Eru þetta alvarleg réttarfarsmistök?

Mér virðist mál þetta vera svolítið sérstakt. Ef ég skil hlutina rétt, var skuld þess sem lánið tók, felld niður með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í nauðasamnngum skuldara í kjölfar greiðsluaðlögunar.

Í þessu máli kemur það fram, að ábyrgðarmennirnir taka að sér ábyrgð á skuld þess er lánið tók. Samkvæmt eðli úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur, þá féll sú skuld niður, með þeim úrskurði, og þar með skuldaði lántakinn lánveitandanum ekki neitt.

Ábyrgðarmennirnir tóku ábyrgð á skuld lántakans. Þegar héraðsdómur hafði fellt skuld lántakans niður, var ekkert eftir af þeirri skuld sem ábyrgðarmennirinr voru í ábyrgð fyrir. Sú skuld var felld niður með dómsúrskurði og því í raun engin skuld lántaka eftir hjá lánveitanda og þar með ekkert eftir af ábyrgð ábyrgðarmanna, gagnvart skuldinni sem felld ahfði verið niður.

Hafi lánveitandinn ekki fallist á að skuldin væri felld niður, átti hann einungis kröfu á hendur þeim dómstól er felldi skuldina niður. Hann átt enga kröfu á hendur ábyrgðarmönnum, því skuld lántakans sem þeir voru í ábyrgð fyrir, var felld niður með dómi. Hún var ekki í vanskilum og hún vaer ekki til innheimtu, þar sem hún hafði verið felld niður með dómi.

Mér er óskiljanlegt hvernig menn tengja eignarréttarákvæði stjórnarskrár, gagnvart ábyrgðarmönnum, við það sem er niðurfelld eign lánveitanda, samkvæmt dómsúrskurði. Það er tvímælalaust nálægt hámarki skýjaglópsku og hrein misnotkun á stjórnarskránni. Sorglegt að Hæstiréttur skuli láta glepja sig út í slíka ófæru, sem sýnir best alvarlegan raunveruleikaskort hjá dómurum málsins.                       


mbl.is Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er mjög áríðandi grundvallaratriði að banna algjörlega með lagasetningu að krefjast ábyrgðar þriðja aðila fyrir lántökum. Lántakandi á að bera ábyrgð á sínum skuldum og viðkomandi banki að bera þá ábyrgð að lána viðkomandi fjármuni. Að blanda þriðja aðila inn í málið með sjálfskuldarábyrgð er hrein nauðung og eingöngu ætluð til að tryggja hagsmuni annars samningsaðilans, þ.e. bankans. Þetta er dæmalaust í fjármálaheiminum og verður að banna með lögum. Svo þarf líka að setja strangar og skýrar lagareglur um kaupleigu- fjármögnunarleigu- og rekstrarleiguviðskipti en í þeim viðskiptum komast lánveitendur upp með að innheimta hið leigða auk fjár sem nemur margfaldri upphaflegri skuldbindingu og er þá ekki meðtalið gengistrygging eða önnur verðtrygging. Þetta er ekkert annað en glæpsamleg fjárplógsstarfsemi og þarf að stöðva með ströngum og skýrum lögum.

corvus corax, 28.11.2010 kl. 10:48

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll corvus corax.  Þakka þér innlitið og innleggið. Ég er þér svo hjartanlega sammála og barðist mjög harkalega fyrir þessum viðhorfum á árunum 1990 - ´93.  Ég hafði þá ekki nógu sterkt bakland til að ná þessu í gegnum Alþingi, því fjármálafyrirtækin sameinuðust gegn þessu. En það er engu minni nausyn í dag að ná þessum þáttum fram, eins og þú bendir réttilega á.

Guðbjörn Jónsson, 28.11.2010 kl. 11:03

3 identicon

Sæll,

Nú hef ég ekki kynnt mér dómanna almennilega og væri gott að þú létir fylgja málsnúmer hjá héraðsdómi og Hæstarétti. Var þetta þetta héraðsdómur sem féll í aðskildu máli sem varðaði söma aðila, eða áttu við áfrýjun sama máls til Hæstaréttar? Ef þetta var áfrýjun til Hæstaréttar þá getur hann auðvitað ómerkt réttaráhrif lægra dómstigsins.

ks (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 23:05

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll, ks.  Hæstaréttarmálið er nr. 274/2010.  Mál þetta snýst um skuldara sem fór í greiðsluaðlögun. Hann fékk úrskurðaðan nauðasamning hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem skuld hans við Sparisjóð Vestmannaeyja var fellt niður.

Sparisjóðurinn höfðaði hins vegar mál fyrir héraðdómi Suðurlands, gegn ábyrgðarmönnum lánsins, sem fellt var niður, og krafði þá um greiðslu lánsins. Svo kjánalegt sem það er, þá voru þeir dæmdir ábyrgir gagnvart Sp. Vestm. fyrir því láni sem búið var að fella niður, með dómsúrskurði.  Það er ömurlegt til þess að vita að dómgreind skuli ekki vera hærri í Hæstarétti, en fram kemur í þessu máli. Ég mun geyma þetta mál sem eitt af stóru asnastrikum dómskerfisins okkar. Það safn er nú þegar orðið talsvert umfangsmikið, og á undanförnum árum hefur það stækkað með vaxandi hraða. Fleiri axarsköft á ári, en áður var.  

Guðbjörn Jónsson, 29.11.2010 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband