24.3.2010 | 14:44
LÍÚ ærist án þess að þora að segja sannleikann
Þegar maður heyrir rökleysis-ruglið í talsmönnum LÍÚ og SA, er óhjákvæmilegt að maður setjist niður og velti fyrir sér hinum eðlilegu skýringum á þeirri brjálsemi sem fram kemur í málflutningi þeirra. Hvað er það í þessari umræddu lagasetningu um skötuselinn, sem veldur slíkum látum. Er líklegt að það séu þessi 1.000 tonn á ári, næstu tvö árin, sem lagasetningin hljóðar upp á? Mér finnst það afar ólíklegt. Hvað annað felst þá í þessari lagasetningu?
Fljótt á litið má sjá alvarlega aðför að eignarskráningu útgerðarfyrirtækja á verðmæti aflaheimilda. Samkvæmt því kerfi sem verið hefur, höfðu útgerðirnar úthlutað 2.500 tonnum af skötusel. Leiguverð á aflaheimild skötusels er sögð hafa verið 300 kr. kílóið. Þessi 2.500 tonn gera því að eignfærlsuvirði, í efnahagsreikning fyrirtækjanna, samtals um 750 milljónir.
Útleiga á aflaheimild skötusels, frá stjórnvöldum, er hins vegar ákveðin kr. 120 hvert kíló. Slík verðlagning á öllum 2.500 tonnunum gerir samtals að eignvirði aðeins 300 milljónir. Þessi eina, en þó litla, ákvörðun stjórnvalda um verðskráningu á söluverði aflaheimilda hefur því gífurleg áhrif á bókhaldslega eignastöðu útgerðarfyrirtækja á aflaheimildum. Hvað skötuselinn varðar, hrapar skrá eignfærsla úr 750 í 300 milljónir. Það er bótalaus niðurfærsla um hvorki meira né minna en 450 milljónir króna
Ef við reyndum í fljótu hasti að velta fyrir okkur hvaða áhrif þessi ákvörðun Alþingis muni hafa á söluvirði og eignfærslu allra aflaheimilda, gæti það litið svona út. Ákveðið er að skötuselur skuli leigður út á 120 krónur kílóið. Skötuselur er 1,65 þorskígildi. Það þýðir í raun að þorskígildiskíló verði leigt út á kr. 73 hvert kíló.
Ef við gefum okkur nú að heildarafli allra fiskitegunda sé um ein milljón þorskígildistonna og að hvert slíkt tonn væri að verðgildi, til útleigu, kr. 73.000, væri heildar eignvirði aflaheimilda samtals kr. 73 milljarðar. Mig minnir að eignvirði aflaheimilda hafi verið talin rúmlega 400 milljarðar. Þetta litla framtak sjávarútvegsráðherra virðist því vera að færa eignfærslustuðul aflaheimilda niður um c.a. 327 milljarða.
Í þessu sambandi er rétt að geta þess að útvegsmenn hafa aldrei fengið lögformlegar heimildir fyrir því að eignfæra aflaheimildir í efnahagsreikninga fyrirtækja sinna. Eignfærslan er því alfarið á þeirra ábyrgð, án bótaréttar úr hendi ríkissjóðs. Kvótaleiguna hafa þeir haft svona háa, til að geta réttlætt hinar háu eignfærslutölur, svo efnahagur fyrirtækja þeirra liti betur út, varðandi veðhæfi gagnvart lánsfé.
Það fer varla á milli mála að með þessari litlu ákvörðun, var sjávarútvegsráðherra að velta af stað mikilli skriðu hreinsana í sjávarútveginum. Hreinsana sem allt eins gætu fært þjóðinni aftur þá virðisaukningu sem útvegsmenn náðu frá henni, með yfirgangi, þegar framsal aflaheimilda var heimilað. Útvegsmenn fóru strax langt út fyrir allar lagaheimildir, er þeir tóku að SELJA, gegn peningum, þær aflaheimildir sem þeim var einungis heimilt að AFHENDA án endurgjalds, líkt og þeir höfðu sjálfir fengið.
Kannski veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hver veit?
Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Stórgóð færsla. Kærar þakkir.
Björn Birgisson, 24.3.2010 kl. 15:20
Alltaf jafn hollt og gott ad lesa thína stórgódu pistla. Afstada LÍÚ er audvitad algerlega óverjandi. Thetta gengi er löngu afhjúpad. Hraesni thessara manna er thjódinni augljós.
Sammála (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 15:20
Athygliverðar skýringar. Hækka veðin til að auka veltuna. Hér þarf að auka virðisaukakostnaðinn, ekki vaxtakostnaðinn.
Júlíus Björnsson, 24.3.2010 kl. 16:06
Alltaf gott að lesa þar sem málin eru skilgreind af þekkingu og aðalatriðum komið til skila. Þetta mættu þeir lesa vandlegast sem gusa nú hæst en grynnst vaða.
Ég og fleiri.
Árni Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 16:09
Mjög góð og fróðleg lesning: Takk fyrir Guðbjörn.
Bjarni Kjartansson, 24.3.2010 kl. 18:17
Hjartanlega sammála þinni málefnalegu & flottu gagnrýni: "Fljótt á litið má sjá alvarlega aðför að eignarskráningu útgerðarfyrirtækja á verðmæti aflaheimilda. Það fer varla á milli mála að með þessari litlu ákvörðun, var sjávarútvegsráðherra að velta af stað mikilli skriðu hreinsana í sjávarútveginum. Hreinsana sem allt eins gætu fært þjóðinni aftur þá virðisaukningu sem útvegsmenn náðu frá henni, með yfirgangi, þegar framsal aflaheimilda var heimilað. Útvegsmenn fóru strax langt út fyrir allar lagaheimildir, er þeir tóku að SELJA, gegn peningum, þær aflaheimildir sem þeim var einungis heimilt að AFHENDA án endurgjalds, líkt og þeir höfðu sjálfir fengið."
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 18:25
Guðbjörn! Mér finnst mikil synd að þessi frábæra færsla komi ekki fyrir fleiri augu, en sem nemur þeim sem hafa heimsótt síðuna þína í dag. Gefur þú öðrum bloggurum, mér til dæmis, leyfi til að birta þessi skrif á síðum sínum, í heild eða að hluta? Heimildar að sjálfsögðu getið!
Björn Birgisson, 24.3.2010 kl. 19:51
Sæll Björn og þið hinir líka. Ég bið afsökunar á að hafa ekki geta svarað fyrr, því ég var upptekinn við annað. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir góð ummæli vegna þessara skrifa minna. Varðandi heimildir til að endurbirta efni af blogginu mínu er það að segja að ÖLLUM er heimilt að birta það sem þeim finnst athyglisvert, hvort sem um er að ræða pistil sem heild eða að hluta. Þess er þó vænst að höfundur sé getið, og venjulegra reglna gætt um aðgreiningu slíks texta frá eigin skrifum.
Því fleiri sem lesa það sem ykkur finnst athyglisvert, því betra fyrir málsstaðinn.
Bastu þakkir og framtíðaróskir til allra lesenda minna.
kveðja, Guðbjörn
Guðbjörn Jónsson, 24.3.2010 kl. 22:30
Hafðu þökk fyrir þetta minn kæri! Haltu áfram að skrifa!
Bestu kveðjur til þín!
Björn Birgisson, 24.3.2010 kl. 23:28
Villi Egils gekk ungur Sjálfstæðisflokknum á hönd og lagði sig allt frá fyrstu dögum fram við að efla pólitísk áhrif hans. Flokkurinn launaði með því að bera Villa fram til áhrifastarfa og veitti honum jafnframt póltískt skjól í þýðingarmiklu embætti.
Nú hafa aðstæður breyst og Villi á ekki lengur skjól í valdi Flokksins. Við þessum breyttu aðstæðum kann hann ekki að bregðast og því fór nú svo slysalega að þegar hann hugðist beita valdi S.A. til hótana komst hann að þeirri skelfilegu staðreynd að í því valdi reyndist ekkert skjól.
Bæði hann og Samtök atvinnulífsins hafa nú lent á flæðiskeri einangrunar og hvatvíslegt útspil hans er flestum öðrum atburðum líklegra til að breyta vel undirbúinni varnarbaráttu LÍÚ í skiplagslausan örvæntingarflótta.
Miklar líkur eru nú á því að fullkominn ósigur kvótaveldisins sé óumflýjanlegur.
Árni Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 01:05
Þetta eru nýir og skemmtilegir vinklar sem þú kemur inn á Guðbjörn. Ég hafði ekki hugsað um stöðu útvegsmanna út frá tveim kvótaverðum. En það líkist kvótabólu að umreikna svona yfir á aðrar tegundir. Er það ekki þorskurinn sem er notaður sem ígildi annarra tegunda, ekki hefur skötuselurinn tekið við því hlutverki?
Fyrra blogg þitt um fyrningarleiðina er einnig mjög áhugavert og vekur upp spurningu um hvað sé að dómskerfinu okkar ef lögin eru svona skýr? En það er ekki bara Samfylkingin sem vill fyrningarleiðina er það ekki einnig Frjálslyndi flokkurinn og kannski allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn? Þakka þér fyrir skemmtilegt blogg.
Margrét Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.