Tveggja ára fyrning er blekking

Ég undrast hve verulega er ábótavant skilning á jafnræðisreglu stjórnarskrár, hjá þeim aðilum er sömdu frumvarpið til breytinga á gjaldþrotalögum, þingskjal 116, sem nú liggur fyrir Alþingi.  Þeir hyggjast byggja upphaf fyrningarfrests, eftir gjaldþrot á þeim tímapunkti er skiptastjóri ljúki skiptum og tilkynni til héraðsdóms um skiptalok.

Engin regla er til um það hvenær skiptastjóri eigi að ljúka skiptum. Honum er því í sjálfsvald sett hvenær réttur þrotamanns til upphafs tveggja ára fyrningarfrests, eftir gjaldþrot hefjist. Þar sem Alþingi er skylt, í lagasetningum sínum, að gæta jafnræðis gagnvart þegnum þjóðfélagsins, er augljóslega útilokað að upphafstími nýs fyrningarfrests hefjist eftir hentugleikum skiptastjóra, hverju sinni. Þessi framsetning er svo fáheyrður barnaskapur, að manni hrís hugur við að svona lagað skuli koma frá ráðuneyti og ráðherra í stjórnsýslu okkar.

Þriðja málsgrein 1. gr. þessa frumvarps er þvílíkur óskapnaður í orðavali og ruglingslegri merkingu að forsætisnefnd Alþingi hefði átt að vísa frumvarpinu frá, vegna óskýrrar meiningar.  Hægt er að toga meiningar þessa texta í margar áttir. Lítum aðeins á hvað þarna segir:

"Fyrningu krafna sem um ræðir í 2. mgr. verður aðeins slitið á ný með því að lánardrottinn höfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Slíka viðurkenningu skal því aðeins veita með dómi að lánardrottinn sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu, svo og að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma, en að gengnum slíkum dómi gilda almennar reglur um fyrningu hennar."

Lítum aðeins á hvað þarna stendur. Kröfuhafar í þrotabú geta haft margar aðrar rétthafastöður en stöðu lánardrottins. Athygli má líka vekja á ritvillunni í þess orði. lánardrottinn er í raun handhafi láns eða heppni þrotamans. En "lánadrottinn" er handhafi skuldar á hendur þrotamanni.

Varla flækist fyrir lögmanni lánadrottins að reiða fram rök þess efnis að umbjóðandi hans hafi sérstaka hagsmuni  af því að fá fyrningu slitið. Eðli málsins samkvæmt liggja hagsmunir hans í því að sé fyrningunni slitið, aukast verulega líkur á að krafan fáist greidd með tímanum.

Í þessari málsgrein segir, að fái "lánadrottinn" viðurkenningu fyrir dómi um rof fyrningarfrests samkv. 2. mgr. (þ.e. tveggja ára fyrning), taki gildi almennar reglur um fyrningu kröfunnar. Lögmaður lánadrottins þarf því einungis að sýna fram á líkur þess að fjárhagur þrotamanns geti vænkast innan hins almennar fyrningarfrests sem nú gildir. Auk þess getur lögmaður lánadrottins bent á að samkvæmt núgildandi reglum, geti hann endurvakið fyrningarfrestinn áður en hann er endanlega á enda runninn, og haldið kröfunni þannig á lífi; jafnvel aftur til dánarbús þrotamanns. OG, dómari verður að rjúfa 2. ára fyrninguna, því í lögunum eru honum ekki ætlaðar neinar heimildir til að hafna framsetningu lögmanns kröfuhafa.

Ég ætla ekki að láta neina skoðun í ljós hvað hafi vakað fyrir textasmiðum þessa frumvarps. Eitt er þó ljóst. Þeir voru ekki að setja saman lagatexta til að auka réttindi eða réttarvitund venjulegs fólks, sem almennt skilur ekki svona sundurlaust bull, eins og 3. mgr. þessa frumvarps er. Þetta frumvarp virðist ásetningur um að villa fólki sýn, svo það telji hér á ferðinni réttarbót, en augljóslega er þarna sýndarmennska á ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þannig að frumvarpið er aðeins til þessa að villa um fyrir fólki? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2010 kl. 01:04

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

ó já - í þessu formi er það aðeins til að villa um fyrir fólki.

Hér má sjá bréf sem ég skrifaði dómsmálaráðherra um þetta mál.

http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/5543/

Steinar Immanúel Sörensson, 29.10.2010 kl. 01:26

3 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Sendu þessa samantekt á vef Ögmundar - hann les það sem honum er sent.

Steinar Immanúel Sörensson, 29.10.2010 kl. 01:28

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Eins konar snudda!

Því lánadrottni (hata þessa íslensku þýðingu, að einhver drottni yfir lánum) er í lófa lagið að rjúfa fyrninguna og framlengja.

Þetta er því "skilyrt" hljómar vel í árangurslista ríkisstjórnar sem getur sungið "ekki benda á mig" þegar riftunarmál á 2ja ára fyrningafresti fara að hrannast upp.

Ætlar íbúðalánasjóður að skuldbinda sig til að nýta ekki þessa hækju?  Ef ekki þá er þetta bara bull.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.10.2010 kl. 01:35

5 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Heyrst hafa hræðilegar sögur af samskiptum greiðsluþrota fólks við skiptastjóra en þeir virðast geta haft sína hentisemi og haldið fólki árum saman án þess að krefjast gjaldþrots. Skiptastjórar eru væntanlega alltaf lögfræðingar. Lögfræðingar virðast hafa skrifað öll þessi lög og lögfræðingar maka krókinn svo um munar, fyrir og eftir hrun. Og nú sem aldrei fyrr er gósentíð hjá gömmunum.

Margrét Sigurðardóttir, 29.10.2010 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband