Á flótta frá spillingu og rugli

Maður er einhvern veginn kominn með upp í kok af öllu þessu rugli og áberandi skorti á virðingu stjórnmálamanna fyrir því fólki sem þeir eru að vinna fyrir. Ég ætla því að hoppa c. a. 40 ár aftur í tímann og rifja upp atvik þegar ég var eitt sumar að vinna á jarðítu við jarðabætur í sveitum Vestfjarða.

Ég var á bæ einum í Arnarfirði, þar sem bjuggu systkin sem voru frændfólk mitt. Eftir hádegi, einn daginn vorum ég og frændi að vinna í flagi ekki langt frá bænum. Þegar kom að kaffi, löbbuðum við heim í bæ til að drekka. Þegar við komum í dyrnar sat frænka á stól á miðju gólfi, með fat eitt mikið á milli hnjánna og var að hræra deig í fatinu með heljarmikilli sleif. Frændi hnippir í mig, bendir á hana og segir.

Hér situr mærin sveitt og rær,

sú er nú fær að vinna.

Stautnum hún hrærir alveg ær,

innan læra sinna.

Við áttum fótum okkar fjör að launa en fengum nú samt kaffi þegar við þorðum aftur inn í bæ.         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ekki hissa, þið hefðuð mátt vera kaffilausir heilan dag fyrir þetta

knús

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.2.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband