Innheimta ríkissjóðs er aðgangshörð.

Ég get vel trúað að embætti Tollstjóra sé aðgangshart þegar það hefur eitthvað að innheimta. Við hjónin fengum bæði endurgreiðslu frá skattinum, við síðasta uppgjör, vegna ársins 2009. Þrátt fyrir það er embætti Tollstjóra að innheimta skattaskuld hjá okkur báðum.  Ég benti Tollstjóra á að við hefðum fengið endurgreitt. Það breytir engu. Innheimtunni er haldið áfram, eins og liðið hjá Tollstjóra sé heyrnarlaust og skilningslaust.

Ætli þeir séu að reyna með þessum hætti að brúa fjárlagagatið, í von um að þurfa ekki að hækka skatta???????????                 


mbl.is Gat ekki samið við LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru þeir ekki bara að rukka fyrir RÚV sem er ekki dregið af endurgreiðslunni heldur kemur það í 2 greiðslum eftir á, var a.m.k þannig að ég fékk endurgreitt frá skattinum en þurfti svo að borga 2 reikninga fyrir rúv og einhverju einu öðru sem ég man ekki hvað var

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 22:55

2 identicon

Hjá mér var öll inneignin hirt út af skattaskuld, greinilega einhver mismunun í gangi.

En varðandi RÚV, þá vegna jafnræðisreglu má skatturinn ekki innheimta RÚV allt saman 1. ágúst hjá þeim sem eiga inneign. Má ekki af því að hinir sem eiga ekki inni eða skulda fá sjálfkrafa að dreifa RÚV greiðslunni á 3 mánuði.

Guðný (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Muddur

Það er óheimilt að skuldajafna inneign á móti ógjaldfallinni kröfu. Margir fá greitt til baka 1. ágúst, en fá svo rukkanir fyrir útvarpsgjaldið næstu mánuði, það er einfaldlega af því að útvarpsgjaldið dreifist á nokkra gjalddaga. Aftur á móti ef viðkomandi á jafnframt inneign sem og gjaldfallna skuld hjá Tollstjóra, þá er því skuldajafnað án samráðs við skuldara, þ.e. skuldari getur ekki krafist endurgreiðslu á inneign sinni ef hann er með gjaldfallna skuld líka.

Muddur, 25.10.2010 kl. 08:57

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir ábendingarnar. Í uppgjörinu okkar var útvarpsgjaldið dregið frá, áður en útborgun var tilgreind. Ekki var tilgreint að útvarpsgjaldð væri enn ógreitt.  En hvað um það. Ef ég væri rukkaður um útvarpsgjald, mundi ég greiða það með athugasemd um réttmæti þess að Tollstjóri innheimti gjald fyrir hlutafélag, sem ég er ekki hluthafi í, og hef engar skyldur gagnvart. Löggjafinn getur ekki samþykkt að einstaklingar sem eru  fjárráða og með fullt sjálfræði, skuli greiða gjald til hlutafélags. Ákvörðun um stuðning einstaklinga við hlutafélag er utan löggjafarsviðs Alþingis, nema Alþingi svipti viðkomandi einstaklinga fyrst fjárræði sínu.

Alþingi og stjórnmálamenn hafa ekki enn treyst sér til að rökstyðja heimild sína til lagasetningar um útvarpsgjaldið. Ætla sennilega aðþegja það af sér, eins og margt annað.

Guðbjörn Jónsson, 25.10.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband