GLÆFRALEG RÁÐGJÖF LANDSBANKANS Í LÚXUMBURG

Nokkurum sinnum hef ég látið í það skína að Anna Sigurlaug hefði        allt eins geta tapað arfinum sínum hefði framvindan orðið með þeim hætti sem ráðgjafinn í Landsbankanum í Lúxumburg virðist hafa lagt upp með. Hvernig var hans plan.

Fram hefur komið hjá Önnu sjálfri að á þessum tíma hafi hún verið nýlega komin í bankaviðskipti við Landsbankann í Lúx. Þess vegna hafi hún snúið sér þangað til að fá ráðgjöf um hvernig hún kæmi væntanlegum arfi sínum í vinnu og ávöxtunarferli.

Hafa ber í huga að þetta er í nóvember 2007, í miðju þess tímabils þar sem skortur á lausafé hjá lánastofnunum fór stöðugt vaxandi. Á þessum tíma var einnig ákveðinn hópur manna sem talaði um að aldrei þyrfti að borga til baka þau lán sem tekin væru. Það yrðu bara tekin ný lán til að borga þau gömlu upp þegar komið væri að gjalddaga þeirra lána. Nokkur hópur fólks gekk í þessa gildru og tók milljarða og jafnvel tugi milljarða að láni með kúlulánum og nánast engum tryggingum til endurgreiðslu.

UPPHAFIÐ RAKIÐ

Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Sigmundar Davíðs, voru hann og Anna Sigurlaug á þessum tíma (árið 2007) búsett á Bretlandi og höfðu jafnvel hug á að búa þar eitthvað áfram. Á þessum sama tíma fær Anna Sigurlaug upplýsingar um að til hennar greiðist arfshluti hennar úr fjölskyldufyrirtæki foreldra hennar.

Á þeim tíma var Landsbankinn viðskiptabanki Önnu og Sigmundar. Því var af tilefni arfgreiðslunnar, haft samband við Landsbankann í Lúxumburg og óskað ráðgjafar.

Landsbankinn ráðlagði fyrirkomulag sem hann taldi henta til að hafa eignirnar aðgengilegar óháð búsetu eiganda. Yrði haldið utan um eignirnar og umsýslu þeirra á einum stað. Í samantekt Önnu og Sigmundar segir eftirfarandi í þessu sambandi:

„Hvorugt okkar hafði neina sérstaka þekkingu á slíkum félögum en á þeim tíma var venjan sú að efnuðum viðskiptavinum bankanna var gjarnan ráðlagt að stofna slík félög til að halda utan um eignir sínar. Stjórn þessara félaga var oft í höndum umsýslufyrirtækis sem bankinn lagði til og slík umsýslufyrirtæki lögðu m.a. til stjórnarmenn fyrir félagið.“

„Landsbankinn ráðlagði að umsýsla fjármunanna færi fram í félagi á Bresku Jómfrúreyjum sem bankinn myndi leggja til, en lagaumhverfi eyjanna byggist á breskum félagarétti. Þeirri ráðgjöf var fylgt síðla árs 2007. Í framhaldi voru eignir færðar inn í félagið Wintris og Anna eignaðist þannig kröfu á það. Fjárvarsla fór í upphafi fram hjá Landsbankanum og stjórn félagsins var sem fyrr segir í höndum umsýslufyrirtækis sem bankinn lagði til.“

HÆTTULEG RÁÐGJÖF.

Í því ferli sem hér að framan er lýst höfum við afar skýrt dæmi um það ábyrgðarleysi sem fór að einkenna bankana eftir einkavæingu þeirra.  Fram til þess tíma höfðu stjórnendur bankanna ekki heimilað að bankinn veitti ráðgjöf í fjármálum, nema að í sæti ráðgjafa sæti þrautreyndur maður með yfirgripsmikla þekkingu á öllum þeim laga- og málaflokkum sem um væri að ræða. Alvarleg og afgerandi breyting varð á þessu eftir einkavæðingu, þar sem hrúgað var í ráðgjafastörf ungu reynslulausu fólki, sem nýkomið var úr námi. Ber ráðgjöf Landsbankans í Lúxumbúrg glöggt dæmi um slíkt.

Í því tilfelli sem hér er til umfjöllunar er vitað að fjárhæðir eru háar, þó upphæðir séu ekki tilgreindar. Glæfraskapur ráðgjafa Landsbankans er  afar skýr og fellur alveg að því hugtaki sem ég fór að nota um nýju stjórnendur bankanna, að þar væru ÓVITAR á ferð. En lítum á hvaða vitleysur ráðgjafi Landsbankans gerir.

Í fyrsta lagi lýtur það að eignarhaldi á félaginu sem fara mun með þær eignir sem um ræðir. Eins og fram hefur komið litu þau Anna og Sigmundur þannig á útkomu úr samtali við ráðgjadfann í Landsbankanum í Lúx. að Landsbankinn mundi SKAFFA félagið til að halda utan um viðkomandi eignir. Tölvupóstur ráðgjafans í Landsbankanum til lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca, sem fram kemur í Panamaskjölunum, bendir einnig til þess að félagið Wintris sé tekið frá fyrir Landsbankann.

Í ráðgjöf Landsbankans felst að bankinn muni fela lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca að annast umsýslu Wintris og muni lögfræðiþjónustan leggja til þrjá menn í stjórn Wintris. Lítum þá aftur á stöðuna út frá sjónarhóli Önnu, sem á allar eignirnar sem í félaginu felast.

Ráðgjafi Landsbankans er þarna búinn að búa til félag og stjórnendur þess, til að annast um eignir Önnu, sem eru hrein eign hennar.  Ráðgjafi Landsbankans ætlar Önnu að leggja hreina eign sína inn í Wintris, eignalaust skúffufyrirtæki, sem reynist hafa verið stofnað 9. október 2007, af lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca. Félagið skiptist í 50.000 hluti, sem við stofnun eru allir í eigu Mossack Fonseca.

Anna er sögð hafa tryggingu fyrir eignum sínum í jafn hárri kröfu á hendur Wintris og nemur þeim eignum sem hún lagði fram. En hvaða gagn er í slíkri kröfu, ef á reynir? Ef Anna á ekki forgangskröfu á fjármunasjóðinn sem slíkann, heldur bara almenna kröfu á félgið Wintris, gætu eignir Wintris lent í gjaldþroti eiganda þess, án þess að Anna kæmi sínum kröfum að nema að litlu leyti.

Anna og Sigmundur standa í þeirri trú að Landsbankinn eigi Wintris og láti þeim það í té til reksturs eignasaafns Önnu. Landsbankinn heldur því fram gagnvart Önnu og Sigmundi að hlutirnir í félaginu séu 2.000 og sé þeim skipt jafnt á milli þeirra tveggja, sem þá eigi félagið að fullu. Hið rétta er að hlutirinir eru 50.000 og við það að ánafna Önnu og Sigmundi 2.000 hluti, á lögfræðiþjónusta Mossack Fonseca eftir 48.000 hluti í félagimu, eða 96% eignarhlut.

Þegar á það er litið að ráðgjöf Landsbankans til Önnu er sú að hún leggi eignir sínar inn í félag sem Anna heldur að Landsbankinnn hafi átt og látið þeim í té með útgáfu tveggja 1.000 hluta hlutabréfa í félaginu. Þar með hafi Anna full yfirráð yfir félaginu. Á árinu 2009 kom í ljós að þannig er það ekki.

Á árinu 2009 skrifar Landsbankinn í Lúxumburg bréf til Wintris, þar sem Landsbankinn tilkynnir Wintris, að hann (Landsbankinn) hafi falið Mossack Fonseca umsýslu Wintris.

Ekki fellur þetta vel að framvindu mála frá nóvember 2007, er Mossack Fonseca virðist að ósk Landsbankans í Lúx. afhenda honum Wintris félagið í tveimur 1.000 hluta hlutabréfum sem 100% eign, sem Landsbankinn virðist láta ganga áfram til Önnu og Sigmundar. Af þessu leiðir að eignarhlad á félginu er engan veginn skýrt og mikil áhætta undirliggjandi.

Ég skynja þessa áhættu fólgna í því að komi upp verulegur ágreiningur milli Landsbanka og Mossack Fonseca, gæti lögfræiþjónustan leitað aðstoðar dómstóla til að fá viðurkennda 96% eignastöðu sína í félaginu Wintris.  Lögfræðiþjónustan gæti því með einni fundarákvörðun fellt úr gildi prókúruumboð Önnu og kosið nýja stjórn. Þar með væri Anna orðin sambandslaus við arfssjóðinn sinn.

Ég er ekki að segja að þetta gerist, en óljósir eignarþættir og eigendaáhrif í félagi sem fer með svona miklar eignir eins aðila eru veruleg áhættuatriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband