Akureyri - Húsavík - Reykjavík

Þessi frétt kemur mér einkennilega fyrir sjónir, sé þarna verið að fjalla um flugið Reykjavík - Húsavík, eftir hádegi í gær. 

Ég var farþegi frá Akureyri til Reykjavíkur, efir hádegi í gær.  Ég mætti á Akureyrarflugvelli kl. 13:15, til að fara með rútu kl. 13:45 til Húsavíkurflugvallar, þar sem flugvélin mundi lenda, vegna verkfalls slökkviliðsmanna.

Ég tek fram að ég hef mikið ferðast um flugvelli landsbyggðarinnar og þar að auki um tíma verið bílstjóri á farþegarútum frá þéttbýli til flugvallar. Ég þekki því nokkuð vel til vinnubragða við afgreiðslu flugvéla á svona stöðum.

Við komum til Húsavíkurflugvallar nokkru áður en flugvélin lenti.  Það kom mér á óvart að sjá slökkvibíl merktan slökkviliði Akureyrarflugvallar í viðbragðsstöðu við enda flugvallarbyggingarinnar. Enginn slökkvibíll frá Húsavíkurflugvelli var sjáanlegur.

Er flugvélin lenti, sátu tveir menn í slökkvibílnum, með bílinn í viðbragðsstöðu, bæri eitthvað útaf. Blessunarlega gekk allt vel, þó flugvélin væri nokkuð á eftir áætlun.

Strax og flugvélin var komin á stæðið og drepið hafði verið á hreyflum hennar, hófust starfsmenn vallarins handa við að taka farangurinn úr vélinni og setja Akureyrarfarangurinn í rútuna. Rútubílstjórinn tók á móti farangrinum og setti í farmrými rútunnar, en farangur þeirra sem ætluðu til Húsavíkur var settur í stafla til hliðar. Allt var þetta hefðbundið að sjá. Slökkviliðsmennirnir tveir gengu þarna um, annar með hjálminn undir hendinni en hinn hjálmlaus.

Þegar flugstjóri hafði lokið sínum skyldum við flugvallarstjórann, kom flustjórinn út og hjálpaði til við losun og lestun vélarinnar. Allt var þetta vel þekkt og hafði sést oft á umliðnum árum.

Þegar afgreiðslu vélarinnar var lokið, hafði ég ekki orðið var við að slökkviliðsmennirnir (í sínum áberandi búningum) hefðu neitt komið nálægt vinnu við afgreiðsluna. Farþegarnir voru svo kallaðir út í vél og gekk ferðin vel til Reykjavíkur, þar sem lent var rúmlega korter yfir fjögur.

Þrennt vakti athygli mína á Húsavíkurflugvelli. Það fyrsta að enginn slökkvibíll frá flugvellinum sjálfum skildi vera á staðnum. Hvar var slökkvibíll flugvallarins á Húsavík? - Annað var að áætlunarflugvélar sem fljúga til Húsavíkur, taka nálægt 50 farþega, en mikið vantað á að sæti væru fyrir svo marga í biðsalnum. - Þriðja var að engin sjoppa eða veitingasala var í flugstöðinni, svo fólk varð að svala þorstanum í handlauginni á klósetinu. Þetta fannst mér gífurleg afturför í virðingu gagnvart flugfarþegum.

Þó ég styðji heils hugar tilraunir slökkviliðsmanna til að fá eðlilegar kjarabætur, verða þeir að gæta þess að aðgerðir þeirra beinist ekki gegn neyðarúrræðum ferðafólks.

Því miður hefur það alltof oft gerst að verkfallsaðgerðir fara að beinast að allsendis óvirkum og óábyrgum þolendum deilunnar. Afleiðingar slíks hafa ævinlega orðið þær að hinir óvirku þolendur, snúast gegn verkfallsmönnum, og leggjast þannig "óbeint" á sveif með launagreiðandanum.

Rynið endilega að finna anan farveg að þessu sinni, og breyta svo þrýstiferlinu til frambúðar.        

        


mbl.is Telur að framið hafi verið verkfallsbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 164811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband