Enn einu sinni virðist Hæstiréttur misstíga sig.

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki lesið gögn þessa máls. En eins og það hefur verið kynnt í fjölmiðlum, virðist aðili hafa fengið skuld fellda niður, á grundvelli lagaákvæðis, sem sett var af Alþingi.  Málið virðist felast í því að lánveitandinn treysti sér ekki til að mótmæla hinni lögskipuðu niðurfellingu. Hins vegar telur hann sig eiga kröfurétt á hendur ábyrðarmönnum lánsins.

Raunveruleikinn er sá, að ábyrðarmennirnir eru ábyrðarmenn á skuld lántakandans. Ef skuld lántakandans hefur verið felld niður, er ekki lengur um neina ábyrð að  ræða, á skuld lántakandans, því hún hefur verið felld niður. Hún er því ekki í vanskilum, í réttarfarslegum skilningi þess orðs. Því á lánveitandinn í raun ekki kröfurétt á hendur ábyrðarmönnum, þar sem ábyrð þeirra verður einungis virk, þegar um vanskil skuldar er að ræða.

Svo er að sjá sem bæði héraðsdómur Suðurlands og Hæstiréttur misstigi sig alvarlega í þessu máli. Á þessa þætti reyndi oft, á þeim árum sem ég var í ráðgjöfinni. Bankar treystu sér aldrei í málssóknir á móti þessum rökum; enda vonlaust mál þar sem skuldin var ekki lengur til, búið að fella hana niður. 

Ábyrðarmenn eru ekki sjálfstætt í skuld við lánveitandann. Því miður misnota margar lánastofnanir aðfararlögin, á þann hátt að lýsa kröfu fyrst á hendur ábyrðarmanni, ef hann er talinn líklegastur til að greiða, eða eiga eignir sem hægt er að  skrá fjárnám á. Að vísu er hægt að fara þessa leið, ef skuld er enn til staðar á skuldara lánsins. En þegar búið er að fella skuldina niður, þó með dómmsúrskurði sé, er ábyrð ábyrðarmanna einnig fallin niður, því skuldin sem þeir ábyrgðust er ekki lengur til.  Lánveitandinn gæti hins vera hugsanlega átt kröfurétt á hendur dómstólnum eða ríkissjóði, vegna laga frá Alþingi, en á það hefur ekki reynt enn.

 Einhvern veginn virðist mér vaxandi dómgreindarskortur lýsa sér í meðferð ýmissa mála, bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er í sjálfu sér graf-alvarlegt, sé sú raunin. Óvandaðar úrlausnir dómsmála eru heldur á engan hátt ásættanlegar. Það verður því greinilega að gera auknar kröfur til þeirra um vönduð vinnubrögð, og forðast, að óþörfu, að halla niðurstöðum á þann sem í veikari stöðu stendur.          


mbl.is Löggjafinn fari yfir dóm Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband