25.3.2008 | 15:13
Vextir ættu að vera 2%, sagði Pétur Blöndal fyrir rúmum 20 árum.
Fyrir rúmum 20 árum þegar verið var að gefa lánastofnunum frjálsar hendur til ákvarðana á vöxtum inn- og útlána sinna, skrifaði Pétur Blöndal, þá kynntur sem stærðfræðingur, blaðagrein um vexti og verðtryggingu. Kafli úr þeirri grein er eftirfarandi:
7% vextir verða 96% á tíu árum
VEXTIR af hinum verðtryggðu skuldabréfum eru óheyrilegir. Þetta er nákvæmlega sama skyssan og menn gera í sambandi við launasamninga. Þeir halda að bæði sé hægt að hækka launin um 20% og verðtryggja þau síðan. Sama sagan er með skuldabréfin. Menn halda að það sé hægt að taka af þeim 6-7% vexti og verðtryggja þau svo. Þeir sem ákveða þetta hafa engan skilning á verðtryggingu.
Ef fjármagn er fullkomlega verðtryggt ættu vextir að vera um 2%. Vextir hafa óskaplega mikið að segja þegar um 10 ára árstíma er að ræða. Við getum tekið sem dæmi að 2% vextir í 10 ár þýða það að upphæðin hækkar um 22%. 7% vextir í 10 ár þýða að upphæðin hækkar um 96%. Vextir ættu aldrei að fara yfir 4% í verðtryggðum skuldbindingum.
Vextir af þessum bréfum eru komnir niður í 4% núna, en voru upphaflega 6 eða 7% og þetta var besta fjárfestingin sem hægt var að fá í heiminum með tryggingu einhvers ríkis. Það var að vísu hægt að fá betri tryggingu í einhverjum gullnámum eða olíuhlutafélögum, en þá er alltaf ákveðin áhætta.
Ef um áhættulaust fjármagn er að ræða er fjarstæða að fara með vexti upp fyrir 4%.
Þannig lítur nú kaflinn um vextina út í þessari rúmlega 20 ára gömlu grein hans Péturs Blöndal. Eitthvað hefur hann ruglast í fræðunum á þessum tíma, því ekki hef ég heyrt hann mótmæla af neinum krafti því vaxtaokri sem hér viðgengst. Það væri gaman að heyra hann skýra út forsendurnar fyrir þessum háu vöxtum nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Pétur Blöndal bjó til Kaupþing með því að stunda umsvifamestu okurlán sem sögur fara af á Íslandi þegar hann var í Verslunarhöllinni...fyrir utan það að hann er illmenni inn að rótum sem eftirlíking af mannesju!
Nú eru geir Haarde, Davíð Oddson og Ingibjörg í kór búin að gefa tóninn. Það á að þjarma að venjulegu fólki með tvöföldu eða þreföldu afli!!
Óskar Arnórsson, 25.3.2008 kl. 15:40
Pétur hefur lengst af vitað SÍNU viti um fjármál.
Guðbjörn Jónsson, 25.3.2008 kl. 17:03
hehe..ef fjármálavit er að bera með "svik og pretti" aðferðina, gæti ég orðið ansi ríkur maður...maður hefur nú lært úmislegt á samtölum við "hvíflibbaganstera" í fangelsum..
Óskar Arnórsson, 29.3.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.