Er þetta hin raunverulega velferð ????????

Eftirfarandi erindi var flutt á fundi um fátækt, sem BÓT hélt í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 26. október 2010.

  Raunveruleikinn um velferðarkerið okkar.
Þann 10. ágúst s.l. hringdi til mín 82 ára gölum kona. Hún bað mig hjálpar, því hún hefði misst sambýlismann sinn í lok júní s. l. – Og, hún væri bókstaflega að drukkna í innheimtukröfum. Hún hefði hins vegar enga peninga til að borga þetta allt saman.

Við athugun kom í ljós að Tryggingastofnun hafði, fyrirvarlaust, fellt niður þær bætur sem konan átti að fá greiddar 1. júlí. Þegar hún spurðist fyrir um ástæðuna hjá TR,  var því svarað til, að hún væri að erfa svo mikið.

Sambýlismaður hennar var eignalaus; einungis með lífeyri frá lífeyrissjóði sínum og grunnlífeyri TR. Hvaðan TR fékk þá hugmynd að konan væri að erfa svo mikið, eftir sambýlismanninn, fékkst engin skýring á.

Lífeyri, frá lífeyrissjóðnum, fyrir júnímánuð, hafði maðurinn fengið greiddan fyrirfram, þann 1. júní. Hann andaðist svo fáeinum dögum fyrir mánaðarmótin. Lífeyrissjóðurinn gerði strax  kröfu um endurgreiðslu á hluta lífeyris vegna júnímánuðar.

Við athugun hjá lífeyrissjóðnum, kom í ljós að umsókn konunnar um makalífeyri, yrði u. þ. b. tvo mánuði í vinnslu. Fyrr fengi hún engar upplýsingar um hvað greiðsla til hennar yrði há. Þó lág fyrir að konan hafði verið það lengi í sambúð með manninum, að hún ætti fullan rétt á makalífeyri til æviloka. Og fyrir hendi var, í reiknikerfi lífeyrisjóðsins, hver upphæð lífeyris mannsins hafði verið.

Með þessar upplýsingar fór ég til TR og spurðist fyrir um stöðu konunnar. Í fyrstu fékk ég frekar snúðugt svör, um að ekkert yrði reiknað út fyrr en konan væri búin að skila nýrri tekjuáætlun, þegar greiðslur makalífeyris lægju fyrir. Áætlað var að það yrði seinni hluta september. Konan átti því að vera án lifeyris í tæpa þrjá mánuði. Þannig lítur velferðarkerfið út gagnvart þreyttu öldruðu fólki, sem ekki hefur lengur orku til að hringsnúast milli embætta og stofnana, því það á fullt í fangi með að staulast um íbúðina heima hjá sér, með göngugrind sér til stuðnings.

Eftir að ég hafði ítrekað lagt fram kröfu um að fá viðtal við yfirmann, sá ráðgjafi TR sig um hönd og fór með gögnin að ráðfæra sig við einhvern. Kom hann aftur skömmu síðar með þá úrlausn, að til bráðabyrgða yrði búin til tekjuáætlun, svo konan gæti fengið lífeyri sem fyrst. Aðspurður sagði ráðgjafinn að útreikningurinn tæki eina til tvær vikur. Þegar bent var á neyð konunnar, hripaði ráðgjafinn stöðuna hjá sér og lofaði að gera sitt besta.

Greiðslan kom ekki fyrr en 1. september, rúmum tveim vikum eftir að neyðarviðbragða var óskað, vegna þeirra aðstæðna sem TR skapaði.
Gamla konan hafði verið einkabarn og átti einungis einn son, sem fastur var, peningalaus úti í einu Norurlandanna, því hann hafði verið svikinn um þá vinnu sem hann hafði ráðið sig í. Hann komst því ekki heim, til aðstoðar móður sinni.

Þar sem gamla konan var þrúguð af sorg og einmanaleika, hringdi ég í sóknarprest í söfnuði  hennar og gerði honum grein fyrir stöðu konunnar. Hún væri alein með sorg sína, bæði missi sambýlismannsins og algjört hrun lífsviðurværis. Hann kunni engin ráð, til huggunar konunni í sorg hennar, og vísaði málinu aftur til mín, að finna einhverja leið, og láta sig þá vita. Athyglisverð sorgarhjálp hjá þjóðkirkjunni.

Maðurinn hafði verið kennari, megnið af starfsferli sínum. Við athugun um rétt til útfararstyrks, frá kennarasambandinu, var sagt að sá réttur ekki fyrir hendi, því hann hafði lifað of lengi, eftir að hann hætti að kenna. Við það hefði hinn áunni réttur hans til útfararstyrks fallið niður. Slíkt hlýtur að teljast afar sérstök hugsun hjá stéttarfélagi, að fólk tapi slíkum áunnum réttindum, við það að eiga einn eða tvo áratugi ólifaða, eftir ævilanga greiðslu félagsgjalda.

Á áætluðum tíma kom útreikningur lífeyrissjóðsins á makalífeyrinum. Reglur lífeyrissjóðsins um makalífeyrir eru orðrétt þessar:. – “Ef sjóðfélagi andast á eftirlifandi maki rétt á makalífeyri. Upphæð makalífeyris úr B-deild sjóðsins er helmingur af áunnum ellilífeyrisrétti hins látna sjóðfélaga.”

Útborgaður lífeyrir hins látna, að frádregnum sköttum, hafði verið rúmar 220 þúsund krónur á mánuði. Reikna hefði mátt með að helmingur þeirrar fjárhæðar væri rúmar 110 þúsund krónur. Lífeyrissjóðurinn fann hins vegar út, að helmingur þeirra bóta sem hinn látni hafði fengið, væri einungis 49.150 krónur á mánuði. Það virðist góð reikningskunnátta hjá þessum lífeyrissjóði.

Þetta er sönn saga. Því leyfi ég mér að spyrja, hvort ráðamenn þjóðfélagsins séu sáttir við þessa birtingarmynd velferðarþjóðfélags okkar?


 
               


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða "velferðarkeri"? Ég hef ekki orðið var við það enn, þér að segja.

Skorrdal (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er ömurlegt dæmi! En því miður eru þau allt of mörg, og eiga auðvitað ekki að vera til. En því miður virðist sem það sé litið niður til eldra fólks í þessu landi bæði á vinnustöðum þar sem því er ítt út í horn af unga fólkinu og það fær enga yfirvinnu og er talað illa um það, það sé úrelt og kunni ekkert, þó svo að það þurfi sífellt að vera að segja því til, svo þegar fólk hættir að vinna vegna aldurs, þá fær það svona útreyð hjá velferðar kerfinu svokallaða. (við elli og örorku lífeyrisþegar erum varnarlaus:!! )

Eyjólfur G Svavarsson, 27.10.2010 kl. 14:38

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Eyjólfur.  Þakka þér fyrir innleggið.  Já, því miður er langt í land að eðlileg virðing sé borin fyrir eldra fólki og þeim sem á einhvern hátt eru fatlaðir.  Ekki er það alltaf lögum landsins að kenna, hvernig komið er fram við fólk. Í því tilfelli sem þarna er vitnað til, var áberandi viljaleysi aðilanna, til að líta jákvæðum mannúðaraugum á aðstæðurnar. Segja má að óðagot Tryggingastofnunar við að loka fyrir lífeyrisgreiðslur til konunnar, án þess að hafa fyrir því einhver haldbær rök, sé alvarlegasti hluti þessarar sögu.

Ég get nú kannski ekki alveg tekið undir með þér að við eldri borgarar séum alveg varnarlausir. Við höfum fjölmenn félög eldri borgara, en við höfum látið það viðgangast of lengi að fyrrverandi "kerfisfólk" stýri þessum félögum (aðallega Reykjavíkurfélaginu). Þetta fólk hefur engan áhuga fyrir baráttu við kerfið, því bæði hefur það takmarkaða eða enga reynslu af þröngum efnahag og fer ógjarnan í hasar við sitt fyrrverandi umhverfi.  Ef eldri borgarar hefðu samstöðu um að kjósa til forystu fólk sem hefði raunveruegan baráttuvilja fyrir bættum kjörum, væri áreiðanlega hægt að bæta lífsgæði eldra fólks umtalsvert. En, ákvörðun um slíkt er í höndum okkar sjálfra. Það berst enginn fyrir réttindum okkar, ef við sitjum hnípin með hendur í skauti, og bíðum eftir að einhver komi með betra lífið til okkar.

Guðbjörn Jónsson, 27.10.2010 kl. 15:51

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já Guðbjörn, það er málið, ég setti hér á bloggið fyrir nokkru að aldraðir og öryrkjar ættu að stofna sinn eiginn flokk til að aðrir fengju ekki athvæðin okkar, en það kom ekki eitt einasta viðbragð þannig að það er rétt sem þú segir, það næst ekki samstaða þarna.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.10.2010 kl. 16:42

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þetta er verulega ljót lesnig, Guð minn góður, hvað er að!

Takk fyrir að deila þessari sögu Bubbi minn. 

Svona "neðanmáls" þá er nú ansi oft heitt á könnunni ef kallinn er á flakki á skaganum, bara bjalla í gömluna

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.10.2010 kl. 23:35

6 identicon

ÓMÆ ÓMÆ ...

Þetta er til hábornar skammar mér kvíður bara fyrir að eldast, ástandið í landinu er hrikalegt en þetta ásamt ekki bara við um eldriborgara unga kynslóðin er í vandræðum líka við erum 28 og 39 með 3 stikki af börnum og við skrimtum gjörsamleg, eigum ekki nýjan bíl eða flatskjá, nú í dag berjumst við að reyna að borga okkar reykninga/lán niður en ekkert gengur maðurinn varð tekjulaus 5 mán í bænum, fluttum útá land þá tók það við hjá mér í 5 mán til að geta lifað af þá urðum við að fá okkur vísa ekki bara eitt ég er að borga af 3 fyrir það var ég ekki með vísa hæst var skuldin okkar á vísa um 900 þús samtals sem þýðir að þetta var innan við 100 þús á mán sem varð að nýta vísað á móts við tekjur hins .. þetta var hrikalegt og ekki fengum við aðstoð frá blessaða kerfinu okkar féló að atvinnuleysisbætur allir benntu hver á annan  svona er bara lífið hjá annari hverri manneskju í dag þessi stjórn hér í landinu okkar og þessi fyrir tæki sem kallast velferða kerfi eins með lífeyris sjóði ERU TIL SKAMMAR.. Er hægt í dag að vera stolltur íslendingur ég hef það ekki í mér og skammast mín bara fyrir hvernig landið og þjóð okkar er orðin..

nú þarf ég í dag þar sem við náum ekki endum saman hér lengur að flytja með börnin mín í bæinn inn á móður mína sem býr í 4 herbergja íbúð ásamt 2 systrum mínum við verðum 7 svo verður kærasti minn eftir  til að halda áfram að vinna þar til eitthvað finnst í bænum fyrir hann að gera er hægt að bjóða manni þetta börnin mín fá ekki einu sinniinngöngu í þann skóla sem ég vil að þau fari i .. sem er í því hverfi sem ég stefni á að flytja í eða finna íbúð vegna þess að ég get ekki haft lögheimilið okkar þar svo börnin mín þurfa að fara í skóla í kverfi móður minnar til að skifta aftur þegar við erum komin með íbúð er þetta bjóðandi börnunum okkar 3 skólar á 3 mán eða á hálfu ári börnin mín eru í fyrsta bekk og í 6 bekk og eldri á við mikla náms örðuleika og dóttir mína adhd 

sorry ég vildi bara setja hérna smá inn svo þið sæuð okkar vesen við kerfið og barna 

Hvort sem við erum Eldriborgarar eða á besta aldri, ungum aldri eða börn það er verið að gefa skít í okkur öll

ég vona svo innilega að allt gangi upp hjá konunni og hvað varðar þjóðkirkjuna  fáránlegt

leitið í Fríkirkjuna Presturinn þar hann Hjörtur Magni að mig minnir er æðislegur hann sá um út för föður míns sem var erfitt mál á sínum tíma upp úr þurru svona hálfu ári / ári eftir hringir hann í mig bara til að heyra í mér hljóðið og sjá hvernig gengi og láta mig vita að hann væri til staðar ef það væri eitthvað.. svona eiga prestir að vera mér fannst bara ótrúlegt að hann myndi eftir mérog færi að hugsa til mín

BERJUMST ÁFRAM VIÐ KERFIÐ ..

ÞETTA ER EKKI MANNI BJÓÐANDI .. 

Sigga (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:48

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hæ Gunna!   Gaman að heyra í þér aftur.  Ég hef verið svoleiðis upp fyrir haus í vandamálum annarra að ég hef lítið komist. Ég þarf þó að finna mér tíma að fara upp á Skaga til að ræða við Vilhjálm verkalýðsforingja. Þá er líklegt að ég verði kaffiþurfi.

Guðbjörn Jónsson, 27.10.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband