Hvað vilt þú að ég geri, sagði læknirinn?

Ég lenti í óhappi með vinstri handlegginn haustið 2001, sem hafði þau eftirköst að ég var með verk allt frá fingrum og upp í öxl. Verkur þessi versnaði með árunum. Seint og um síðir var svo ákveðið að gera eitthvað í málunum og ég settur í hverja myndatökuna á fætur annarri. Síðan var ég settur í ómskoðun og að lokum í Ísotópaskann. Fyrsti læknirinn sendi mig til annars læknis og sá sendi mig áfram til þess þriðja, sem átti að skera upp öxlina.

Þegar sá læknir var búinn að skoða myndirnar, þukla öxlina og lýsa því hvað hann teldi að væri að, leit hann á mig og spurði.

Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?

Ég horfði fyrst á hann hugsi, en þá var mér fært svarið til hans á silfurfati. Ég horfði einlæglega á hann og sagði:

Ég er staddur í þotu í 30.000 feta hæð og það er komið að því að undirbúa lendingu. Þá kemur flugstjórinn til mín, horfir einlæglega á mig og segir. Hvað vilt þú að ég geri?

Við þessa sögu skellihló læknirinn og sagðist bara gera það besta sem hann kynni og ég yrði bara að sætta mig við það.

Ég samþykkti það og aðgerðin tókst í alla staði frábærlega vel og handleggurinn á góðum batravegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Góður


Guðrún Jóhannesdóttir, 18.3.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilld að venju Gubjörn minn! Hlutirnir þurfa að gerast í réttri röð, ekki satt?

Óskar Arnórsson, 19.3.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband