13.6.2015 | 01:05
Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi í árásarham
Ég hafði ekki ætlað mér að láta þessar upplýsingar koma fram opinberlega, því sem fyrrverandi sjálfboðaliði hjá ABC hefur mér verið einkar hlýtt til starfseminnar, enda VAR hugsjónin fögur meðan hún snerist fyrst og fremst um að hlúa að börnum sem ættu bágt. En stöðugur ósannindaflaumur framkvæmdastjóra ABC um Þórunni Helgadóttur gerir það að verkum að héðan af er best að allur sannleikurinn komi fram á sjónarsviðið.
Áður en ég vissi nokkuð um að ósamkomulag væri milli ABC hér á landi og ABC Children's Aid í Kenya, var ég langt kominn með skoðun á starfsháttum ABC frá síðustu aldamótum til síðasta árs. Á árinu 2006 og 2007 fór ákveðið ferli í gang hjá ABC, sem var í raun að hætti útrásarvíkinga, enda var ætlunin um tíma að þeir tækju þátt en af því varð ekki.
Starf ABC hefur í meginatriðum gengið út á að hafa milligöngu um að fólk á Íslandi tæki að sér fjármögnun á framfærslu tilgreinds barns í tilteknu landi og greiddu mánaðarlega gjald til barnsins, þar sem ABC á Íslandi væri milliliður. Ég tók snemma eftir því í ársreikningum ABC, að öll þessi fjárframlög fólksins til barnanna úti í heimi, voru færð í bókhald ABC sem gjafir fólksins til ABC og fjármagn fólksins til barnanna var því bókfært sem TEKJUR ABC og þar með sem eign ABC, en ekki sem vörslufé til áframsendingar til rétts eiganda.
Á árinu 2006 urðu afgerandi breytingar á starfsemi ABC. Það var stofnað sem almennt FÉLAG á árinu 1988, af GEORG ÓLAFI TRYGGVASYNI og hét þá ABC HJÁLPARSTARF. Það virðist hafa verið rekið sem félag til ársins 2006 en þá er því breytt í Sjálfseignarstofnun í einkaeigu Guðrúnar Margrétar Pásdóttur og eiginmanns hennar, Hannesar Lentz. Hjá Sýslumanninum á Sauðarkróki er stofnunin skráð sem stóreignastofnun sem deili árlega út styrkjum á grundvelli ávöxtunar eigin sjóða. Í ársreikningum stofnunarinnar koma hins vegar ekki fram neinar eignir eða fastafjármunir aðrir en að stofnunin eigi kr. 230.000 sem stofnframlag í ABC barnahjálp International, sem einnig er eignalaus Sjálfseingastofnun, en eins og ABC, skráð sem stóreignastofnun sem árlega deili út styrkjum af ávöxtun eigin sjóða.
Ég hef reynt á hljóðlegan hátt að fá þessum vanköntum á eðlilegri skráningu breytt og var með væntingar um að svo gæti orðið. Þegar maður hins vegar sér, heyrir og les hinar ósvífnu árásir framkvæmdastjóra ABC á hendur Þórunni Helgadóttur, er öll framganga stjórnenda ABC eingöngu ANDKRISTIN viðhorf, sem einungis vinna að niðurrifi og að valda sem mestum skemmdum á því starfi sem Þórunn hefur verið að byyggja upp, með samstarfi við fleiri lönd en Ísland. Auk þess sem starf hennar í Kenya fékk frá einstakling gefna lóðina undir starfsaðstöðuna sem nú er verið að byggja.
Þórunn hefur af djúpum kærleiksanda tekið sér búsetu við eitt stærsta fátækrakverfi Nairobi í Kenya, lifað þar við lítil efni en mikið vinnuálag, þar sem hún hlúir af mikilli umhyggju og kærleika um stóran hóp barna og hugsar einungis um það eitt að láta þeim líða sem best og mennta þau til sjálfbærs lífs í framtíðinni
Vegna hinnar grófu ósvífni framkvæmdastjóra ABC, tók ég þá ákvörðun að birta þær greinargerðir sem ég sendi Sýslumanninum á Sauðárkróki og aðra er ég sendi Ríkisendurskoðanda, ásamt þeim fjárhagsúttektum sem ég gerði á starfsemi ABC barnahjálpar á Íslandi. Ég hef vakið athygli þessara aðila á augljósri svikastarfsemi í sambandi við ABC barnahjálp International, þar sem árlega eru taldar upp hundruðir milljóna í tekjur og útgjöld, þó í raun hafi aldrei nein slík starfsemi farið fram í þeirri stofnun.
Lítum aðeins á fáein dæmi varðandi söfnun fjár, aðallega frá stuðningsforeldrum barnanna og rekstur ABC barnahjálpar á Íslandi.
Frá árinu 2001 til og með árslokum 2013 er samtals safnað hjá ABC að stórum hluta frá stuðningsfjölskylædum til barnmastarfs í öðrum löndum en Íslandi kr. 2.662.992.090. Af þessu söfnunarfé er samkvæmt ársreikningum ABC skilað til starfslandanna, samtals kr. 2.572.022.962. Óútskýrður mismunum á söfnunarfé og því fé sem sent var til starfslandanna er kr. 90.969.128. Þegar rekstur ABC starfsins er skoðaður, samkvæmt ársreikningum, kemur fram að framlög til reksturs starfsins á þessum 13 árum, hafði einungis verið kr.42.351.028, eða að meðaltali kr. 3.257.771 á ári. Rekstrargjöld voru hins vegar samtals kr. 152.219.048. Útgjöld umfram rekstrartekur voru því samtals kr. 109.868.020.
Þó þær kr. 90.969.128 sem eftir voru af söfnunarfénu hefðu verið notaðar til að greiða hallarekstur upp á tæpar 110 milljónir og fjármagnstekjur tímabilsins einnig verið notaðar í slíkt, verður samt eftir óútskýrður hallarekstur upp á kr. 13.840.831, eða sem nemur rúmri einni milljón á hvert þessara 13 ára.
Hér hefur einungis verið drepið á fáeina þætti úr miklu fleiri atriðum sem dregin voru fram í greinargerðunum til Sýslumanns og Ríkisendurskoðanda. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar verða að hafa fyrir því að lesa greinargerðirnar og skoða gögnin. Þá sér fólk af hve einlægum Guðs kærleika starfsemi ABC hefur verið rekin undanfarin átta ár.
Sagt er að ABC hafi hugleitt að kæra Þórunni til efnahagsbrotadeildar, þó framkvæmdastjórinn hafi sagt beint við mig og í áhreyrn Guðrúmar Margrétar, að ekkert væri út á rekstur Þórunnar að setja.
Það sama var einnig sagt í utanríkisráðuneytinu varðandi skýrslu hennar um notkun þess opinbera styrks sem veittur var til skólabyggingar á lóð ABC Children's Aid í Kenya. Þar var mjög mikil ánægja með þau störf Þórunnar sem að þeim lutu.
Það er nokkuð merkilegt að verða vitni að því að staurblind eignarréttargræðgi fólks sem telur sig starfa á vegum Guðs kærleika, skuli ekki einu sinni fást til að fara eftir þeim samstarfssamning sem þau sjálf útbjuggu varðandi samstarf félaganna ABC á Íslandi og ABC Children's Aid í Kenya. Þegar sá samningur er lesinn kemur í ljós að þar er samningur á milli tveggja sjálfstæðra félaga með tvær óskildar stjórnir. Í þeim samningi er þriggja mánaða uppsagnarákvæði, af beggja hálfu en eftir þeim samningi er stjórn ABC á Íslandi ófáanleg til að fara. Þau ganga hins vegar fram af ótrúlegum fantaskap gagnvart börnunum í Kenya, sem líta á Þórunni og Samúle manninn hennar, sem einskonar foreldra sína og öryggisvörn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn. Við hjónin höfum styrkt tvö börn í Uganda um árabil með fjárframlagi svo þessar fréttir koma mjög illa við okkur. Ég hef nú sent tölvupóst ti ABC og beðið um skýringar og upplýsingar um fjármál félagsins og hversu mikill hluti félagsins kemur sjólskæðingum til góða.Vonandi koma skýr svör. Fyrir okkur er áframhaldandi stuðningur algjört forgangsatriði.
Jósef Smári Ásmundsson, 13.6.2015 kl. 11:23
eftirleiðis styrki ég EKKI ABC á Íslandi með einum eða neinum hætti
Þórunn elíasdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 14:30
Hversvegna er fyrirtækið skráð á Sauðárkróki af öllum stöðum? Annars er sýslumannsembætti á Sauðárkróki ekki til lengur, sýslumaður Norðurlands vestra situr á Blönduósi. höfuðstað þess landshluta.
Nöldrari (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 09:06
Góður Guðbjörn.
Benedikt Helgason, 16.6.2015 kl. 06:11
Takk fyrir fróðlegan pistil Guðbjörn.
Þegar ég var í kringum 12 ára aldurinn, þá hafði ég gríðarlega hugsjónarþörf fyrir að hjálpa fólki sem ætti bágt úti í hinum stóra heimi. Starf hjá Rauða Krossinum heillaði barnið reynslulausa, sem ég var þá. Ég kunni ekkert á kerfið og leiddist í þveröfuga átt við mínar hugsjónir. Mínar hugsjónir snerust líka á einhverjum tímapunkti um að verða hjúkrunarfræðingur.
Ég hef velt því fyrir mér á síðustu misserum hvort ég ætti að styðja ABC-barnahjálp, en ekki komið mér að því að framkvæma það stuðningsverk. Mér brá þegar ég las um svik ABC á Íslandi í Fréttablaðinu, og velti því fyrir mér hvort þetta væri raunverulega satt.
Mér var ekki gefin sú náðargáfa að ganga menntaveginn, af staðfastri einbeitingu og fórnfýsi. Lestrarhæfnin og einbeitingin mín leyfðu það einfaldlega ekki.
Eftir öll þessi mistakaár mín fram á þennan dag, hef ég sett mér það takmark að gera mitt besta, til að styðja Rauða Krossstarfið með mánaðarlegum framlögum, ásamt stuðningi við Amnesty Internatsjonal. Og Styð sjóð langveikra barna með smá framlagi af örorkubótununum mínum, (kannski dálítil brenglun?).
Lífeyrissjóðirnir eru búnir að skerða mínar 10.000 krónur niður í núll, eftir bankahrunið. Gildi Lífeyrissjóðurinn hafði ekki efni á láglaunafólki, sem átti í lífeyrissjóðnum, eftir síðustu haftahindrunarlausu og siðlausu spilavítistaps-útrás í kringum árið 2008.
Mér finnst sárt að horfa uppá illa meðferð á ungum grunnskólabörnum, sem hvergi eiga sér neitt skjól, til að flýja til, frá svívirðilegu opinberu einelti pólitískra áróðursgrunnskóla og áróðursfjölmiðla.
Börn og unglingar sem ekki eru vel hraðlæs, þola ekki þennan pólitíska djöfulgang eftirlitslausa og ábyrgðarlausa kerfisins opinberlega, grunnskólasvíkjandi og siðlausa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.