15.3.2008 | 13:51
Það eru ekki bara dómararnir sem gera mistök
Niðurstaða dómaranna í þessu máli er afar undarleg og að flestu leiti utan þeirrar dómgreindar sem maður hlýtur að vænta frá dómendum. Mál þetta er á margan hátt afar athyglisvert, einkanlega þó fyrir þá þætti sem vantar á það sem kalla mætti eðlileg viðbrögð við því slysi sem þarna varð.
Slysið á sér stað 15. nóvember 2005, en Vinnueftirlitinu barst ekki tilkynning um slysið fyrr en hinn 14. apríl 2006, eða heilum 5 mánuðum eftir að slysið varð. Slys á vinnustað á að tilkynna Vinnueftirlitinu þegar í stað, svo farið geti fram vettvangsrannsókn vegna atburðarins. Þessa grundvallarskyldu uppfyllti rekstraraðili skólans ekki og dómurunum yfirsést að átelja slíkt í dómi sínum.
Þegar slysið á sér stað, er vitnið Y, sem er hjúkrunarfræðingur, í kennslustofunni en kveðst ekki hafa séð hurðina lenda á kennslukonunni, en hún hafi strax séð að áverkarnir væru alvarlegir. Þessir áverkar hlutu að vera á höfði, því þar kom höggið. Þrátt fyrir það er kennslukonan ekki flutt á slysadeild til rannsóknar, heldur virðist hún sjálf leita til heilsugæslunnar á svæðinu á slysdag, út af óþægindum og höfuðverk. Ekki er þess getið að heilsugæslulæknir hafi látið fara fram neina rannsókn á höfði konunnar í það skiptið og ekki heldur þegar hún kemur aftur á heilsugæsluna sex dögum síðar og þá með veruleg óþægindi og andlega vanlíðan.
Í dómnum segir að konan hafi reynt að fara aftur að vinna en gefist upp á því. Þá segir að síðasta skoðun á heilsugæslustöðinni hafi farið fram í lok apríl 2006 og í vottorði heilsugæslulæknis segi að bati sé hægur og óþægindi viðvarandi. Hún þjáist af höfuðverk, eymsli í hálsi og herðum. Þá séu þreyta og þrekleysi að trufla hana.
Í mínum huga er það mikið meira en grafalvarlegt að konan hafi ekki verið þegar í stað eða í það minnsta þegar hún kom aftur á heilsugæslustöð sex dögum síðar, enn með óþægindi, tekin í nákvæma rannsókn á höfði, með öllum tiltækum búnaði og tækjum hátæknisjúkrahúss okkar. Mikil umræða hefur farið fram um alvarleika innri áverka sem skapast geta af höfuðhöggum, og er það t. d. ein af ástæðum þess að hnefaleikar eru bannaðir hér.
Mér finnst verlega ámælisvert hvernig stjórnendur skólans, heilsugæslulæknir og heilsugæslustöð, bregðast mikilvægum skyldum sínum á örlagastundum þessa máls. Mér finnst það líka afar ámælisvert að dómarar skuli ekki hafa dómgreind til að sjá þessa vankanta og áfellast, að því er virðist, kæruleysislega meðferð sjúklingsins miðað við það slys sem hún lenti í. Svona kæruelysi má ekki endurtaka sig í þjóðfélagi sem státar sig af frábæru heilbrigðiskerfi.
En víkjum þá að dómsniðurstöðunum.
Niðurstöður dómaranna eru um margt afar einkennilegar og verða að flokkast sem vanhugsaðar. Barnið sem olli slysinu sem og kennarinn sem fyrir því varð, voru bæði á sínum eðlilega vinnustað, því skólinn er vinnustaður bæði barna og kennara. Bæði voru þau því á ábyrgð rekstraraðila skólans, þó einungis annað þeirra, kennarinn, hefði laun fyrir vinnu sína. Slys á öðru þeirra, sem orsakast vegna ógætni hins, er innan bótaskyldu rekstraraðila skólans, en ekki á persónuábyrgð þess sem óhappinu olli. Þessi réttarstaða er löngu þekkt í okkar samfélagi og því óskiljanlegt að dómarar þessa máls skuli hunsa hana.
Um það hvenær fullorðinn maður sýnir barnaskap og hvenær er hægt að ætlast til að barn sýni þroskaða yfirvegun fullorðins manns eru athgylisverð dæmi í þessum dómi.
Fram kemur í dómnum að barnið sé greint með Aspergerheilkenni, sem m. a. komi fram í hvatvísi og pirringi við röskun á reglubundnu umhverfi og aðstæðum. Líkur eru leiddar að því að hvatvísi hennar hafi valdið slysinu en ekki ásetningur um að valda kennaranum skaða. Barnið var reitt og langt frá því að vera í jafnvægi sem 11 ára barn, hvað þá að þetta barn hafi verið í yfirveguðu ástandi fullorðins manns og því geta brugðist við óvæntu áreiti með afslappaðri yfirvegun; en það er einmitt það sem dómararnir gera kröfu til í niðurstöðum sínum. Í dómnum segja þeir:
Ekkert liggur fyrir um það í málinu að B (stúlkan) hafi ætlað að skella hurðinni á stefnanda (kennarann) umrætt sinn heldur er líklegar að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni sinnaðist við skólabræður sína. Á hinn bóginn mátti henni vera ljóst að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli eins og slegið hefur verið föstu að hún gerði, væri hættulegt og hlaut hún að gera sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér.
Í þessar einu setningu sýnir dómarinn verulegan dómgreindarbrest, ef ekki hreinan barnaskap. Hann ætlast til að 11 ára barn, með þá fötlun sem þessi stúlka hefur, sem auk þess að reið og pirruð, bregðist við af yfirvegun. Fullorðinn maður þarf að vera verulega mikið andlega þroskaður til að bregðast við af yfirvegun þegar hann er reiður, eða honum finnist gert á hluta sinn. Að gera slíkar kröfur til 11 ára barns, er gjörsamlega óafsakanlegt hjá dómara þessa máls. Að dómarinn skuli vera kona finnst mér öllu alvarlegra. Því einhvern veginn finnst manni þægilegra að afsaka barnaskap karla gagnvart andlegum skilningi á þroska og andlegri getu barna, því einhvern veginn finnst manni konan með næmari skilning á sálarlíf barna.
Segja má að þetta mál sé ekki einungis sérstakt vegna einkennilegrar niðurstöðu dómaranna, heldur vegna þess hve ALLIR viðbragðsaðilar málsins, rekstraraðili skólans, heilsugæslulæknirinn og allir sem að þessu máli koma, virðast skeyta litu um afleiðingar höfuðhöggsins sem kennarinn fékk. Atvikið verður ekki aftur tekið, en einhvern veginn finnt mér að ekki sé enn farið að grafast af alvöru fyrir um það hverjar raunverulegar afleiðingar höfuðhöggsins voru og hvaða áhrif það hefur á heilsu og líðan kennarans í framtíðinni.
Er slíkt ásættanlegt í þjóðfélagi sem kallar sig lýðræðislegt réttarríki með frábæt heilbrigðiskerfi?
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 165583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pisill Guðbjörn minn! Nefndi nú óvart nafnið bitt í kommentynu mínu till Sigga þórðar. Bara jákvætt að sjáfsögðu. Bíð háfpartinn eftir maili frá þér. Pantaði tíma hjá Glitni Ráðgjöf og má koma á mánudaginn. En þeir sem ég hef talað við eru ekki alveg svo ánægðir með þessa ráðgjöf. Kalla hana "yfirborðskennda". Veit ekkert um það samt. Takk fyrir fræðsluna.
Mig grunar nú að einelti á þessari stúlki hafi ekki verið reynt að stoppa í tæka tíð þótt það sé ekkert sem afsaki ofbeli. Var bara að kíkja, ligg eiginlega í flensu núna. Skrifa kannski mail. Kærar kveðjur kæri vinur..
Óskar Arnórsson, 15.3.2008 kl. 14:07
MAÐUR ER BARA ALVEG ORÐLAUS YFIR ÞESSU MÁLI ,OG MIKIÐ REIÐUR EF ÞETTA HEFÐI VERIÐ ÖFUGT , HEFÐI ÞETTA ÞÁ ENDAÐ SVONA , NEI ÞAÐ HELD ÉG EKKI
Sigríður Wium (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:17
..Vonum að Hæstiréttur leirétti þetta mál..
Óskar Arnórsson, 15.3.2008 kl. 15:13
Takk fyrir Óskar. Ég er að verða hreyfanlegur eftir aðgerðina. Biðin styttist.
Já Sigurður, ég varð líka orðlaus um tíma en síðan afar hryggur yfir fátækt okkar af dómurum með metnaðarfulla dómgreind. Ég er alveg viss um að það hefði ekki endað svona ef forsendurnar hefðu snúist við.
Þakka þér Jurgen fyrir innlitið og vinsamleg ummæli.
Guðbjörn Jónsson, 15.3.2008 kl. 18:16
Mig langar að benda á viðtal við Evald Sæmundsen á ruv í kvöld.
"Dómur byggi á vanþekkingu um fötlunDoktor í einhverfu segir dóm héraðsdóms frá í gær vera dæmi um alvarlega vanþekkingu á fötluninni. Kennara í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi voru dæmdar 10 milljónir króna í skaðabætur vegna þess að 11 ára stúlka renndi hurð á höfuð hennar.
Í dómnum segir að stúlkunni hafi mátt vera ljóst að hættulegt væri að loka hurðinni með afli. Stúlkan er greind með aspergerheilkenni sem er fötlun skyld einhverfu. Evald Sæmundsen, doktor í einhverfu, segist furðu lostinn yfir niðurstöðu dómsins. Tveir sérfræðingar hafi metið hurðina en bæklingur um aspergerheilkenni hafi verið látinn duga til að meta stúlkuna."
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item196953/
og beint úr fréttum á ruv.is
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397866/2
Móðir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:57
Takk fyrir góðan pistil Guðbjörn. Svona dómur er algjört reiðarslag fyrir foreldra eins og mig sem eiga barn með Asperger heilkenni. Ég hélt að það væri vaninn að í máli þar sem á í hlut aðili með geðræna fötlun þá væri stuðst við álit geðlækna. Þetta dómskerfi okkar er orðið háborinnar skammar fyrir þetta þjóðfélag.
Huld S. Ringsted, 15.3.2008 kl. 22:19
Ég er alveg sammála þér Huld. Ég sé ekki betur en brýna nauðsyn beri til að setja héraðsdómara okkar í endurhæfingu. Það er ekki ásættanlegt hve mikið er um óvandaða dóma frá héraðsdómurum. Það er eins og hjá þeirri starfsstétt sé verulegur skortur á skilningi á jafnræði, jafnrétti og hvaða kröfur hægt er að gera til mismunandi einstaklinga. Samlíkingin hjá Evald Sæmundssen, um tvo sérfræðinga til að meta hurðina en einn lítinn bækling til að meta andlega getu barnsins, segir í raun mikið meira en þessi fáu orð geta tjáð.
Guðbjörn Jónsson, 16.3.2008 kl. 10:28
Guðbjörn mig langar að þakka þér fyrir þessa úttekt á málinu. Þetta mál hefur legið á mér eins og mara frá því að ég heyrði um dóminn.
Ég er ofboðslega glöð að Evald skuli koma fram sem sérfræðingur og tjá sig.
Ég ætla rétt að vona að móðir stúlkunnar áfrýji. En það kostar líka peninga og ekki víst að fjölskyldan hafi bolmagn í slíkar aðgerðir.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.3.2008 kl. 14:29
Þakka þér fyrir Jóna. Ég er sama sinnis og þú í þessu máli. Það sem ég er að vona, er að tryggingafélag móðurinnar muni verða bakkup við áfrýjun, því þeirra hagsmunir eru svo ríkir í að móðirin verði sýknuð.
Takk fyrir öll yndislegu bloggin þín og þinn yndslega húmor, við þær aðstæður sem lífið hefur skammtað þér.
Guðbjörn Jónsson, 16.3.2008 kl. 16:45
góður Bubbinn, alltaf góður
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.3.2008 kl. 17:17
Virkilega vel orðað. Þarf í raun ekkert að bæta við, ef ég vil sýna skoðun mína á málinu þá get ég vitnað í þín skrif.
Þórður Sveinlaugur Þórðarson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.