Það ER mikilvægt að kjósa

Ef litið er til sögunnar, teljast þetta líklega mikilvægustu kosningar sem fram hafa farið frá lýðveldisstofnun. Af hverju skildi ég segja þetta.

 Þátttakan í þessum kosningum færa stjórnvöldum skilaboð um vilja þjóðarinnar til virkara lýðræðis og vakandi aðhalds að störfum stjórnmálamanna; að þau séu ævinlega sem best í samhljómi við vilja meirihluta þjóðarinnar.     

Aðalefni þessara kosninga er hvort þjóðin vilji gangast í ábyrgð fyrir ótilteknum upphæðum af skuldum einkafyrirtækis í gjaldþrotastöðu, og greiða þær samkvæmt gerðum samningi (Svavarssamning) og þeim ákvæðum sem tiltekin eru í lögunum sem kosið er um.

Ef lítil þátttaka verður í kosningunum, má reikna með að Bretar og Hollendingar túlki það sér í hag og verði lítt sveigjanlegir í endurskoðun þegar gerðra samninga.

Verði þátttakan lítil, lítill munur á milli JÁ og NEi atkvæða og óvenjulega margir sem skila auðu, mun það verða túlkað sem lítil andstaða þjóðarinnar við fyrirliggjandi samning og þau lög sem kosið er um. Það mun draga verulega úr áhuga Br. og Holl. við að endurskoða þegar gerða samninga.

Fari svo að meirihluti kjósenda segi JÁ, kemst á bindnandi ríkisábyrgð á skuld einkafyrirtækis, sem engar lagaskuldbindingar voru um að ríkissjóður bæri ábyrgð á. Í slíkri stöðu væri engin ástæða fyrir Br. og Holl. að breyta þegar gerðum samningum, þar sem lagastaðfesting er þá komin fyrir ríkisábyrgð og algjöru réttleysi okkar til að bera hönd fyrir höfuð okkar, vegna endanlegra kröfuupphæðar.  Áskrift að áratuga fátæktarbasli, þar sem flestar auðlindir þjóðarinnar mundu líklega lenda í höndum erlendra aðila.

Ef kosningaþátttaka verður meiri en samanlagður atkvæðafjöldi stjórnarflokkanna, í síðustu alþingiskosninum, og umtalsverður meirihluti kjósenda svöruðu með NEI, er fram komin skýr afstaða stórs hluta þjóðarinnar, fyrir andstöðu við þá samninga (Svavarssamninginn), sem er undirstaða laganna sem kosið er um staðfestingu á.

Verði þátttakan mikil og mikill meirihluti segi NEI, er ekki kominn á neinn bindandi samningur, þar sem Br. og Holl. hafa ekki samþykkt lögin frá síðasta sumri (með öllum fyrirvörunum). Það mun einnig færa Br. og Holl. heim þau skilaboð að þjóðin láti ekki viðgangast að stjórnmálamenn hennar séu blekktir til skuldbindinga sem enginn lagagrundvöllur sé fyrir.

Slík ákveðni þjóðarinnar gæti skilað álíka árangri og landhelgisstríðið gerði.

ALLIR ÚT AÐ KJÓSA             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið er ég sammála þér, ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þessara kosninga enda hefur Landráðafylkingarfólk keppst við að lýsa því yfir að þessar kosningar skipti ENGU máli, sem er hreinasta BULL.  Við meigum ekki gleyma því að verið er að kjósa um LÖG (lögleysu) og þó svo að liggi í loftinu samkomulag, þá getur það ALDREI komið í stað laga.  Þótt þau skötuhjúin Heilög Jóhanna og Steingrímur Júdas ætli að sitja heima (þau hafa ekki mikla trú á verkum sínum), þá vona ég að menn og konur mæti á kjörstað og sýni þar með hug sinn til þeirra laga sem "ríkisstjórn fólksins" ætlaði að þröngva upp á þjóðina.  Í gærkvöldi sá ég viðtöl við laganema og þeir VISSU EKKI almennilega um hvað var verið að kjósa, þetta fólk verður ekki að gæfulegum lögfræðingum í framtíðinni og það er eins gott að maður fái ekki svona fólk til að gæta hagsmuna sinna í náinni framtíð.  Þetta fólk er það sem á víst að erfa landið og því virðist vera slétt sama þó að nokkur hundruð milljarða skuld, sem leikur vafi á að þau eigi að borga, fylgi með.  En þeim og öðrum sem eru í vafa til glöggvunar er hægt að draga þetta saman að það skiptir ENGU máli þótt ANNAÐ samkomulag liggi fyrir, hitt samkomulagið, sem á að kjósa um, er LÖG sem þau þvinguðu gegnum Alþingi og þótt annað samkomulag lægi fyrir þá ætti það eftir að fara þrjár umræður í gegnum þingið ÁÐUR en það yrði að LÖGUM og síðan ætti forsetinn EFTIR að staðfesta það og þar getur brugðið til beggja vona, það þekkja menn.  Þarna hafði forsetinn vit fyrir Heilagri Jóhönnu og Steingrími Júdasi en það er enginn kominn til með að segja að það verði alltaf reyndin

Jóhann Elíasson, 6.3.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við kusum rétt, allavega rúmlega 92% af okkur.  Til hamingju með daginn.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 00:34

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg er ég sammála þér að þetta eru mikilvægustu kosningar hjá okkur og gefur hreint svar. Til hamingju með þennan frábæra dag.

Ómar Gíslason, 7.3.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband