Flatur niðurskurður er refsing án sektar

Mikilvægt er að missa ekki sjónar á hvað varð þess valdandi að bankarnir hrundu og lánin hækkuðu.

Bankarnir hrundu vegna ábyrgðarlausrar útlánastarfsemi þeirra sjálfra.

Íbúðalánasjóður er hins vegar, í flestum tilvikum, fyrsta fjármögnunarleið íbúðarkaupa og með tryggingar í fyrstu veðréttum hverrar eignar. Vextir af íbúðalánum eru einnig þeir lægstu á innlendum markaði. Helsta neikvæða hlið lána frá Íbúðalánasjóði er hin ranga útfærsla verðtryggingar. Með leiðréttingu hennar eru lán Íbúðalánasjóðs, bestu kjör á okkar landi, til fjármögnunar kaupa á eigin íbúð.

Sjóðsfélagalán Lífeyrissjóðanna eru, að flestu leiti, af sama toga og lán Íbúðalánasjóðs. Þau eru því ekki hluti af hruninu, eða hinu óábyrga hátterni sem olli hruninu.

Þegar við sklijum þessa tvo lánaflokka frá, erum við komin að þeim flokkum sem bera áhættulánin. Þar er um að ræða aðrar fjárfestingar en til varanlegs heimilis fjölskyldunnar. Þar er um að ræða fjárfestingar vegna drauma, væntinga eða fíknar í meiri völd eða áhrif. Þessi lán eru yfirleitt mun verr tryggð og báru í sér, frá upphafi, mun meiri áhættu en Íbúðasjóðslánin.

Þessa lánaflokka þarf að skoða hratt og gaumgæfilega og flokka þau niður í afskriftaflokka. Leiðrétta þarf höfuðstól allra lána, til þeirrar stöðu sem var fyrir hrun. Öll Íslensk lán með gengistryggingu, verði miðuð við upphaflegan höfuðstól útgefins skuldabréfs. 

Samhliða þessu þarf að byggja upp raunhæfa mynd af afkomugrundvelli viðkomandi einstaklings, eða fjölskyldu. Finna þarf út, á raunhæfan máta, hver greiðslugeta viðkomandi er og muni líklega verða á komandi árum, miðað við eðlilegt ástand.

Að því fengnu verði útbúið greiðsluplan fyrir næstu 5 ár; greiðsluplan sem rúmast innan greiðslugetu viðkomandi. Standi viðkomandi við greiðsluplanið hinn umsamda tíma, verði eftirstöðvar annarra lána en þeirra sem stofnuð voru íbúðakaupa, felld niður og afskrifuð á lögformlegan og fullnægjandi hátt.

Með þessu móti mundi niðurfellingar, og þar með refsingin, lenda á þeim lánastofnunum sem mynnsta ábyrgð sýndu af sér í störfum sínum. Slíkt mun verða óvinsælt meðal lánastofnana, en ber auðsjáanlega í sér mestu réttlætiskenndina. Af þeirri ástæðu eru mestar líkur á að einhver slík leið gæti skapað þolanlegt friðarumhverfi, þannig að þjóðin geti farið að takast á við eðlilega uppbyggingu eftir hrunið.                      


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband