17.1.2008 | 17:17
Vegna greinarinnar "Dæmalaus dómnefnd" í Mbl. 17. jan. 08
Vegna einstaklega rætinnar greinar á bls. 24 í Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. jan. 08, sendi höfundinum eftirfarandi bréf í tölvupósti.
Herra Hæstaréttarlögmaður,
Þorsteinn Einarsson.
EFNI: Vegna greinarinnar "Dæmalaus dómnefnd" sem birtist í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 17. Janúar 2008.
Ég las greinarkorn þitt í Morgunblaðinu í morgun og varð afskaplega hryggur yfir því sem ég las. Mér finnst það afskaplega sorglegt og til mikils vansa fyrir hina mikilvægu stétt Hæstaréttarlögmanna, þegar menn með slíka menntun og starfsheiti, skauta kæruleysislega framhjá sannleikanum og jafnvel fara með bein ósannindi, hvort sem það er í mæltu- eða rituðu máli.
Væntanlega veist þú, líkt og allir þeir sem fylgst hafa með þessari niðurlægingu forystumanna Sjálfstæðisflokksins, að dómnefndin tjáði sig ekki fyrr en eftir að Árni Math. vóg afar ódrengilega að starfsheiðri þeirra manna sem skipa nefndina. Það er undarleg dómgreind hæstaréttarlögmanns að vega að þeim mönnum sem reyna að verja æru sína, þegar þar er um að ræða menn með sömu menntun.
Ég geri því ekki skóna að þér sé ókunnugt um hvað standi í 2. gr. Stjórnarskrár okkar. Ég geri því ekki heldur skóna að þér sé ókunnugt um hvernig lög eru upp byggð; hvers vegna sumt er sagt en öðru sleppt. Í ljósi þessa er undarlegt að lesa ummæli þín um dómnefndarmenn annars vegar og valdssvið ráðherra hins vegar.
Fjórði dómnefndarmaðurinn á blaðamannafundinum var, eins og lesa má í grein þinni, augljóslega fastamaðurinn í nefndinni sem vék sæti í málinu, en vildi auðsýnilega sína varamanni sínum samstöðu í málinu með því að vera viðstaddur. Vonandi öðlast þú fljótlega þroska til að skilja svona einfalda samstöðu manna. Í grein þinni segir þú:
"Sú niðurstaða dómnefndar að ráðherra hafi borið að fara að umsögn hennar er röng. Dómnefndin misskilur hlutverk sitt og misles einfaldan lagatexta. Lögin eru skýr. Dómnefnd er falið eitt og aðeins eitt hlutverk: Að veita ráðherra umsögn um umsækjendur, sem hann hefur til hliðsjónar þegar hann tekst á hendur það lögskipaða hlutverk sitt að gera upp á milli umsækjenda. Nefndin veitir álit en ákveður ekki neitt. Ráðherra metur sjálfur umsækjendur." (Leturbreytignar eru mínar G.J.)
Þetta er afar athyglisverður kafli úr grein þinni, sérstaklega þegar skoðað er hver fer rangt með og hver misles einfaldan lagatexta. Lítum nú á hvernig þetta hljómar í samanburði við dómstólalög.
Það er 12. gr. Dómstólalaga sem fjallar um val og skipan héraðsdómara. Fyrsta málsgreinin hlóðar svo:
"Dómarar í héraði eru 38 að tölu og skipaðir ótímabundið í embætti héraðsdómara af dómsmálaráðherra."
Þetta er einfaldur texti sem flestum er auðvelt að skilja. Þarna er tekið fram að dómsmálaráðherra skipi héraðsdómara, en hvergi minnst á að hann velji þá.
Í þrígreiningu valdssviða í lýðræðisskipulagi okkar, er það yfirleitt svo að valþáttur fylgir ekki skipunarvaldi, vegna þess að þessi þrjú svið: framkvæmdavald (ráðherrar), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald, eiga að vera aðskilin og mega því ekki hafa áhrif hvert á annað. Við höfum horft fram hjá þessu með Alþingi og ríkisstjórnir, en við höfum borið gæfu til að hafa dómsvaldið tiltölulega sjálfstætt, þar til nú á síðustu árum.
Samkvæmt þrískiptingunni, fer forsetinn og ráðherrarnir með framkvæmdavaldið saman. Forseinn VELUR EKKI ráðherrana en hann skipar þá í embætti og lætur þá framkvæma vald sitt. - Forsetinn fer með löggjafarvaldið með Alþingi, en hann VELUR EKKI hverjir sitja á Alþingi. Hann stýrir ekki starfi þess en segir fyrir um hvenær það komi saman og hvenær það fari í leyfi eða frí. Lagagjörningar Alþingis verða ekki heldur að veruleika fyrr en forseti hefur staðfest þau.
Alla þessa þætti þekkjum við og viðurkennum. Meginreglan er sem sagt sú að sá sem hefur skipunarvaldið innan þessarar þrígreiningar valdssviða lýðræðisskipulags okkar, hann hefur ekki jafnframt valdið til að velja hverjir eru skipaðir. Sama á við um skipan héraðsdómara, eins og glögglega kemur fram í 3. málsgr. 12. gr. Dómstólalaga, sem einmitt fjallar um aðferðarfræði við val og skipun héraðsdómara. Þar segir svo:
"Dómsmálaráðherra skipar þrjá menn í dómnefnd til þriggja ára í senn til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Hæstarétti og er hann formaður nefndarinnar. Tilnefnir Dómarafélag Íslands annan mann í nefndina úr röðum héraðsdómara en Lögmannafélag Íslands þann þriðja úr hópi starfandi lögmanna. Varamenn skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt."
Eins og þarna má sjá, SKIPAR dómsmálaráðherra þrjá menn í dómnefnd sem fjalla á um hæfni umsækjenda. Dómsmálaráðherra fær ekki að hafa nein áhrif á hverjir valdir eru til að gegna starfi í þessari nefnd, þó honum sé gert að SKIPA hana. Jafnframt má einnig sjá þarna að löggjafarvaldið hefur EKKI ætlast til að dómsmálaráðherra hefði neitt með það að gera að meta hæfnisþætti umsækjenda, því honum er hvergi ætlaður staður í því ferli. Þekkt er að þegar ráðherra hefur eitthvað að segja um efnisval, flokkun eða niðurstöður úr starfi nefnda, þá gerir löggjafinn ráð fyrir að viðkomandi ráðherra skipi formann nefndarinnar. Þarna er ekki svo, því sá maður sem Hæstiréttur tilnefnir skal vera formaður nefndarinnar.
Eins og hér hefur verið rakið er greinin þín í Morgunblaðinu í dag að meginstofni til argasta bull og hlaðin svo miklum ósannindum og rangfærslum að hún er þér og stétt þinni til verulegrar smánar. Best væri að þú bæðist opinberlega afsökunar á þessari vitleysu þinni og dragir greinina til baka.
Þetta bréf mun birtast á Netinu, á bloggsíðu minni "gudbjornj.blog.is. Auk þess mun þetta verða efni í ritverk sem ég er að vinna að, um heimskuverk hámenntaðra manna.
Ég mun biðja þess að Guð hjálpi þér að gera ALDREI oftar svona lítið úr sannleikanum og réttlætinu, eins og þú gerðir í þessari grein.
Guð blessi þér framtíðina.
Reykjavík 17. janúar 2008
Guðbjörn Jónsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Komdu sæll Guðbjörn: Þakka þér fyrir innskotið um daginn varðandi listamanninn Samúel í Selárdal, stóð í mér þarna í hita leiksins.
En að nú öðru, ef eins og þú ert að segja að dómnefnd beri að tilnefna man til embætis héraðsdómara, ber nefndinni þá ekki að tilnefna 1, hví ætti hún að tilnefna 3, hvað liggur að baki mati nefndar ekki veit ég það, og ég efast um að þú hafir aðgang að trúnaðarskjölum um þessa einstaklinga
Ef rök þín í greininni hér að ofan segja eitthvað, um starfshætti nefndarinnar þá ætti nefndinni að segja, þessi einstaklingur er sá sem er hæfastur og tilgreina einn af umsækjendum, og ráðherra ætti þá að haga sér eins og stimpill og skipa þennan mann í embætti, er það ekki rétt skilið hjá mér, eins og Hæstiréttur skipar 1 og dómarar annan og lögmen þann þriðja, hvert er þá vald ráðherra yfirleitt ef aðrir taka ákvarðanir fyrir hann?, ekki taka þetta óstinnt upp, því hvers vegna er kosið á 4 ára fresti til að mynda, er það ekki til að almenningur sem framselur vald sit til alþingismanna, geti látið sitt álit í ljós.
Og svona á meðan ég er að, hvernig vilt þú að dómarar séu skipaðir, ráðherra ákveður, Alþingi greiðir atkvæði, almenningur til dæmis á norðurlandi kýs í kosningu um það( Bandaríska kerfið ), eða eitthvað annað.
Magnús Jónsson, 18.1.2008 kl. 22:08
Sæll Magnús og takk fyrir spurningar þínar. Flokkunarreglur dómnefndar eru ekki huglægar, heldur ákveðnar bæði í lögum og svo líka í reglugerð. Samkvæmt flokkunarreglum geta tveir eða fleiri flokkast jafnir sem hæfastir og þá kemur til hið eina vald sem ráðherra hefur í sambandi við skipan héraðsdómara. Honum er heimilt að velja einhvern af þessum hæfustu (sem flokkuðust jafnir). Þú spyrð hvert sé vald ráðherra yfirleitt ef aðrir taka ákvarðanir fyrir hann.
Vald ráðherra er allt fólgið í lögum sem Alþingi hefur samþykkt og ekkert umfram það nema fá það staðfest af Alþingi, því ráðherra er einungis framkvæmdaaðili ákvarðana Alþingis. Hann hefur í raun afar takmarkað sjálfstætt eða sjálfsákvörðunarvald. Ef við höldum okkur við það málefni sem til umræðu er, þ. e. skipun héraðsdómara, getur þú væntanlega sjálfur séð, með því að lesa 12. gr. dómstólalaga, að löggjafarvaldið hefur hvergi veitt ráðherra heimild eða aðgangs að ferlinu við að velja úr umsækjendum. Ef löggjafinn hefði ætlað ráðherra slíkt, hefði löggjafinn verið að brjóta 2. gr. stjórnarskrár afar gróflega. Ef hins vegar löggjafinn hefði ætlað ráðherra slíkt, þrátt fyrir 2. gr. stjórnarskrár, hefði löggjafinn tvímælalaust kveðið á um (eins og ævinlega er gert) að dómsmálaráðherra skipaði formann dómnefndarinnar. En eins og þú sérð, er það Hæstiréttur sem skipar formanninn.
Ég næ ekki alveg sambandi við pælingar þínar í sambandi við kosningar til Alþingis. Ferlið er hins vegar það að fólkið í landinu kýs fulltrúa sína til setu á Alþingi, en framselur þeim ekki vald sitt nema að því leiti sem fólkið er samþykkir gjörðir Allþingis. Þingmenn eru FULLTRÚAR fólksins, ekki yfirvald. Fólkið getur þvingað Alþingi til afsagnar ef það gengur gróflega á skjön við vilja fólksins. - Það er svo Alþingi sem kýs ráðherrana og ber ábyrgð á þeim. Forsetinn skipar ráðherrana en velur þá ekki, að öllu jöfnu.
Að lokum spyrð þú hvernig ég vildi hafa skipan dómara. - Ég er mjög sáttur við skipan dómnefndarinnar eins og hún er nú í lögunum. Ég vildi hins vegar að val nefndarinnar væri staðfest af 3/4 hluta Alþingis, sem þyrfti þá að velja úr ef dómnefndin flokkaði fleiri en einn hæfastann. Og þegar kandídat væri valinn, mundi forseti skipa hann í embættið.
Ég vona að þetta svari einhverju af spurningum þínum. Ef svarið er ekki nægjanlegt, eða fleiri spurningar vakna, er mér ljúft að reyna að svara þeim.
Með kveðju. G. J.
Guðbjörn Jónsson, 19.1.2008 kl. 00:28
Hvern finn ég hér Gamlan góðan vin
Sæll og blessaður Bubbi minn, hér flengist inn í kommentakerfi þitt fljóð úr Saurbæjahreppi þetta er ótrúlega skemmtilegt, ég ætla nú bara að hendast í að bjóða þér bloggvináttu
Kær kveðja frá henni Gunnu frá Grund/Skuld
Guðrún Jóhannesdóttir, 21.1.2008 kl. 23:15
Heil og sæl vinkona!
Það hoppar nú svolítið í manni hjartað þegar ungdómsárin banka svona allt í einu á skjáinn hjá manni. Ég læt þig fljótlega heyra í mér á beinni linu, þó efalaust margir vildu lesa yfir ýmislegt úr bernskubrekum okkar. Ég sé af myndinni og því sem ég sá með snöggri yfirferð yfir síðuna þína, að þú hefur þroskast skemmtilega. Vonandi að þú eigir enn dillandi hláturinn sem ævinlega lífgaði hressilega upp á umhverfið.
Heyrumst fljótlega.
Kær kveðja, Bubbi
Guðbjörn Jónsson, 22.1.2008 kl. 16:24
Þroskast skemmtilega
Þetta er nú með því besta sem hefur verið sagt við mig langa lengi
Það er allavega EKKI minna af mér en þegar ég sá þig íðast hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.1.2008 kl. 11:37
ÚPS! Síðast átti þetta að vera, ekki íðast hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.1.2008 kl. 11:38
Hæ Gunna!
Ég næ líka ekki alveg ein langt upp í loftið og þegar við sáumst síðast, en þar er dálítið lengri leið að labba í kringum mig. En það hafa það nú flestir af.
Guðbjörn Jónsson, 24.1.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.