Er hræðslu að verða vart hjá LÍÚ ???

Af þeirri frétt sem hér er til grundvallar verður vart annað séð en ótta sé farið að gæta hjá forystu LÍÚ.  Allt í einu virðast þeir eins og auðsveipir þjónar, sem nánast engar kröfur geri aðrar en fá að veiða. Þykjast nú aldrei hafa efast um  forræði íslenska ríkisins á fiskveiðiauðlindinni og rétt ríkisins til að setja reglur um stjórn fiskveiða. Hins vegar sé það náttúrlega ljóst frá þeirra hendi að: Á sama hátt eiga íslenskar útgerðir stjórnarskrárvarinn rétt til afnota að aflahlutdeild sinni.  Hvernig réttur sem hvergi er tilgreindur í lögum, getur verið stjórnarskrárvarinn, hafa þeir aldrei geta skýrt.

Enn fremur segja þeir að: "Ú bendir á að stjórn fiskveiða skipti þá sem byggi afkomu sína á sjávarútvegi með beinum og óbeinum hætti og íslenskt samfélag allt miklu."  Ekki tók LÍÚ það nærri sér, þegar þeir sjálfir voru að ná veiðiheimildunum undir sig, þó þeir rústuðu afkomu fleiri þúsund heimila. Þá voru útvegsmanna ekki að hugsa um afkomu þeirra sem eingöngu, eða að miklu leiti, höfðu byggt afkomu sína af veiðum og vinnslu sjávarafurða.

Augljósasta dæmið um undirgefni og sáttavilja LÍÚ má greina á eftirfarandi: "LÍÚ hefur nú beðið í rúma 4 mánuði eftir fundi með forsætis-, fjármála- og sjávarútvegs-ráðherra til að vinna að útfærslu samningaleiðarinnar." Ölum er ljóst að svonefnd "samningaleið" er runnin undar rifjum LÍÚ. Afar mikil amndstaða er meðal þjóðarinnar með þá leið, líkt og með núverandi fyrirkomulag. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi enga ákvörðun tekið um að fara þá leið við fiskveiðistjórnun, segjast þeir nú hafa "beðið í rúma 4 mánuði eftir fundi með forsætis-, fjármála- og sjávarútvegs-ráðherra til að vinna að útfærslu samningaleiðarinnar.

Þegar grant er skoðað, má glögglega sjá að enginn sáttatónn er í forystu LÍÚ varðandi fiskveiðistjórnun. Þeir virðast hins vegar nokkuð hissa á að fyrirmælum þeirra sé ekki hlýtt án óþarfa tafa, að þeirra mati. Augljóst er að jábræðraher þeirra er kominn af stað, því úr mörgum áttum er nú vegið að sjávarútvegsráðherranum, sem gegnir ekki fyrirmælum þeirra. Og það sem verra er, það virðist eins og einhver óþekktarlýður sé að reyna að koma í veg fyrir sameiginlegt atvinnuvegaráðneyti verði að verileika, og losi þá þannig við óhlýðinn ráðherra.

En hvernig væri að LÍÚ stæði nú fyrir því að þeir útvegsmenn sem selt hafa aflaheimildir á undanförnum árum, skili nú virðisaukaskattinum af þeirri sölu til ríkisins, svo létta megi á niðurskurði í heilbrigðis-, mennta-, og velferðarmálum. Þarna á ríkissjóður umtalsverðar útistandandi skattgreiðslur, sem full þörf er á að innheimta. Ekki liggur lengur neinn vafi á að virðisaukaskatt á að greiða af seldum aflaheimildum. Fyrir því er nú til staðfest uppgjör þar sem virðisaukaskattur af keyptum aflaheimildum var endurgreiddur.           

                       


mbl.is Forsætisráðherra og ASÍ fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var afar skemmtilegt og fróðlegt viðtalið við Kristinn Pétursson í "Silfrinu" áðan.  Þarna talaði hann um nákvæmlega það sama og þú hefur verið að benda á í bloggi þínu undanfarið.  En skyldi þetta ná eyrum einhverra og hver ætli viðbrögðin verði????

Jóhann Elíasson, 30.1.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið vildi ég að ég hefði skrifað þetta!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.1.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir Jóhann!  Ég náði ekki að hlusta á Silfrið, en ég næ þessu á netinu. Ég held að þrýstingurinn sé að verða það mikill að einhver viðbrögð fari að verða í pólitíkinni.  Samfylkingin er náttúrlega milli steins og sleggu, þar sem hún lofaði flokksmönnum breytingum, en elítan í flokknum vill ekki styggja goðin í LÍÚ. Bankakerfið berst líka eins og vitlaust væri fyrir því að engar breytingar verði, því þá geta þeir ekki lengur skotið sér á bak við að þeir séu með veð í kvótanum; sem er náttúrlega bölvað kjaftæði.  Spurningin er, hvort ríkisstjórninni tekst að breyta lögunum um fiskveiðistjórnun áður en áróðursöflin fyrir óbreyttu ástandi magna svo óvild í garð stjórnarinnar að hún hrökklist frá, áður en breytingar eru komnar í gegn. Ég vona að Jón Bjarnason hraði breytingunum.

 Sæll Axel og þakka þér kærlega fyrir ummælin.

Guðbjörn Jónsson, 30.1.2011 kl. 15:23

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég hef oft hugleitt í sambandi við kvótasöluna og kvótakóngana sem lifað hafa hátt.  Ætli þeir viti hver á í rauninni fiskinn í sjónum?  Er ekki fyrir löngu búið að missa fiskinn okkar sem átti að vera sameign þjóðarinnar til útlanda sem veð í allskonar skuldavafningum.  Hvað gæti gerst ef "erlendir kröfuhafar" vildu ganga að veðunum? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2011 kl. 02:02

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Jóna. Það er kannski ekki þannig að við "eigum" fiskinn í sjónnum. Við höfum hins vegar einkarétt á að veiða hann innan fiskveiðilögsögu landsins og sá réttur er eign þjóðarinnar. Með tilkomu laga um stjórn fiskveiða í lögsögu okkar, var komið á takmörkun sóknar í veiði úr þessari auðlind. Alla tíð hefur rétti til veiða innan lögsögu okkar verið úthlutað til eins árs í senn. Engin skylda hvílir á sjávarútvegsráðherra að úthluta veiðiheimildum á næsta ári, gerist þess ekki þörf, samanber úthafsrækjuna núna.  Enginn á því neinn rétt á einhverju magni eða hlutdeild.  Af þessum sökum er það ósannur hræðsluáróður að búið sé að veðsetja kvótann, jafnvel til erlendra banka.  Það hefur margoft verið útskýrt að slíkt er ekki hægt, en ruglið virðist samt vera lífseigt.

Guðbjörn Jónsson, 31.1.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband