Fyrir hvern var hasarinn til góðs?

Mér segir svo hugur að með hasarnum gegn Runólfi Ágústssyni hafi leikritasmiðju fjármálaaflanna tekist að fá skotinn í kaf einn harðasta stuðningsmann almennra skuldara, sem völ er á. Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að Runólfur sé enginn JÁ-maður, sem fari um skúmaskot og feluleiðir í sinni atvinnuleit. Fannst mér það koma vel fram hjá honum í kastljósinu, er hann svaraði spurningu Sigmars um hvað honum fyndist um þá beiðni Árna Páls, að hann stigi til hliðar úr embætti Umboðsmanns skuldara.

Svar Runólfs var: Mér finnst afar lítill mannsbragur að þessu.

Ef Runólfur hefði farið í embættið eftir flokksgæðingalínunni, eins og mikið hefur verið gefið í skyn, hefði svar hans ekki orðið svona kaldhæðið.

Þetta er áreiðanlega ekki í fyrsta skipti, og ekki heldur síðasta skiptið, sem lítt hugsandi múgurinn verður vopn í höndum áróðursafla, sem nota lítt hugsandi múginn til að eyðileggja sína eigin vígstöðu.

Það kemur í ljós á næstu mánuðum og næsta ári, hvort þessi tilfinning mín reynist rétt.                  


mbl.is Ingi Valur Jóhannsson nýr umboðsmaður skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðbjörn..

Mín tilfinnig er sú sama múgurinn er búin að skjóta sig í fótinn...

Bestu kv. Elísabet M.Ástvaldsdóttir

Elísabet Maria Astvaldsdottir (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 164811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband