Eru óprúttnir miðlarar aðalvandinn?

Ég set afar stórt spurningamerki við það hvort hægt sé að setja viðfangsefnið upp með þeim hætti sem þarna er gert. Það er sama hvert viðfangsefnið er, ef útlínur þess leyfilega og þess siðlega eru ekki skýrar, munu þeir sem starfa innan þeirra reglna ávalt verða að byggja á eigin þekkingar og reynslugrunni, við hinar ýmsu ákvarðanatökur.

Í peninga- og verðbréfaumhverfinu hafa engar skýrar reglur verið settar. Þar er einnig starfandi fólk, sem væntanlega hefur þokkalegar prófgráður, en afar takmarkaða þjóðfélagslega þekkingu og vegna ungs aldur, nánast engan reynslubakgrunn.

Sá sem ber höfuðábyrgðina á því hve illa hefur verið staðið að setningu skýrra reglna í þessu umhverfi, er einmitt maðurinn sem nú gagnrýnir þetta umhverfi harðlega. Er hugsanlegt að þennan mann skorti yfirsýn eða dómgreind til þess að átta sig á sinni eigin ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í þjóðfélagi okkar? var það ekki ríkisstjórn undir forsæti þessa manns sem innleiddi það FRELSI á peninga- og verðbréfamarkaði, sem nú er á góðri leið með að setja þjóðina í fjárhagslega gjaldþrotastöðu?  Var það ekki á ábyrgð þessa manns að setja skýrar reglur um útlínur þess sem leyfilegt var, eða siðlegt, svo langtíma hagsmunir þjóðarheildarinnar yrðu ekki fyrir borð bornir? Mér finnst ég sjá þarna sama manninn. Getur verið að hann sé svona óskammfeilinn, eða að skynjun hans á afleiðingar gjörða sinna sé ekki meiri en þetta?

Ef núverandi yngri kynslóðir Íslendinga, sem og komandi kynslóðir, ætla að lifa í fjárhagslega sjálfstæðu landi og hafa val um eitthvað annað en þræla fyrir greiðslum til erlendra fjármagnseigenda, verða menn nú að horfast í augu við nýliðna áratugi af heiðarleika og hreinskilni og skapa skýrar leikreglur, vel varðaðar þungum viðurlögum við að farið verði út fyrir. Við verðum að horfast í augu við það að við erum í þeirri stöðu að ein mistök í viðbót, getur orðið einum mistökum of mikið.

Alþingi verður að horfast í augu við að ábyrgðin á setningu skýrra reglna um starfsemi fjármálamarkaðarins er fyrst og fremst forgangsverkefni þess. Það er því fyrst og fremst merki um skilningsleysi Alþingis á mikilvægi þess sjálfs, ef það heldur að því sé siðferðislega fært að bíða með hendur í skauti eftir því hvort ríkissjórnin vilji gera eitthvað. Það er kominn tími til að Alþingi skilji að ríkisstjórnin er framkvæmdaaðili að ákvörðunum Alþingis, í stað þess að það líti á sig sem afgreiðslustofnun fyrir vilja ríkisstjórnarinnar.

Alþingi þarf nú þegar að gefa lánastofnunum skýr fyrimæli um lækkun vaxta á öllum helstu útlánaflokkum, annars verði sett lög um þak á vaxtatökum lánastofnana. Alþingi þarf einnig að benda lánastofnunum á skyldur þeirra gagnvart tekjuskapandi atvinnulífi þjóðarinnar og skyldum lánastofnana til að beina útlánum í meira mæli í þann útlánaflokk, í stað þess að þenja út fjölbreytta þjónustustarfsemi sem við getum ekki rekið með núverandi tekjum þjóðarinnar.

Einnig þarf að setja margar reglur um innri sem ytri starfsem lánastofnana, en ég ætla ekki að fara nánar út í þá þætti að þessu sinni. Ég skora á Alþingismenn að hætta að bíða eftir að einhver annar sveifli töfrasprota og lagi ástandið. Það gerist ekki. Það breytist ekki fyrr en Alþingi sjálft hefur hisjað upp um sig buxurnar til að hylja glópshátt liðinna áratuga, og fari nú loksins að vinna vinnuna sína, sem er að skapa starfandi umhverfi hér á alndi skýrar og réttlátar leikreglur, þjóðarheildinni til hagsbóta.                          


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessar millifærslur hafa aldrei getað átt sér stað nema með samþykki Seðlabanka. Erlendir lánvetendur tékka alltaf á Seðlabanka viðkomandi land og þurfa að fá samþykki. Færslurnar eru bara gala "þríhyrnigstrixið" sem 3 fyrirtæki nota með lánuð nöfn...Davíð verður bara að koma heiðarlega fram í þessu máli..hann er kominn upp fyrir haus..og er kannski bara samsekur og ekki glæpon..han er frekar vitlaus. Og ég sem hélt að ég væri heimsmeistari ó fjármálaóreiðu...en nú veit ég um einn sem kann minna...lestu síðust færsluna á blogginu mínu..höfð eftir frétt í Vísi. Nákvæmlega eins og ég sagði fyrir 2 vikum síað...bara sagt á kurteisari hátt..

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband