Fallinn engill

Ósköp er þetta aumkunnarverður málflutningur af fyrrverandi átrúnaðargoði þeirra sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi. Augljóslega hefur hún afar slæma ráðgjafa, sem virðist vera skítsama um helsta fylgisfólk Jóhönnu.

Það er afar sérstakt að telja það framlag af hálfu ríksistjórnar að leyfa fólki að taka út sinn eigin séreignarsparnað, svo ríkið geti fengið skatttekjurnar af því fjármagni til að lappa uppá auma stöðu ríkissjóðs.

Hinn þátturinn er að bjóða fólki upp á ævilagnga skuldafjötra við lágmarks lífsgæði, í skiptum fyrir 7 - 10 ára þrengingar sem fylgja mundu gjaldþroti.

Það er greinilega ekki til að hjálpa fólkinu sem slíkar aðgerðir eru sviðsettar. Þar er verið að bjarga lánastofnunum, sem tvímælalaust myndu fara á hausinn aftur, ef fjöldi ofurskuldsettra heimila tækju þann valkost að fara frekar í gjaldþrot en velja ævilanga skuldafjötra.

Það er sárt fyrir jafnaðarmann til margra áratuga að horfa upp á þvílíkt úrræðaleysi og lítilsvirðingu gagnvart alþýðufólki, eins og birtist af hálfu þessarar ríkisstjórnar.

Hafi þeir skömm að sem slíku stjórna.                   


mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna stefnir nú ótrauð að því einu að reyna að bæta íslandmetið í þingsetu án árangurs.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

...hún á Íslandsmet í þvælu...

Óskar Arnórsson, 8.6.2010 kl. 22:07

3 identicon

Fólk á einfaldlega ekki að borga ef það er svona ósátt við ástandið , hætta þessu væli og gera einhvað sjálft annars gerist ekkert hljótið að sjá það... Ég er allavega ekki að fara að borga eitt né neitt nema fasteignagjöld,hita og rafmaggn. og neyslu reikninga og hvet alla til þess að gera það sama! séu þeir í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir nauðsynjum út mánuðinn.

Bankanum þínum er sama um þig . Og því miður Ríkisstjórninni líka.

Valdi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:25

4 identicon

Heyr heyr hættum að borga þessum glæpalýð sem kallast bankar og fjármálastofnanir. Ef við stöndum saman þá brotna þau.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 23:53

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær umræða hættið að borga til bankana þeir hafa ekki sýnt að breyting verði hjá þeim til batnaðar sami grautur í sömu skál bara búið að skipta um hræru í nokkrum þeirra!

Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 01:23

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað einkennir 1. veðréttar jafngreiðslulán til launþega með fastar tekjur á lánstímanum að meðalatali um 30 ár hjá vestrænum lýðræðisríkjum?

1. Greiðslur eru eru verðtryggðar í upphafi með verðbótavöxtum sem eru 65% af heildarvaxtahöfuðstóls lánsins í upphafi hjá þeim ríkjum þar verðbólga hefur verið um 3,2% síðustu 30 ár.

2. Grunnvextirnir það er raunvextir eru því um 35%.

3. Á lánsgrundvelli eru þetta um 80% til 90% vextir alls. Raunvextir um 20% til 35%.

4. Ársgrundvelli eru þetta núna í dag í London 1,79% til 1,99% grunnvextir og 3% til 5% verðtryggingarvextir.

5. veðbandagreiðslur eru fastar allan lánstímann hvað varðar grunnvaxtakröfuna. 80% launþega í siðmenntuðum borgríkjum velja fasta vexti á mikilvægasta láni sinnar fjölskyldu sem þýðir að fastir nafnvextir eru um 5% til 7% í UK og USA. Verðtrygging miða við neyslu verð er reiknuð mánaðarlega og talað um breytilega nafnvextir 0% til 10%.

6. Dreifing vaxtahluta og lánhluta mánaðar greiðslna felur í sér vegna 1. veðréttar og sanngjarna áhættu kröfu að hún er líka jöfn, áhætta ekki fyrir hendi. Hinsvegar er til dreifingarform  í UK þar sem skiptingin er bogadregin hlutfallalega minna er borgað niður af láninu fyrstu gjaldadaga og þá síðustu. 

Hér hinsvegar er ráðstjórnin búinn að rugla alla fjármálageirann í ríminu og telur hann að verðtrygging miðið mið neyslu hafa verið fundna upp á Íslandi um 1982.

Það sem var viðurkennt 1982 var að þá hafði fjármálageirinn um áratugaskeið stolið sparimerkjum unglinga og sparniði almennings með og lágum verðtrygginar vöxtum á þeim reikningum.

Verðbætur sem Glitnir kallar Nasty Prize  eru einkenni  áhættudreifingar lánsforma erlendis víða bönnuð með lögum eða undir ströngu eftirliti í USA og takamarkast við 5 ár.

Hugmyndin er sú að lántakinn sé fjárfestingum sem byrja ekki að skila tekjum fyrr en eftir 3 ár og þess vegna greiðir hann sama sem ekkert niður að veðinu fyrst 3 árinn og umtalsvert miklu meira þegar húsin seljast, kvikmynd eða plata lýkur markaðssetningu. 

Þetta má gúgla undir Negam.

Hversvegna er þetta grunn form íbúalánsjóðs á Íslandi samber að reikna má greiðsluáætlanir fram í tíman og bera saman við línulega verðbólguvöxt.

Til þess að hækka 30 ára grunnvaxtakröfuna frá 20% til 30% á lánstímanum upp í minnst 120% raunvexti plús verðtrygging.   

Þetta er um um 12.000.000 í álagningu á hverjar 10.000.0000 hér,. NB. Allstaðar annarsstaðar í lýðræðis borgum  er þetta um 2.000.0000 til 3.000.000 plús vertrygging.

Réttlætingar þeirra mest til vinstri í stjórnmála elítunni eru niðurgreiðslur sem nema um 4.000.000 á lánstíma ef ríkistjórninni þóknast svo.

Nýbyggingarkostnaður ás Íslandi er alveg nóg fyrir almenna launþega þó ekki bætist við 5.000.000 fjármála og ríkstjórna vaxtaskattur á hverjar 10.000.000 til stofnunar heimilis.

Stela fyrst og bæta svo að hluta er ekki réttlæti. Engin siðmenntuð vestræn lýðræðisþjóð byggir á öðru eins fjárlæsi og grunn langtíma veðbanda lánskerfi. 

Skila almennum launþegum sitt og þá þarf lítið að bæta og lána.

Það er mikil samkeppni hjá siðspiltum Ríkistjórnum efnhagslegra vanþroskaðra ríkja eftir erlendu lánsfé. 

Hinsvegar lána þroskaðir upp að ákveðnu marki. Ég tel að flestir séu búnir að nóg af vanþroska ráðstjórnar Íslands

Þetta sérstaka útlánsform og þörf til fjármagna það á alþjóðamörkuðum 2004 var útskýrt fyrir starfsmönnum AGS=IMF eina ráðið til að gera almenning hér kleyft að eignast þak yfir höfuðið.  IMF bendir á 120& raunvaxtakröfu og þjóðartekjur Íslands.

Allar þroskaðar þjóðar heims kunna að lána 1. veðréttar íbúðalán án áhættu með verðtryggingu.

Þið getið ímyndað hvaða áliti þroskaðir hafa á hinum Íslenska fræði mannauð.

http://frontpage.simnet.is/uoden/negam/index.htm

Júlíus Björnsson, 14.6.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband