11.6.2015 | 19:46
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Fréttatilkynning.
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Upp er komin sú staða að félögin ABC Barnahjálp og ABC Children´s Aid Kenya eiga ekki lengur samleið. Þó að félögin deili nafninu þá eru þetta tvö sjálfstæð félög, annað skráð í Kenýa og hitt á Íslandi, með hvort sína stjórn. Formaður félagsins í Kenýa er ég, Þórunn Helgadóttir. Síðustu ár hefur verið náið samstarf á milli félaganna tveggja um uppbyggingu starfsins í Kenía en nú skilja leiðir. ABC Barnahjálp á Íslandi hefur einhliða hætt samstarfi við ABC í Kenía. Það þýðir að ABC Barnahjálp sendir ekki lengur neinar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa til félagsins í Kenýa.
Takið eftir: Engar greiðslur stuðningsaðila barna hjá ABC í Kenýa hafa verið sendar út frá ABC Barnahjálp á Íslandi til starfsins í Kenýa í Maí og í Júní.
Á heimasíðum ABC Barnahjálpar hefur einnig verið birt tilkynning sem segir að Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona séu hætt störfum í Kenýa en við stjórn starfsins séu tekin Samúel Ingimarsson og Ástríður Júlíusdóttir.
Þessi tilkynning er röng. Ég, Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru eiginmaður minn erum enn við störf sem stjórnendur starfsins í Kenía.
Ástæðan fyrir þessum samstarfs slitum er fyrst og fremst sú að ABC á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að sameinast sænskum samtökum sem kallast Children´s Mission. Það þýðir að öll yfirstjórn verkefna og meðferð fjármuna mun færast til Svíþjóðar. Stjórn ABC Kenýa óskaði eindregið eftir því að fá að standa utan við þessa sameiningu við sænsku samtökin og því skilja leiðir.
Hugsjón okkar og hjarta slær enn heitt fyrir börnin í Kenýa. Við höfum helgað þessu starfi allt okkar líf síðustu 9 árin og hyggjumst halda því ótrauð áfram. Til að starfið geti haldið áfram hafa verið stofnað önnur samtök á Íslandi sem munu standa við bakið á starfinu í Kenýa í framtíðinni. Hið nýstofnaða félag heitir Íslenska Barnahjálpin og mun héðan af halda utan um allar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa sem og aðra styrki og gjafir.
Við viljum beina þeim tilmælum til stuðningsaðila barna ABC í Kenýa að þið setjið ykkur í samband við Íslensku Barnahjálpina ef þið getið hugsað ykkur að halda áfram að styrkja börnin ykkar í Kenía. Netfangið er: postur@barnahjalpin.is. Vefsíðan er www.barnahjalpin.is. Eins er hjálp nýrra stuðningsaðila vel þegin eða einstakar gjafir á þessum tímamótum. Söfnunar reikningsnúmerið okkar er: Banki 0515-14-410660 Kt. 410615-0370
Þó að þessi viðskilnaður við ABC Barnahjálp á Íslandi sé okkur hjá ABC Kenýa mjög sár og ekki samkvæmt okkar óskum, þá erum við mjög þakklát fyrir það góða samstarf sem við höfum átt við samtökin ABC Barnahjálp á Íslandi síðustu ár. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis þökkum við ykkur stuðningsaðilum barnanna og öðrum velunnurum fyrir stuðningin undanfarin því án ykkar gætum við ekki starfað.
Virðingarfyllst,
Þórun Helgadóttir,
Formaður ABC Children´s Aid Kenya
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.