Sala aflaheimilda hefur ALDREI verið lögleg

Framtak Kristins Péturssonar, að ná í eintak af álitsgerð Gauks Jörundssonar, lagaprófessors, frá 28. júlí 1983, er afar áhrifamikið í baráttunni gegn hinni ranglátu framkvæmd stjórnunar fiskveiða hér við land. Þetta álit Gauks, sýnir svo augljóslega hinn alvarlega og yfirvegaða ásetning stórútgerðarmanna, að ná undir sig yfirráðum yfir fiskimiðum landsins. Gagnlegt væri fyrir Kristinn að verða sér úti um afrit af bréinu frá LÍÚ til ráðuneytisins, sem er kveikjan að þessu áliti, sem og að fá afrit af svari ráðuneytisins til LÍÚ. Það gæti verið upplýsandi um viðhorf ráðuneytisins til þessa álits Gauks.

Ég hef allt frá árinu 1985 haldið því fram að ALDREI hafi verið samþykkt á Alþingi neitt sem kallast geti VARANLEG AFLAHEIMILD. Alþingi hefur í raun ekki vald til slíkrar mismununar gagnvart þegnum þjóðfélagsins vegna ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála SÞ. Í 23 ár hefur enginn sjávarútvegsráðherra, enginn þingmaður og enginn þeirra sem tala fyrir þessum varanlegu aflaheimildum, geta fært fram lagafyrirmæli um slíkar heimildir. Eru líkur á að menn væru að taka á sig slíkt stöðugt áreiti vegna spurninga minna, í meira en tvo áratugi, ef lagafyrirmæli væru fyrir hendi? Ég tel svo ekki vera því mjög oft hef ég sett þessa menn í afar þvingandi og neyðarlegar aðstæður.

Þetta er ekki eini óvitaskapur stjórnvalda; en ég kýs að kalla alla vitleysuna við stjórnun fiskveiða óvitaskap en ekki ásetning til illra verka. Óvitaskapur stjórnmálamanna, þá á ég bæði við  ráðherra og þigmenn, er með afar miklum ólíkindum og sýnir svo algjöran trúnaðarbrest gagnvart fólkinu í landinu að undrum sætir hve vel þeir hafa sloppið. Líklega á þögn fjölmiðla stærstan þátt í hve þessi vitleysa hefur fengið að þrífast lengi. Rökræn gagnrýni hefur verið fyrir hendi öll árin, en aldrei fengið verðugt pláss í fjölmiðlum til að hægt væri að færa fram nauðsynleg gagnrök, því miður.

Segja má að alvarlegustu vandræðin byrji upp frá lagasetningunni 1990, en þá eru sett fyrstu ótímasettu lögin um stjórnun fiskveiða. Í þeim lögum eru engar skýrar reglur um úthlutun aflaheimilda, en í 5. gr.  er tekið fram að: "Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma til greina þau skip ein sem veiðileyfi fengu skv. 4. og 10. gr. laga nr. 3/1988 um stjórn fiskveiða...".  Í þeim lögum voru engar beinar reglur, heldur vísað til þeirra laga sem voru á undan. Svo var og um öll þau lög sem sett voru um fiskveiðistjórnun frá 1984 til ársins 1990, þegar fyrstu ótímasettu lögin voru sett. Það er í fyrstu lögunum, nr. 82/1983, sem sleginn er tónninn um skiptingu aflaheimilda. Þar er í 1. gr. fjallað um breytignar á 10. gr. þáverandi laga um fiskveiðar í landhelgi Íslands. Þar segir:

Með breytingunni er ráðherra gefin heimild til að ákvarða hámarksveiði ýmissa fiskistofna innan fiskveiðilögsögu Íslands, á ákveðnu tímabili eða vertíð. Einnig er honum heimilað að skipta hámarksaflanum milli einstakra veiðarfæra og skipa með hliðsjón af fyrri veiðum þeirra, stærð þeirra og gerð.

Þetta eru þær einu reglur sem settar hafa verið með lögum um skiptingu heildarafla á milli skipa. Hvað átt er við með hugtakinu  með hliðsjón af fyrri veiðum þeirra kemur fram í fylgiskjali með frumvarpi þessara laga, en þar er sagt að grunnreglan skuli vera sú að miða ávalt úthlutun aflaheimilda við veiðireynslu síðastliðinna þriggja ára. Enda geta menn séð að það er í raun rauður þráður í gegnum allar ákvaraðanir um veiðitakmarkanir sem ævinlega hafa verið teknar síðan. Má þar t. d. vísa till 1. mgr. 8. gr. laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir svo:

Verði veiðar takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal aflahlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila.

Vert er enn einu sinni að vekja athygli á því að ÞAÐ ER HVERGI Í LÖGUM TALAÐ UM AÐ ÞEIR Sem VORU VIÐ VEIÐAR 1980 - 1983 EIGI EINHVERN FORGANGSRÉTT TIL AFLAHULTDEILDAR.  Slík sérstaða hefur ALDREI fengið lagagildi og ævinlega verið stjórnarskrárbrot ráðandi afla í sjávarútvegsráðuneytinu. eins og nú er orðið staðfest.

Um færslu aflaheimilda á milli skipa, er ævinlega í fyrstu talað um FLUTNING á úthlutuðum aflakvóta. Síðar breytist þetta orðaval yfir í orðið FRAMSAL aflakvóta, og hefur það orðalag verið viðhaft síðan. Í skjóli þessa orðavals var farið að SELJA aflakvóta milli skipa. SALA hefur hins vegar ALDREI verið heimiluð.

Orðið FRAMSAL byggir á hugtakinu að afhenda, t. d. að afhenda einhverjum öðrum ákveðin réttindi eða hlunnindi sem þú hefur til umráða. Þessi réttindi eða hlunnindi mátt þú ekki selja, nema því aðeins að skýr heimild sé til slíks frá hendi lögformlegum eiganda þess sem á það sem framselja skal. Tökum dæmi:  Þú tekur íbúð á leigu í heilt ár. þegar árið er hálfnað, þarft þú að flytja og þarft því að losna undan leigusamningnum. Þú mátt ekki sjálfur leigja öðrum íbúðina, til tekjuauka fyrir sjálfan þig, en þú getur fengið heimild eigandans til að FRAMSELJA öðrum aðila það sem eftir er af samningnum. Góð hliðstæða því afllaheimildum er ævinlega úthlutað til eins árs í senn.

Í því tilviki sem hér um ræðir, er alveg ljóst að Alþingi hefur ALDREI heimilað sölu þeirra réttinda sem felast í úthlutun forgangs að nýtingu fiksimiðanna. í ljósi þessa hefur öll sala aflaheimilda verið ólögmæt og má jafna við fjárkúgun af hendi þeirra sem selt hafa.

Bæti meira við þetta á morgun. 

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög svo áhugaverður vinkill á þetta mál, sem fram kemur í þessari grein. Ég verð að viðurkenna að mér hafði nú ekki dottið þetta sjónarhorn í hug ég get ekki betur séð en að þú hafir alveg rétt fyrir þér þarna.  Það verður fróðlegt að lesa framhaldið.  Alltaf er að koma betur í ljós hvað þetta "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi"er "hressilegt" brot á öllum lögum en hefur einhverra hluta vegna fengið að halda sér næstum óráreitt í 25 ár, í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar, eingöngu til að þjóna "gróðafíkn" einstakra hagsmunaaðila.

Jóhann Elíasson, 9.2.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband