Nú sannast kenningin: eignaáform eða fiskifræði ??

Nú er rétt fyrir menn að fylgjast vel með framgöngu sjávarútvegsráðherra. Ef sömu sjónarmið ráða hjá honum gagnvart þorski og voru gagnvart loðnu, þá verður fljótlega gefinn út aukinn kvóti í þorski. Þá mun líka sannast að það er verið að stýra veiðinni eftir magni fisks á miðunum, en ekki einhverjum öðrum hagsmunum eða sjónarmiðum.

Ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti í þorski nú fljótlega, mun það endanlega sanna að samdráttur í aflaheimildum byggist ekkert á fiskifræði, heldur illa duldum áformum kvótagreifanna (lénsherrana sem stjórna Hafró bak við tjöldin) að ná eignarrétti yfir aflaheimildunum á Íslandsmiðum.

Sjáum hvað setur. Nú eru viðmiðin skýr. Nýlegar aðferðir við aukningu loðnukvóta vegna sjáanlega aukinnar loðnu á miðunum.  Og svo nú Feitur og pattaralegur þorskur út um allt, meira af honum en í fyrra og líka feitari. Forsendurnar þær sömu og í loðnunni, en vera viðbrögð ráðamanna þau sömu.   Við fylgjumst með.     


mbl.is Feitur fiskur úr sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilld þessi umræða ykkar sérfræðingana! Það er furðulegt að umræðan um þessi mál séu ekki AÐALUMRÆÐA á Alþingi í dag!

Það er alveg dæmalaus smáatriðaumræða sem einkennir alla umræðu sem ég hef nennt að hlusta á. Forgangsröðum mála á Alþingi er stórlega ábótavant þó ég segi ekki meira. Er líka steinhissa að ekki fleyri taki þátt í svona þýingarmiklum málum eins og þetta er.

Þakka ykkur báðum Guðbjörn og Kristinn, fyrir fróðleg blogg og alvöru umræðum um eitthvað sem skiptir máli.

Þið vitið sjálfsagt báðir mína afstöðu í veisluhöldum hvala og sela í fiskibúskapnum okkar sem ég myndi vilja stoppa.

En ráðamenn eru sjálfsagt uppteknir af veisluhöldum sjálfir því þeir mæta varla á þing lengur, svo mikið er að gera hjá þeim, við að sinna eigin hagsmunum...

Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kristinn!  Þetta er svolítið vandræðalegt að  þurfa að  horfa á þetta frá þessum sjónarhól.  Ég get ekki ímyndað mér annað en menn geri sér almennt grein fyrir hve kjánalegt þetta  svokallaða togararall er.  En gefum okkur að  forsendurnar sem þú setur upp, sé raunveruleikinn Hvað þá?

Ef þorskstofninn er 700 þúsund tonn, og hafsvæðið sem rallið tekur yfir er 0.14% af útbreiðslusvæði þorsksins, erum við að tala um að 980 tonn af þorski séu á þessum 0.14% hafsvæðisins.

Nú segir þú að trollið taki ekki yfir nema 3 metra af dýpi þess sjávar sem togað er yfir. Dýpi getur verið frá c. a. 50 metrum niður á 500 metra. Gefum okkur að meðaldýpið sé 200 metrar og að fiskur dreifi sér einungis á neðri hluta þess dýpis, eða á c. a. 100 metra dýpisins. Þá væru þessir 3 metrar sem trollið tekur yfir einungis 3% þess rúmmáls sjávar sem reikna mætti með fiski á, við yfirferð trollsins.

Við sögðum að á rallsvæðinu væri , miðað við forsendurnar, 980 tonn. Ef við reiknum 3% af því magni, væru á vegi trollsins 29,4 tonn af fiski.

Ef við gæfum okkur að trollið næði 25% af þeim fiski sem á vegi þess verði, væri allt togararallið að skila af sér 7.35 tonnum af fiski

Ef við gefum okkur að trollið skili 10% af þeim fiski sem á vegi þess verður, erum við að tala um að allt togararallið skili af sér 2,94 tonnum af fiski.

Það getur ekki verið heilibrigt að halda að togararallið segi eitthvað til um þorskgengd á miðunum 

Guðbjörn Jónsson, 12.3.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þessi reikningur er réttur sem ég hef enga ástæðu til að efast um, er það ljóst að HAFRÓ má leggja niður sem ALGJÖRAN óþarfa!

Ódýrara fyrir Sjávarútvegsmálaráðherra að fá sér spákúlu og stjörnuspeking..ég er alltaf að hallast meira og meira að því að HAFRÓ sé leynilegur trúflokkur sem felur sig bak vísindi....eins og Vísindakirkjan t.d. gerir....

Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband