Athyglisverð lokun fyrir raunveruleikanum

Þann 1. sept. 2009 ritaði ég eftirfarandi pistil vegna kaupa Magma á hlut Orkuveitunnar í HS-orku.  Mér hefur sýnst að sami háttur hafi verið hafður á við þau kaup sem nú eru gagnrýnd.

Greinilega virðist Eva Joly hafa séð sömu glæfraverkin og ég. Dugar það til að glæfraverk Magma og Geisir Green verði tekin til opinberrar rannsóknar?  Eða, ætla menn bara að bíða rólegir þar til Magma verður búið að selja eignarhlutina og fer eignalaust í gjaldþrot, með óinnheimtanlegar skuldir við Orkuveituna og aðra þá er seldu þeim HS-orku?

Pistillinn 1. sept. 2009 var eftirfarandi:          

 Ég skal strax viðurkenna að ég hef ekki lesið samning OR við Magma Energy, en af fréttum að dæma virðast OR menn ekki vaða í viti og fyrirhyggju. Ég get því tekið undir þær aðvaranir sem Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra hefur látið falla um þá vitleysu sem þarna virðist á ferðinni.

Athyglisvert er, að lánið sem OR veitir Magma, vegna 70% kaupverðs, er sagt vera í USA dollurum, þrátt fyrir að þeir fjármálasérfræðingar sem spáðu, fyrir nokkrum árum, hruni íslensku bankanna, spá því nú að Bandaríkin muni innan fárra ára lenda í miklum skuldavanda og USA dollarinn muni hrynja meira en 50% í verðgildi. Lánið hefði verið tryggara, annað hvort í Ísl. krónum eða í Kanadadollar.

Svo ganga menn aftur í þá grifju að einu tryggingar skuldarinnar sé í fyrirtækinu sjálfu. Ferlið verður því flótlega hið sama og hjá útrásarvíkingunum, að þetta fyrirtæki (Magma Energy) mun, á næsta eða þarnæsta ári, selja öðru fyrirtæki í eigu sömu aðila, megnið af eignum Magma, ásamt orkuréttindum, og skilja Magma Energy eftir eignalítið en yfirskuldsett, þannig að í því verði engin trygging fyrir skuldinni við OR.

Niðurstaðan verður því sú, að um svipað leiti og þjóðin þarf að fara að greiða af IscSave skuldunum, mun OR þurfa að afskrifa skuldina við Magma Energy vegna sölunnar á hlutnum í HS-orku, þar sem Magma verði eignalaust.

Eignarhluturinn í HS-orku, ásamt orkuréttindum, verður hins vegar orðin eign annars fyrirtækis, sem tekið hafði þessar eignir upp í tilbúnar skuldir Magma við þetta nýja hlutafélag. Við munum því ekki eiga neina möguleika á að ná eignarhaldi aftur á þessum orkuréttindum, eða eignarhlutnum í HS-orku.

Hve mikið skildum við eiga af samningsaulum hér á Íslandi ???

Skildu þeir allir hafa verið teknir í þjónustu opinberra aðila ????? 

                     

                       


mbl.is GGE vísar ummælum Joly á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég óttast að þú hafir rétt fyrir þér.

Það þarf að stöðva þetta strax.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert hættulega snjall og óþarflega oft hefurðu haft rétt fyrir þér Guðbjörn.

Það hefur því miður afar fátt breyst eftir hrunið og óburðug stjórnvöld ráða ekki við siðlausa fjárglæframenn með bakland í þeim gömlu stjórnmálasamtökum sem héldu þeim undir skírn.

Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er hrædd um að þú hafir rétt fyrir þér Guðbjörn...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband