28.1.2017 | 16:00
Er 3. dómsstigið mikilvægasta réttarfarsbótin ?
Í mörg ár hefur verið vaxandi kurr og óánægja með réttarfarið í landinu. Mörgum finnst of lítið bera á réttlæti í úrvinnslu dómstóla, en sífellt meira bera á ýmiskonar óheilbrigðum lagaklækjum. Til að auðvelda slíkt háttalag hefur lagatexti sífellt orðið ómarkvissari og fjarlægari þeim megintilgangi sem lögunum var ætlað að þjóna.
Þarna má segja að maður komi beint að þeirri merkilegu viðleitni meðal lögfræðinga að ekkert sé í raun og veru rétt. Spurningin sé hins vegar hvernig til takist að færa fram rök fyrir því að eðlilega hafi verið staðið að verki, eða á hinn veginn að sýna fram á að við framkvæmdina hafi lög eða aðrar reglur verið brotnar. Afleiðing af þessu hefur verið sú að alltof oft rekur maður sig á lokaritgerðir útskriftarnema úr lögfræðinámi, þar sem undirstaða ritgerðar er fullyrðing einhvers lögvitrings, sem aldrei hefur verið rökstudd til hlýtar eða sett fram, dómtæk sönnun fyrir því að fullyrðingin sé rétt. Og kannski er í svona tilfelli mikilvægasti þátturinn fyrir þeirri skoðun að í raun sé ekkert til sem heitir RÉTT.
Eitt gleggsta dæmið um hvað talist geti rétt, er ítarlegur rökstuðningur nokkurra merkra lögvitringa, sem haldið hafa því fram í rituðu máli að útvegsmenn EIGI kvótann, á grundvelli þess að þeir hafi keypt hann af annarri útgerð sem hafði kvótan sem varanlega aflaheimild. Aldrei hef ég orðið var við að úthlutað væri í Íslenskri fiskveiðilögsögu varanlegum aflaheimildum. Líklega munu fylgjendur lögvitringanna halda því fram að útvegsmenn eigi varanlegar aflaheimildir. Það komi fram í fyrsta Hæstaréttardómi um sölu aflaheimilda að útgerð sé heimilt að selja frá sér varanlega aflaheimild. Gallinn við þetta er sá að ENGAR lagaforsendur voru fyrir þessari niðurstöðu Hæstaréttar, heldur eru þar einhver mistök sem ekki hafa verið krufin. Slík mistök dómstóls geta aldrei, með heiðarlegum hætti, orðið forsenda til eftirbreytni í síðari málum. En það hefur því miður verið gert, sem er augljóst dæmi um skort á heiðarleika í réttarkerfinu.
Því miður er það sem hér hefur verið rakið ekki einsdæmi í réttarfari okkar. Þar er óhugnanlega langur listi yfir mál þar sem áberandi skortur er á heiðarleika. Þessi óheiðarleiki hefur síðan breytt úr sér og mundi ég segja að nú orðið væru fjölmiðlar stórtækari í óheiðarleikanum en réttarkerfið. Þó er eitt nýlegt dæmi þar sem réttarkerfið er annað hvort hættulega siðblint, eða það þorir ekki í bein átök við fjölmiðla. Þar á ég við mjög svo óheiðarlega og grófa aðför Sænska ríkissjónvarpsins í mars 2016, að þáverandi forsætisráðherra okkar, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það er svona með því óþverralegasta sem ég hef séð sett fram í fjölmiðlum, því ENGIN haldbær rök voru fyrir þeim ásökunum sem fram voru bornar. Samtals voru um 20 lögbrotsatriði í kastljósþættinum sem sýndi hina óheiðarlegu aðför sænska sjónvarpsins.
Ég ritaði Ríkissaksóknara bréf, þar sem ég benti á þessi lögbrotsatriði. Ríkissaksóknari sagði þetta ekki koma sér við. Ríkissaksóknari eyddi þó 9 árum og eflaust mörgum tugum milljóna í að reyna að fá Eggert Haukdal dæmdan fyrir sakarefni sem hann bar enga ábyrgð á. Ríkissaksóknara fannst einnig óþarfi að endurskoða dóm héraðsdóms Vesturlands frá árinu 2012, þar sem saklaus maður var dæmdur til þungrar sektar og tímabundinna sviptingar veiðiheimilda. Allur sá málsfarvegur var svo óralangt frá reglum í Íslenskum lögum. Áberandi var vanþekking lögreglunnar á þeim lögum sem þeir átti að starfa eftir. Og sama vanþekking var á réttindum manna sem grunur beindist að, án þess að fyrir höndum séu nein sönnunargögn eða formleg rannsókn hafin. Síðasti pósturinn í þessu ljóta máli var svo framganga þáverandi dómstjóra, sem var dómari í málinu. Ákæran kom fyrst fram tveimur árum eftir hið meinta brot, en engin rannsókn framkvæmd á tímabilinu. Ákæran var því gefin út 1 og ½ ári eftir að ákærufrestur rann út.
Hægt væri að rekja marga svona þætti þar sem lögregla og héraðsdómar fara með mál í tóma vitleysu. Skortur á heiðarleika þessara aðila og augljós brot þeirra á augljósum laga og mannréttindareglum eru svo mörg að manni ógnar bara að lesa þær niðurstöður af blaði. Í óformlegri talningu sem ég framkvæmdi á heimasíðum héraðsdómstóla landsins yfir árin júní 2012 til október 2014 voru dæmdir í héraðsdómum landsins 116 ólöglegir sakadómar, þar sem dómari var ekki í dómarasæti, þar sat, án löglegrar heimildar, aðstoðarmaður dómara og dæmdi fólk jafnvel til fangelsisvistar. Af þessu 116 málum sem aðstoðarmenn dæmdu, voru sakborningar án verjanda í 63 málum, eða í 53,3% málanna. Þegar skoðuð var áætlun dómstjóranna um setu aðstoðarmanna í dómarasætum síðustu 2 mánuði ársins 2014, kom í ljós að áætlunin hljóðað upp á að 190 sinnum myndu aðstoðarmenn, ólöglega, sitja í dómarasætum til áramóta 2014.
Hér hafa aðeins verið rakin örfá dæmi sem í engu mun breytast þó 3. dómsstigið bætist við. Áfram verð vinnubrögðin þau sömu við rannsókn mála, ákæruferli og dóma héraðsdóma, vonandi með dómurum í dómarasætum. Að óbreyttu sýnist mér því 3. dómsstigið fyrst og fremst auka kostnað ríkisins en ekki auka heiðarleika í vinnubrögðum sem skila mundi réttlátari málsmeðferð. Það hefði verið umtalsvert meira gagn að því að endurskoða af heiðarleika lögin um meðferð einkamála, lög um dómstóla og lög um lögmenn. Ef þessi þrenn lög hefðu verið endurskoðuð og gerð heilsteyptari, hefði málum tvímælalaust fækkað verulega, því þá hefði fækkað þeim tilvikum þar sem farið er af stað með vonlaus mál í von um að geta blekkt dómarana.
Áhrifamesta aðgerðin til að fækka hér dómsmálum hefði tvímælalaust verið yfirgripsmiklar endurbætur á lögum um viðskiptalíf landsins og tel ég lánastofnanir þar með. Viðskiptasiðferði hjá okkur er á afar lágu plani. Er það tvímælalaust runnið frá sömu rótum og óheiðarleiki í réttarfarsmálum, frá skorti á heiðarleika og virðingu gagnvart viðskiptaaðilanum. Réttarstaða viðskiptaaðilans/neytandans, er í Íslensku umhverfi viðskipta og réttarfars afar takmörkuð og víða minna en ekki neitt. Með því að vanda umtalsvert betur löggjöf viðskiptaumhverfis, væri líklega hægt að fækka dómsmálum á Íslandi um nánast helming. Það mundi létta á dómstólunum.
Þá er lokavinkillinn í þessum skrifum mínum tengdur vaxandi óheiðarleika, árásarhneigðar og iðulega augljósari illkvittni fjölmargra fjölmiðla, en þó alls ekki allra. Tel ég þá vefmiðlana með fjölmiðlum. Ég hef dálítið rætt við ýmsa aðila sem skrifa í fjölmiðla og stöðugt hefur aukist undrun mín á skilningi ýmiss fjölmiðlafólks á hugtakinu tjáningarfrelsi. Eftir að svokallað Wintrismál kom upp s. l. vor, átti ég langt og gott samtal við formann Blaðamannafélagsins. Ég verð að játa að mér kom afar einkennilega fyrir sjónir viðhorf hans til réttlætis og heiðarleika í umfjöllun. Hann gat með engu móti séð að kynnir kastljóssins 03.04. 2016 hefði verið of fullyrðingaglaður miðað við það að engar haldbærar sannanir voru til fyrir ásökunum hans á hendur þáverandi forsætisráðherra. Einnig varð ég afar undrandi á ummælum Sænska sjónvarpsmannsins Sven Bergman, í samtali við Mbl.is, þar sem hann sagði:
Ég skil vel að herra Gunnlaugsson og aðstoðarmennirnir hans hafi verið mjög reiðir við okkur. Ég ræddi lengi við Jóhannes Skúlason (aðstoðarmann Sigmundar Davíðs) eftir að Gunnlaugsson gekk út og sagðist skilja reiði þeirra. Það er samt ekki mitt hlutverk sem blaðamaður að hugsa um afleiðingarnar en ég skil vel tilfinningar Íslendinga.
Í þessu tilfelli er það einmitt þessi blaðamaður sem skipuleggur aðför að embætti forsætisráðherrans, með það að markmiði að ræna manninn æru sinni, án dómtækra sannana. Einnig var markmið þeirra að fella löglega kjörna ríkisstjórn Íslands. Það kemur mjög skýrt fram í sænska þættinum. Það sem maður er hins vegar afar undrandi á er það sem Sven segir í lok viðtalsins við Mbl.is. Þar segir hann:
Við vorum með staðreyndirnar og spurðum spurninga út í þær, það er allt og sumt, greinir Bergman frá í samtali við mbl.is.
Þarna fer Sven Bergman gróflega með rangt mál. Þeir voru ekki með neinar sannanir. Honum er að vísu vorkunn, því hann hefur eðlilega trúað á að rannsókn vinar hans væri byggð á traustum sönnunum, en svo reyndist ekki vera, þegar á reyndi.
Ekki meira um þetta. Eins og hér hefur verið drepið á er óheiðarleiki í athafnalífi, viðksiptalífi og réttarfari. Afar stór þáttur í þessu er óheiðarleiki blaðamanna, sem virðast líta á sig sem einkonar fríríki, utan við lög og réttlæti þeirra þjóðfélaga sem þeir starfa í. Ég fæ ekki séð að þriðja dómsstigið breyti á neinn máta þeim vandræðium sem við stöndum frammi fyrir, því miður.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Afar merkilegar athuganir hjá þér, Guðbjörn, vægast sagt! Hefurðu nokkurn tímann spurt Jón Steinar Gunnlaugsson út í eitthvað af þessu?
Jón Valur Jensson, 29.1.2017 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.