1.7.2016 | 11:13
Biskup Íslands, Frú Agnes M. Sigurðardóttir
Reykjavík 1. júlí 2016
Með djúpa sorg í hjarta sat ég drjúga stund eftir að ég las ummæli þín og séra Sólveigar í Fréttatímanum í dag. Þar er fjallað um nýjustu sviðsetningar öfgahópsins NO BORDERS, gegn eðlilegum stjórnunarháttum í samfélagi sem að einhverju leyti, leitast enn við að sýna kurteisi í samskiptum. Það undrar mig MJÖG, að þú, sem æðsti leiðtogi þjóðkirkju lands okkar, skulir á svo vanhugsaðan máta skella sök á lögreglu landsins fyrir það eitt að gegna skyldustöfum sínum eins og lög mæla fyrir um.
Af ummælum þínum að merkja lítur helst út fyrir að þú, eða alla vega embætti biskups, hafi lagt blessun sína yfir fyrirætlun öfgahópsins um að brjóta gegn úrskurði, til slíks bærra yfirvalda. Ég þykist viss um að hugmyndin um að nota kirkju innan þjóðkirkjunnar, til að brjóta gegn fyrirmælum og afgreiðslu, til þess bærra yfirvalda, hafi ekki fæðst hjá embætti biskups, heldur hjá NO BORDERS.
Varla reikna ég með að biskupsembættið hafi aflað sér upplýsinga hjá réttum yfirvöldum, á hvaða stigi hin umrædda höfnun á landvist væri. Öll þau mál sem ég hef haft spurnir af, hefur viðkomandi einstaklingur fengið svör frá Útlendingastofnun. Og ef svarið er neikvætt, fær viðkomandi tiltekinn tíma til að fara sjálfviljugur úr landinu. Ef viðkomandi aðili fer ekki, fær hann aðvörun, boðun um að koma á lögreglustöð og tilkynna sig. Ef slíku er ekki svarað er handtöku beitt og viðkomandi fluttur í lögregflufylgd til þess lands sem hann kom frá.
Öll umgjörð þeirra aðgerða sem greinilega eru sprotnar úr hugmyndafræði öfgahóps NO BORDER, benda sterklega til þess að ætlunin hafi verið að niðurlægja Ísland og þjóðkirkju landsins á þann veg að ófyrirséð væri hvort erlendir öfgahópar og hryðjuverkaöfl ráðist á þjóðkirkjuna og stjórnkerfi landsins og brjóti það niður. Slíkt niðurbrot er tvímælalaust æðsta markmið NO BORDERS öfgahópsins.
Það er sárt til þess að vita að æðstu yfirmenn þjóðkirkjunnar skuli vera svo illa að sér um hið alda gamla hugtak sem kallað hefur verið kirkjugrið. Kirkjugrið var ætlað og yfirlýst á þeim tíma sem athvart fyrir þá sem ofsóttir voru til lífláts, án dóms eða lögmætra úrskurða um deiluatriði. Kirkjugrið átti að tryggja slíkum aðilum friðland meðan rétt yfirvöld úrskurðuðu um deiluatriðið. Eða að kirkjugriðsverndin hjálpaði viðkomandi aðila að komast úr landi án atbeina lögreglu eða yfirvalda.
Ekkert af þeim atriðum sem voru undirstaða kirkjugriða síns tíma, eiga við í málefni því sem þjóðkirkjan lét öfgahóp sem vill brjóta niður stjórnskipan landsins, plata sig til þátttöku í.
Það minnir óþægilega á söguna um nýju fötin Keisarans, þegar æðstu menn þjóðkirkjunnar saka lögreglu um ofbeldi. Gæti það stafað af því hve óþægilegt er að horfa í spegil liðinnar tíðar og sjá hve siðrænt uppeldi barna hefur farið hratt hnygnandi, án þess að þjóðkirkjan, æðsti merkisberi virðingar, heiðarleika og löghlýðni, hafi beitt sér gegn slíku niðurbroti á grunngildum kristinnar trúar?
Ég spyr þig því Biskup Íslands. Eigum við, almenningur í þessu landi, að búast við beinni þátttöku þjóðkirkjunnar í áformum öfgahópa á borð við NO BORDERS, í því verkefni að brjóta niður stjórnskipulag þjóðríkis okkar?
Ég get vel viðurkennt að mér er síður en svo skemmt, ber ugg í brjósti til komandi tíðar ef þjóðkirkjan bregst hraðar og skilvirkar við beiðni öfgahópa um hjálp við að brjóta á bak aftur löglegar ákvarðanir, til slíks bærra yfirvalda; JÁ umtalsvert hraðar en hún bregst við neyðarkalli aldraðra og öryrkja í þessu landi, sem hafa í hart nær áratug verið rændir lögboðnum hækkunum á lífeyri sínum. Slíkt ákall virðist ekki hræra hjörtu ykkar en ákall um hjálp við að brjóta á bak aftur eðlileg og lögmæta afgreiðslu, réttra yfirvalda; slíku ákalli svarar kirkjan um hæl.
Einhver hefði sagt að fólk sem þannig stendur að embættisverkum sínum, ætti nú að gæta virðingar embættisins, með tilheyrandi aðgerðum
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Mannrétindi eru mikilvæg og þykir mér hallærislegt þegar fólk talar um mannréttindi á meðan níðst er á íslendungum. Sjálfur hef ég lent í því að það eru boraðarar holur í 4 tennur eg ég sendur þannig heim. síðan hef ég verið brenndur að innanverðu svo ég gat ekki legið á annarri hliðinni í 3 vikur, síðand er reint að kalla mig geðveikan og stórhættulegan. :(
Þorsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 17:14
Guðbjörn þetta er mjög vel sagt og ég vona að þú hafir sent þetta bréf til Biskups en ég er með svipaða útásetningu til hans/hennar. Þessar aðgerðir fæla fólk úr kirkjunni en við megum síst gera það en nógu margir hverfa frá Kristni. Það er jafnvel talið að öll þessi dauðsföll hjá flóttamönnum þegar þeir fara yfir Miðjarðahafið sér NoBorder fólkinu að kenna á einhvern hátt.
Valdimar Samúelsson, 1.7.2016 kl. 21:05
Já, Guðbjörn, endilega sendu þetta bréf til Agnesar með hefðbundnum hætti líka. Það hefur sín áhrif og er að auki vert þess að geymast í bréfasafni biskups til síðari tíma.
Já, a.m.k. vígslubiskupinn á Hólum hefur gert eins og sú ófaglega, marg-misnotaða stofnun Fréttastofa Rúv að veita "No Borders"-örsamtökunum (og öfgasamtökum eins og þú sýndir hér fram á í annarri grein um þau*) nánast opinbera viðurkenningu eins og þau séu marktæk!! Þvílík fáfræði, þvílík vinnubrögð!
Þessir tveir Suður-Írakar voru hér ekki "á flótta", heldur hælisleitendur. Og vita menn ekki, að Suður-Írak er ekki stríðssvæði?!
Ýmsir vilja hafa landið galopið gagnvart hælisleitendum á sama tíma og Skandinavía er mikið til að lokast á þá. Vita menn ekki, að hælisleitendum fjölgaði hér meira en þrefalt fyrstu 5 mánuði ársins miðað við í fyrra og að möguleikar þeirra á að komast hingað inn aukast stórlega frá 1. jan. 2017 skv. nýjum útlendingalögum? Sjá menn þá ekki fyrir sér strauminn beinast hingað margfaldlega frá hálf-lokuðum hliðum Skandinavíu?
Sumir, þ.m.t. sóknarprestur Laugarneskirkju, vilja ekki að farið sé eftir Dyflinnar-samningnum, en vilja þeir þar með fella niður varnir okkar gegn aðvífandi hryðjuverkamönnum? Þeir leita þangað sem þeir komast léttilega (sbr. Tjetjenann sem skipulagði dráp 44 manns á Atatürk-flugvellinum**), og nú hefur sr. T.Toma og Kristínu Þórunni tekizt, með því að leyfa myndbandsupptöku á staðnum, að stuðla að því að kannski milljón áhorfendur al-Jazeera-sjónvarps-vefsins eru í mörgum tilvikum að misskilja lögreglu okkar svo, að hún sé and-múslimsk og ögrandi múslimum (sbr. Moggablogg mitt 29. júní***).
Sjá menn ekki þunga ábyrgð þessara presta, ef á okkur verður ráðizt? Og vitið þið ekki, að norsk yfirvöld telja sig hafa ástæðu til að vantreysta einmitt þessum tveimur mönnum? Og vita menn ekki, að a.m.k. sá yngri braut hér lög með því að eyðileggja vegabréf sitt og ljúga til um aldur? (er ekki 16 ára barn, heldur 19 ára).
KIRKJUGRIÐ voru til að hjálpa mönnum í lífshættu, ekki til að hjálpa brotamönnum að komast undan réttvísinni.
* Engin landamæri er markmið NO BORDERS öfgahópsins.
** Sjá grein mína í dag: Hriplekt innflytjendakerfi Evrópuríkja gerði fjöldamorð möguleg.
*** Hafa naívistar í hópi presta þau áhrif að myndband, sem 750.000 hafa séð á vef al-Jazeera, kalli yfir okkur hefnd islamista?
Jón Valur Jensson, 2.7.2016 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.