14.12.2007 | 17:08
Prestar í skólastarfi?
Mikið hefur verið rætt og ritað um aðkomu presta að starfsemi leik- og grunnskóla okkar. Af misjafnri þekkingu er mikið fjallað um meintan tilgang kirkju og presta en engin tilfelli nefnd þar sem barn hafi verið látið taka þátt í starfsemi presta gegn vilja sínum. Því síður er bent á atriði þar sem farið er út fyrir eðlileg kurteisis eða siðferðismörk. Þrátt fyrir allt þetta er mikið talað um mannréttindabrot án þess að slík brot séu tilgreind sem raunveruleiki en stöðugt talað um ætluð eða ímynduð slík brot.
Ég velti fyrir mér hvort hin mikla áhersla, undanfarinna áratuga á fresli einstaklingsins, sé að skila okkur þeim árangri að við séum að verða að hjörð einstaklinga sem hver hugsar um sig sem óháða öllum hinum, en þjóðarvitund og þjóðarsamstaða að hverfa. Hvað getur valdið því að mér finnst vera vaxandi harka í einstaklingkröfum eða kröfum fámennra hópa, sem gera kröfur til þess að meginþorri þjóðarinnar láti af venjum sínum og undirgangist ok þeirra. Er þetta kannski vísbendin um að fræðsla um lýðræðisvitun hafi lítið verið sinnt í skólum undanfarna áratugi?
Sjálfur naut ég þess á skólaárum mínum að prestur kenndi mér kristnifræði og fleiri fög. Engin þvingandi boðun var í þeirri fræðslu heldur eingöngu talað um kærleikann mikilvægi þess að viðra sannleikann og hvað það væri gott að vera góður við aðra. Frá þeim tíma sem ég var í skóla, hefur iðulega verið um það talað að kristnifræðsla hafi verið á miklu undanhaldi í skólastarfi. Sé það rétt, er langt frá því að slíkt hættuástand sé ríkjandi sem nokkrir einstaklingar hafa haldið fram að undanförnu.
En, ég hef tekið eftir öðru hættuástandi á undanbförnum árum. Það er vaxandi fjöldi barna sem birta í augum sínum depurð, einmannaleika, innri tómleika og sorg. Sjáið þið þetta ekki líka. Horfið í augun á börnum þegar þau eru ekki að takast á við einhver úrlausnarefni. Höfum við kannski verið svo upptekin í lífsgæðakapphlaupinu að við höfum ekki tekið eftir því að hið eðlilega æskublik og forvitni er að verða sjaldgæfari sjón í augum barna?
Ég velti því líka fyrir mér hvort þeir sem mest tjá sig gegn starfi presta í skólum, hafi í raun leitt hugann að því hvernig hugur barna starfar. Hvað muna þeir sjálfir mikið af því sem sagt var við þá á skólaárum þeirra, af atriðum sem ekki vöktu með þeim forvitni? Ég sjálfur man t.d. afar líðið af því sem presturinn talaði um. Ég man að mér fundust margar sögurnar fallegar en ég man ekkert úr efni þeirra. Ég á þarna minningu um mann sem var einstaklega lipur að tala við okkur þannig að okkur leið vel og okkur hefur öllum þótt einstaklega vænt um þennan mann, alla tíð síðan.
Í ljósi þessa má þá einnig spyrja: Hvaðan kemur foreldri vald til að meina barni sínu að vera með í hópi jafnaldra sem hlusta á sögur og syngja hlýlega söngva? Hafi barnið ekki innri áhuga fyrir sögunum eða því sem fram fer, dvelur hugur þess ekki lengi við það sem fram fór. Hömlun foreldrisins á því að barnið fylgdi hópnum getur hins vegar fylgt barninu alla ævi og orðið því til travala og varanlega skemmt sambandið milli foreldris og barns.
Látum börnin ekki gjalda þess þó okkur finnist Guð hafa brugðist okkur eða við fengið minni skammt af kærleika en við hefðum viðjað. Sýnum umburðarlyndi og það sem kalla mætti fjölmenningarleg viðhorf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.