Fíknimáttur peningaeyðslunnar er mikill

Ég hef um nokkurn tíma velt fyrir mér hvort langvarandi streituálag og spenna hafi valdið geðrænni fötlun hjá miklum fjölda Íslendinga. Þetta fyrirbrigði væri vissulega verðugt rannsóknarverkefni, því þjóðfélag okkar hefur á afar skýran og einarðan máta sýnt að það er ekki fært um að lifa við opið hagkerfi, sem drifið er áfram af markaðslegum sjónarmiðum.

Hvers vegna segi ég þetta.

Fyrir u. þ. b. aldarfjórðungi, þegar verið var að gefa frelsi í vaxtamálum, skrifaði einn okkar bestu tölfræðinga, Pétur H. Blöndal, grein í dagblað, sem fjallaði um vaxtamál. Þar sagði hann efnislega á þá leið, að vextir af verðtryggðum lánum ættu helst að vera 2%, en aldrei hærri en 4%. Þeir sem héldu að hægt væri að hafa hærri vexti en það, samhliða verðtryggingu, gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir væru að segja. Öll framvinda þjóðfélagsins síðan þá, rennir styrkum stoðum undir þessi sjónarmið Péturs.

Opið hagkerfi, með virku markaðslögmáli, byggir fyrst og fremst á þróaðri dómgreind fólksins sem í þjóðfélaginu býr. Fari einhverjir þættir þjóðlífsins út fyrir eðlileg eða siðleg mörk, sýnir fólk á virkan hátt andstöðu sína og krefst breytinga. Þessir þættir eru ekki til staðar í Íslendingum, líklega fyrst og fremst vegna langvarandi streitu og spennu.

Þegar þessir virku aðhaldsþættir eru ekki til staða í hinu opna og frjálsa hagkerfi, hafa markaðsöflin ekki það aðhald sem þau eiga að hafa frá fólkinu, sem sýnir á áberandi hátt andstöðu sína við yfirgang markaðsaflanna; því þau fara ævinlega eins langt og þau komast hverju sinni. Þess vegna t. d. erum við að greiða hæstu vexti sem þekkjast; vegna þess að fíkn okkar í að eyða peningum er yfirsterkari skynseminni, líkt og hjá öðrum fíklum.

Um leið og við tökum lán, skuldbindum við okkur til endurgreiðslu þess á ákveðnu árabili. Þar með erum við búin að binda okkur fjötra ákveðinnar skyldu til að afla nægra tekna umfram þarfir til framfærslu, til þess að greiða afborganir lánsins. Við höfum sjálfviljug svipt okkur ákveðnu sjálfræði um ráðstöfun tíma okkar. Við höfum framselt einhverjum öðrum, (eiganda skuldarinnar) ákveðnum hluta af starfstíma okkar og verðum að skila honum afrakstrinum. Við erum þar með komin í spor þrælsins sem fjötraður var í ánauð. Eini munurinn er sá, að forðum var þrællinn fjötraður af öðrum, en við fjötrum okkur sjálf og það sjálfviljug. Það er akkúrat sömu fjötrar og reykingamaðurinn, alkahólistinn og fíkniefnanotandinn gera í fyrstu. Þeir fara sjálfviljugir í fjötrana en skortir svo yfirleitt sjálfsstyrk og kjark til að skera af sér þessa fjötra og læra aftur að lifa frjáls eins og fuglinn.           


mbl.is Skuldir heimilanna aukast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er einn af "vaxtaföngum" í augnablikinu vegna láns sem ég tók. Að vísu þætti  upphæðin hlægilega lítil miðað við barnafjölskyldur sem eru að kaupa fyrstu íbúðina. En þar sem ég stjórnast meira af hugsjón en hyggjuviti í peningamálum, lendi ég oft í kröggum vegna þess. Þess vegna verð ég að fara erlendis til að vinna fyrir mér svo ég endi ekki í þrælabúðum bankanna. Takk fyrir frábæran pistil sem tekur öllum öðrum fram samkvæmt minni skoðun í sambandi við fjármál.

Laxnes nóbelsskáldið okkar, fékk ekki að koma til USA aftur, því hann sagði sannleika um amerískt þjóðfélag sem þótti móðgandi.

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Kári Harðarson

Þú kemur með góða sýn á íslensku þjóðarsálina þarna, finnst mér.

Grænlendingar og indjánar í N.Ameríku hafa átt erfitt með brennivínið.  Kynni íslendinga af vestrænni menningu hafa verið svoldið stórslysaleg líka.  Við erum að verða neyslu að bráð á okkar hátt.

Okkur vantar ennþá tilfinnanlega uppeldi.  Við erum illla upp alin, í peninga og neyslumálum.  Það er hægara sagt en gert að breyta því hjá heilli þjóð.

Kári Harðarson, 7.3.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Það er satt Kári.  Vestræn þjóðfélög gáfust yfirleitt upp á uppeldinu fyrir 40 árum og síðan hefur siðferði og ábyrgð stöðugt verið á undanhaldi

Guðbjörn Jónsson, 7.3.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband