.2010 kl. 22:23

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í síðari dómnum skilst mér að stuðst hafi verið við lög sem verjandi bar fram til ógildingar kröfu gerðarbeiðanda. Mörg dæmi eru um að íslensk lög séu viðfangsefni túlkunar á hina margvíslegu vegi enda er Alþingi elsta og þróaðasta löggjafarþing í heimi að sögn og til að tryggja óskeikul lagaákvæði er Alþingi skipað 63 vitrustu einstaklingum þessarar þrælmenntuðu þjóðar.

Alþingi hefur auk þess við að styðjast lagadeild Háskóla Íslands til ráðgjafar við setningu laga auk þess sem sjálfstætt starfandi lögspekingar skipta hundruðum og flestir með í það minnsta tvær og stundum fimm doktorsgráður frá útlendum háskólastofnunum.

Er ekki Gylfi Magnússon fyrrv, háskólaprófessor í viðskiptafræði?

Hann hefur fundið út af sínum bólgna lærdómi ásamt reynslu að eðlisfræði er ekki einhlít þegar kemur að spaklegum ályktunum um erfiðar spár til framtíðar.

Séu tivitnuð orð hans rétt eftir höfð þá sér hann fyrir að gengi krónubjálfans geti fyrr en varið sigið upp á við!

Af gamalli reynslu við bjargsig í Drangey minnist ég lofthræðslu sem lamað getur fólk þegar það horfir niður þverhnípt bjarg.

Nú sé ég fyrir mér að lofthræddir geti auðveldlega sigið í björg. Og það gera þeir einfaldlega með því að hunsa allar úreltar venjur og síga bara upp á við eins og gengi krónunnar fer vonandi að gera innan skamms.

Enda er það alls ekki hættulaust að síga niður í björg.

Árni Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband