Röng hugsun, skilar aldrei réttri niðurstöðu.

Eins og við mátti búast virðist samkomulag fjármálastofnana og ríkisstjórnarinnar, verða að afar litlu gagni fyrir heimilin í landinu. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að ríkisstjórnir síðustu ára hafa tekið svo hrikalega vitlaust á málum bankahrunsins. Í stað þess að einangra hrunið við bankakerfið, sem allt var rekið í hlutafélagaformi, fóru stjórnmálamenn út í hrikaleg glæfraverk, í þeim eina tilgangi að forða beinum ákærum á hendur stjórnendum bankanna og helstu leiðtogum óráðsíunnar sem viðgekkst síðustu árin fyrir hrun.

Þegar grant er skoðað, er ljóst að stjórnvöld hafa ekki enn aflað sér lögformlegra heimilda til þeirrar yfirtöku bankakerfisins sem framkvæmd var. Sú framkvæmd, með útfærðum kostnaðarþáttum, hefur aldrei verið lögð fyrir Alþingi til staðfestingar.  Þar með er framkvæmdin ekki lögvarin og því ekki á ábyrð skattgreiðenda.

Sú framkvæmd, sem neyðarlögin svokölluðu gátu gefið heimild til, var að ríkið  yfirtæki innlánsdeildir bankanna í heilu lagi. Því til viðbótar gat ríkið yfirtekið skuldabréfadeildir, með almennum viðksiptalánum og húsnæðislánum, en þó með eftirfarandi skilyrðum. Hvert fasteignatryggt skuldabréf væri ekki yfirtekið á hærri fjárhæð en sem næmi söluandvirði veðtryggingar lánsins. Fjárhæð skuldabréfs, umfram það, yrði eftir í gamla bankanum og afskrifaðist þar. Meðfylgjandi framangreindri yfirtöku ríkisins á innlánum og viðskiptaútlánum, fengi ríkissjóður fasteignir bankanna sem andlag verðmæta, en kröfuhafar fengju skuldabréf frá ríkinu að sömu fjárhæð og yfirtekin skuldabréf væru.

Þegar grant er skoðað, hvað gerst hefur eftir hrunið, kemur í ljós að aldrei hefur verið leitað heimilda hjá Alþingi til að yfirtaka útlán bankanna, sem hvorki voru tryggð með veði eða öðrum raunhæfum tryggingum. Eins og áður sagði voru bankarnir hlutafélög, þar sem stjórnir og stjórnendur voru að fullu ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Engin ríkisábyrð var á starfsemi þeirra, hvorki hér á landi eða í öðrum löndum. Þeir stjórnmálamenn sem gefið hafa vilyrði fyrir ótilgreindri yfirtöku gömlu bankanna, eru enn einungis persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum, því ekkert af því sem gert hefur verið, hefur verið staðfest af Alþingi, með réttum hætti.

Og enn halda stjórnmálamenn árfram vitleysunni. Nú á enn að forða stjórnendum banka og lífeyrissjóða frá þeirra eigin vitleysum, með því að fórna ótilgreindumm fjölda heimila fólks í skudlaþrældóm, gera eignarþátt annars hóps upptækann, til bjragar fjárhættufíklunum, og leggja umtalsverðar birgðar á skattgreiðendur næstu ára, til greiðslu á fíflagangi fjármálafíklanna, sem réðu, og ráða líklega enn, banka- og lífeyrissjóðakerfi okkar. 

Er þjóðin virkilega svo duglaus, sjálfri sér til bjargar, að hún láti setja þvílíkar klifjar á herðar sér, að óþörfu, rétt eins og þrælar fyrri alda þorðu ekki að andmæla, eða rísa upp gegn óréttlætinu sem þeir voru beittir.

Hver er munurinn á þeim og íslensku þjóðinni nú?                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flottur pistill og hittir nákvæmlega í mark! Íslendingar eru að mestu "fake" sem þjóð, duglausir og þrælslundaðir. Og mun verða það áfram um ókomna framtíð. Af hverju? Af því að megnið af þjóðinni vill vera þrælar og að þeir eru gungur innst inni...

Þrælahaldið hefur ekkert breyst. Það var bara aðferðin við að halda þræla, sem breyttist...ekkert annað breyttist.

Óskar Arnórsson, 5.12.2010 kl. 02:13

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyirr innlitið Óskar.  Já, þetta er rétt hjá þér. Nú eru þrælar ekki lengur barðir með kylfum og keðjum. Nú eru þrælar flæktir í skudlafjörta og reknir áfram af stöðugri ógn um að verða útskúfaðir úr heimi fjárhættuspilara, með gjaldþroti.  Fíkniáhrif peninganna virðist vera draumalífsviðhorf ansi margra. Fæstir kunna hins vegar með þessi mikilvægu verðmæti að fara.

Guðbjörn Jónsson, 5.12.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf að leggja grunnin að rýrri tegund af hugsun í sambandi við endurskipulagningu fjármálakerfissins á Íslandi. Einkvæðing banka hefur verið prófuð og sýnir að hún virkar ekki. Það þarf að reyna að finna heilsteyptar manneskjur til að stjórna landinu og finna aðferð til að mennta almenning í ömurlegri fáfræði um hvað lífið gengur út á. Sé þetta ekki gert verður bara farin einn hringur í viðbót, og menn enda í sömu sporum...ég ráðlegg mönnum að kynna sér það sem er að gerast í öðrum löndum í samskonar málum...

Óskar Arnórsson, 5.12.2010 kl. 20:26

4 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Það vildi ég að orð þín færu víðar og heyrðust hærra á Ísalandi.

Árni Þór Björnsson, 8.12.2010 kl. 16:19

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér fyrir ummælin Árni Þór. Þær raddir sem tala á svipuðum nótum og ég, fara brátt að heyrast betur. Meðan fjölmiðlar haga rekstri sínum þannig að þeir séu algjörlega háðir auglýsingatekjum, verðum við að sætta okkur við óhlutdrægni þeirra. Í slíku umhverfi heyrast ekki raddir þeira sem gagnrýna óheiðarleika í fjármálakerfinu.  Hins vegar er fólk stöðugt að átta sig betur á notagildi Netsins. Enn eru gagnrýnendur þó of tvístraðir til að mynda hópsál. En ég hef á tilfinningunni að þess sé skammt að bíða.

Guðbjörn Jónsson, 8.12.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband