3.8.2010 | 14:17
Þegar æsingur tekur völdin, víkur skynsemin
Þó ég eigi þá ósk heitasta, að fjölmiðlafólk laði fram það réttasta í hverju máli, verð ég æ oftar fyrir verulegum vonbrigðum með þann æsing og virðingarleysi fyrir rökrænni framgöngu mála, sem birtist í orðum og gjörðum fjölmiðlafólks.
Enn eitt birtingarform þess sem hér er viðrað, má sjá í æsingnum sem nú tröllríður þjóðfélaginu vegna ráðningar Runólfs Ágústssonar í embætti umboðsmanns skuldara. Þar gengur hver fjölmiðillinn af öðrum fram með fullyrðingar sem ekki virðast eiga sér rökrænar forsendur.
Um hvað snýst málið í raun. Ég tek það fram að ég veit ekkert um þetta mál annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum; og fjölmiðlafólk á því einnig að vita.
Málið virðist snúast um að í upphafi ársins 2008 átti nefndur Runólfur fyrirtæki, sem fékk lánafyrirgreiðslu til fjárfestinga í hlutabréfum; líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki. Lán þessi munu hafa verið tryggð með veði í hlutabréfunum sem keyt voru, líkt og algengt var á þessum tíma.
Á sama árinu 2008 (áður en bankahrunið varð), seldi nefndur Runólfur þetta fyrirtæki sitt (með lánunum og hlutabréfunum) og sneri að öðrum störfum. Gott er í þessu sambandi að minnast þess að allir helstu fræðimenn hagfræði, viðskipta og stjórnsýslu, lýstu því hátíðlega yfir er bankahrunið varð haustið 2008, að þetta hrun hefði komið þeim algjörlega í opna skjöldu.
Hvaða rök eða heimildir hefur fjölmiðlafólk fyrir því að nefndur Runólfur hafi verið að skjóta sér undan fjármálalegri ábyrgð, með því að selja fyrirtæki sitt nokkru áður en flestir fræðimenn þjóðarinnar voru farnir að búast við hruni? Ég hef engar slíkar röksemdir heyrt; einungis æsing og órökstuddar ásakanir.
Það er nauðsynlegt að halda vöku sinni gagnvart óheiðarleika. Það hefur hins vegar lengi verið ljóst að þeir sem stýrast af spennu æsifrétta, í stað rökrænni framsetningu sannleika, gera meira en að eyðilegga möguleika þjóðarinnar til skilvirkra varna gegn óheiðarleika; þeir stórskaða andlega og líkamlega heilsu fólks sem er á ytri þolmörkum álags vegna þeirra erfiðleika sem hrunið hefur valdið.
Ef við ætlum að ná valdi á vandamálum okkar, verður fjölmiðlafólk að ganga á undan og sýna heilbrigða skynsemi og rökræna leit að sannleikanum, svo þjóðin komist út úr þeim vítahring tryllings og æsifréttaþrá, sem virðist orðið stýra verulegum hluta þjóðarinnar.
Fólk þarf að átta sig á að það, að beita ofbeldi í orðum, með ósönnum aðdróttunum, er afleiðing fíkniáhrifa andlegrar minnimáttakenndar. Slíku ástandi fylgir einatt afar lítil virðing fyrir töluðum orðum þess sjálfs, eða þeim afleiðingum sem orð þeirra geta haft á líf þeirra sem vegið er að, barna þeirra eða nákominna ættingja. Slíkir fíklar eru ekki síður hættulegir siðuðu og rökrænu samfélagi, en aðrir sem skemma andlegt úrlausnarjafnvægi sitt með inntöku ýmissa eyturefna.
Við viljum heilbrigt, réttlátt og heiðarlegt Ísland, er það ekki??
Vissi að Runólfur tapaði fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þú trúir öllu sem þú lest er það ekki?
Maynard (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 16:05
Heill og sæll Guðbjörn; æfinlega - og þið aðrir, á síðu hans !
Þakka þér fyrir; ágætu skilgreiningu, sem oftar, Guðbjörn. Ég kom inn á þetta mál, á minni síðu, fyrir stundu.
Maynard !
Svo vel; þekki ég, til málafylgju Guðbjarnar, sem og túlkunar hans, á hinum ýmsu viðfangsefnum, gegnum tíðina, að fullyrða þykist ég mega, að segja, að hann staðreynir hlutina, áður en hann trúir annarra frásögu að óreyndu, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 16:50
Það eina sem virðist hafa hangið á spýtunni var að búa til "starf" fyrir flokksgæðing, ég fæ ekki betur séð en að RÁÐGJAFASTOFA UM FJÁRMÁL HEIMILANNA sé að mestu með þetta á sinni könnu í dag, kannski hefði verið skynsamlegra að útvíkka þá starfsemi og skilgreina nánar????? Til hvers að hafa TVÖ batterí í sömu málunum?????
Jóhann Elíasson, 3.8.2010 kl. 17:13
Sæll maynard! Sé skilningur þinn á skrifuðu máli í þokkalegu lagi, getur þú væntanlega lesið úr skrifum mínum tiltrú mína á það sem lesa má í fjölmiðlum. Ég trúi betur því sem ég heyrir fólkið sjálft segja, jafnvel þó það sé sagt í fjölmiðlum. Ég skil hins vegar veika getu þína til að mynda þér sjálfstæðar skoðanir á grundvelli traustra raka, því þau eru sjaldan borin á borð. Maður þarf sjálfur að leita þeirra, svo niðurstaða manns verði nær raunveuleikanum. Lifðu heill.
Sæll Óskar Helgi! Þakka þér ummælin. Ég hef tamið mér að setja ummæli um liðinn tíma inn í þá þjóðfélagsmynd sem var við lýði þegar hlutirnir áttu að gerast, en trúa ekki ýmsum rangtúlkunum sem fram koma í fjölmiðlum. Takk fyrir innlitið.
Sæll Jóhann! Það vill nú þannig til að Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna er stílfærð afritun af aðferðarfræði sem ég þróaði fyrir rúmum aldarfjórðungi. Það helsta sem vantar í myndina er, það sem ég kallaði "óformlega nauðasamninga", þar sem ég pressaði lánastofna til samninga um niðurfellingar, gegn skilvíum greiðslu í tiltekinn árafjölda - 4 - 7 ár eftir fjárhæð og aðstæðum. Hins vegar hefur alla tíð verið ljóst að um starfsemi Ráðgjafastofunnar hafa ekki verið nógu traust lög, svo stofnunin gæti beitt sér til lausnar erfiðum málum. Ástæða þess var fyrst og fremst sú að lánastofnanirnar fjármögnuðu reksturinn, samkvæmt samningi, en ekki vegna lagaskyldu. Forstöðumaður Ráðgjafastofunnar hefur því í raun verið óbeinn starfsmaður lánastofnananna, sem lokar öllum leiðum þvingunarúrræða.
Verkefni og valdssvið Umboðsmanns skuldara er beinlínis skilgreint í lögum. Ég hef ekki enn kynnt mér þau lög til hlýtar, en skilst að þar séu lánastofnanir lögskildaðar til greiðslu kostnaðar við embættið. Slíkt er í sjálfu sér eðlilegt, því lánastofnair geta einar ráðið því hvort mikið eða lítið er að gera hjá slíkri stofnun. Af því leiðir að eðlilegt sé að þær fjármagni lausn þeirra vandamála sem þær búa til sjálfar, með óábyrgri útlánastarfsemi.
Það eiga ekki að vera tvær stofnanir. Umboðsmaður skuldara og Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna renna saman í eina stofnun, með mun sterkari valdsheimildir til að beita sér gegn lánastofnunum en Ráðgjafastofan hafði áður, eins og að framan er rakið. Takk fyrir innlitið.
Guðbjörn Jónsson, 3.8.2010 kl. 18:28
Eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta er ekki spurning um fjölda Íslenskra fræðimanna. Heldur apa-eðlið. Grunnurinn upp úr síðust þjóðarsátt var sandur. Hér hefði ef eitthvað var átt að herða allar reglur un eiginfé það er er hvað má telja virkilegar eignir til höfuðstóls. Víxlar stóðu meðan orð stóðu. Þótt útgáfa þeirra hefð verið slík að orsakaði og mikið peningamagn í umferð og samsvarandi verðbólgu.
Reyndir menn vita að hæfir innherjar vita langt á undan öllu öðrum þegar hallar undan fæti. Menn lifa ekki á orðum einum saman og það gerir markaðurinn ekki heldur. Síðan kauphallar útbúið komi hér sem allir sem allir geta kynnt sér á Wikipedia að dælir alls ekki evrum eða krónum í vasa almennra Íslenskra neytenda, þá voru líka tekin hér upp nýmæli almennt í gerð efnahagsreikninga [raunhæft mat á raunverulegu eiginfé] sem USA ríki EU hafa aldrei hafa samþykkt hjá sér. Íslendingar að mínu mati hafi búið í algjörri fáfræði hvað varðar örugg langtíma hefðbundin viðskiptasjónarmið sem ríkja í efnahagslegum þroskuðum löndum. Bankar eiga ekki að reka fyrirtæki.
Grunnrekstur og þjónustan sem honum fylgir á að reka á langtíma sjónarmiðum 30 ár eða 6 ríkistjórnir, honum til lá raunvaxta karfa og örugg þar sem grunnur er allt bjarg í samburði við skammtíma sjónarmið áhættu viðskipta.
5% -20% er sennilega hlutfall áhættu viðskipta erlendra þroskaðra fjármála Ríkja alls ekki 100 % hámarks áhættu krafa og hefur ríkt hér og heilþvegið mannskapinn síðustu 30 ár.
Þjóðverjar heimtuðu öllu bestu veðin sagði einn helsti sérfræðingurinn og reynslubolti í Íslensku skammtíma viðskiptalífi.
Ég get gert betur og upplýst að hefðbundnar lánstofnanir utan Íslenskra stjórnsýslu og sérfræði eru skyldugar til að taka fullnægjandi veð og eiga fullnægjandi varasjóði vegna eigin skammtíma áhættu sjónarmiða.
Allir vita að síðustu 30 ár hefur neyslukaupamáttur millistéttar vesturlanda verið í vörn vegna vaxandi hráefnis og orkuskorts, sem vegna má segja að samkeppni banka þessara landa hafa verið tefja sinn eðlilega samdrátt í kjölfarið. Þess vegna hafa þeir verið reynt sitt ýtrasta að auka lánmöguleika sína t.d. slaka á veðkröfum í fýsilegustum geirum fjármálaviðskipta. Örugg langtíma ávöxtunarkrafa er hinsvegar alltaf sem áður besta kjölfestan sem tryggir uppgrip skammtíma hávaxta hagnaðar á undantekningar tímabilum.
Best er að horfa á teiknimyndir fyrir börn þar sem er verið að undirbúa næstu kynslóð fyrir samdráttinn.
Upp úr 1980 hefur svokallaður lágraunvaxta grunnur sem miðaðist við hráefni og orku verið að stækka eru komin úti í frumvinnslu [iðnað], lágvöru framframleiðslu og lágæða þjónustu, þess vegna hefur raunvaxtakrafa á verslunar keðjum, mollum og ferðatengdum rekstri erlendis hríðfallið ár frá ári. Allir sem vilja velkomnir að kaupa slíkt velkomnir gegn smá út borgun og svo risastóru negam kúluláni sem greiðist upp að mestu leyti á síðasta gjalddaga eftir 5 ár.
Það eru þessar litlu útborganir sem verð til við eiganda skipti eða endurnýjunnar kúlulána fyrirgreiðslu fyrir sama aðli sem erlendu bankarnir er að pæla í og frest því að láraunvaxtareksturinn fari í þrot.
Þess vegna voru Íslensku áhættu fíklarnir svona vinsælir hjá bönkum í sumum ríkjum þeir komu með raunverulegt eignfé að heiman og tóku við rekstri sem er óarðbær til lengri tíma litið [30 ára].
Þetta sjónarmið helstu sérfræðinga Íslands síðustu 30 ára að hægt sé til langframa að verð með ofur hávaxta raunkröfu á öllum Íslenska efnahagsgrunninum er einstakt í sinni röð, og hvergi að finna í þroskuðu ríkjum í kringum okkur. Enda mun þessari aðferð vera beit til að fækka þátttaköndum í samkeppni grunni ýmissa landa til að lækka almenna launakostnað hjá sér.
Júlíus Björnsson, 3.8.2010 kl. 22:22
Innherjarnir hér síðust 30 ár eru hinir raunverlegu skuldarar og hér þarf millifæra til baka alla óafskrifaða áhættu vexti á lán sem áttu allan tíman að teljast örugg.
Ríkistjórnin er hér í umboði almennra neytenda og raunverulegir skuldarar mjög fámennur hópur í samburði ef rétt er metið.
Þetta er spurning um raunveruleika.
Júlíus Björnsson, 3.8.2010 kl. 22:27
Sæll Guðbjörn. Mér þykir einnig oft vegið að fólki óvægilega og á litlu byggt nema getgátum eða sögusmíðum einum. Hvað annað eru órökstuddar fullyrðingar.
"þeir stórskaða andlega og líkamlega heilsu fólks sem er á ytri þolmörkum álags vegna þeirra erfiðleika sem hrunið hefur valdið." Þetta skal hafa hugfast.
Árni Þór Björnsson, 3.8.2010 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.