Skrifað sem athugasemd hjá Lilju Mósesdóttur.

 Eftirfarandi var skrifað vegna lítt hugsaðra ummæla, sem höfð voru um skrif Lilju Mósesdóttur á facebooksíðu sinni. Óskað var eftir að ég setti þetta á minn vegg, svo hér kemur það sem ég sagði:

Það væri nú fróðlegt að fá að vita hvar Axel hefur verið undanfarin 20 ár, meðan verið var að breyta Íslandi í hráefnissala, í stað þess að selja unnar afurðir. Ég er kannski glæeyminn, en ég man ekki eftir honum á ritvelli að gagnrýna margföldun þjónustustarfseminnar á sama tíma og verið var að eyðileggja margar framleiðslugreinar unninna afurða, svo hægt væri að selja auðlindir þjóðarinnar sem hráefni, til fullvinnslu hjá öðrum þjóðum.

Það ber því miður ekki vott um djúpa hugsun, þegar ráðist er að þeirri einu manneskju í þingliðinu, sem hefur þekkingu og kjark til að ráðast gegn eyðileggingaröflum AGS. Þeirra markmið hefur alla tíð verið að gera landið háð erlendu fjármagni, til grunnreksturs þjóðfélagsins, svo þeir hafi trygga greiðendur vaxta, því framlegð auðlinda okkar jaðrar á við olíulindir. Það býr enginn til skyndilausnir í dag og draumarnir um álið nú, eru líkir draumunum um síldarverksmiðjurnar forðum. Þegar verksmiðjurnar voru tilbúnar, var síldin búin.

Innan skamms koma á markaðinn ný efni, sem ryðja álinu úr vegi (er þegar byrjað). Þetta vissu flugvélagverksmiðjurnar í Bandaríkjunum fyrir meira en ári síðan, þegar þær ætluðu ekki að endurnýja langtíma samning um álkaup, frá Alcoa. Viðbótarálver hér verða því líklegast fjárfestingabaggar, sem ekki geta unnið fyrir sér.

Það er hins vegar alveg undarlegt hve ENSÍM vinnsla fær litla athygli. Þar er framleiðsla sem kostar litla fjárfestingu (miðað við álver), þarf engar erlendar afurðir til framleiðslunnar (bara íslenskt) og lítið glas af ensími skilar þjóðinni meiri gjaldeyrir en tonn af áli. En peningum þjóarinnar var rænt. Við þurfum að fá okkar eigið fjármagn til reksturs samfélagsins. Við sökkvum sífellt dýpra ef við höldum áfram erlendum lántökum til slíks reksturs. Eftir svona langan hringlandahátt er fátt annað til ráða en auka fjármagn í umferð með seðlaprentun, til að koma hreyfingu á hingrás hagkerfisins.              


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband