Undarleg skoðanakönnun

Í ljósi þess að rétt hlutverk Seðlabanakns hefur EKKERT verið í umræðunni, er varla við því að búast að vitræn niðurstaða fáist úr svona könnun. 

Í opnu frelsisvæddu hagkerfi, eins og okkar, ganga eftirlits og stýristofnanir ekki fram með beinum fyrirmælum eða ádeilum á einstaka aðila eða stofnanir. Þeir koma skilaboðum sínum á framfæri með diplomtísku leiðbeiningakerfi, sem hvert um sig hefur inni að halda skilaboð sem stjórnendur meginstoða þjóðlífsins eiga að skilja.

Seðlabankinn t. d. segir ekki beint við stjórnendur banka eða annarra lánastofnana að þeir séu of útlánaglaðir eða að þeir beini lánastarfseminni í óhagstæðar áttir fyrir langtíma heildarafkomu þjóðarinnar. Seðlabankinn hefur kurteisari aðferðir. Ef hann skynjar að útlánastarfsemi er að fara yfir mörk sem geta verið þjóðinni skaðleg, hækkar hann stýrisvexti. Ef þessari viðvörun er ekki sinnt af stjórnendum lánastofnana og lantímahætta eykst, hækkar Seðlabankinn AFTUR stýrivexti.  Ef eðlilegs aðhalds í útlánum er ekki gætt, þrátt fyrir þessar aðvaranir, hækkar Seðlabankinn aftur stýrivexti og fer að birta kurteislega orðaðar viðvaranir um varhugaverða þennslu.

Allt þetta viðvörunarferli Seðlabankans er búið að standa yfir í nokkur ár. Aðvaranir hafa einnig komið frá Alþjóða- banka,  -gjaldeyrissjóðnum og fleiri aðilum. Engum þessara viðvarana hefur verið sinnt. 

Umræðan um hlutverk Seðlabanka í hagkerfi okkar hefur vægast sagt verið villandi og í yfirgnæfandi meirihluta röng. Talað er um Seðlabankann eins og lánastofnun, sem er víðs fjarri eðlilegu hlutverki hans. Hann hefur afar þröngar heimildir til útlána; og þá einungis sem neyðarhjálp til viðurkenndra lánastofnana - útlánaheimildir sem bæði eru til skamms tíma, t. d. 7 daga lán, og lán hans eru eingöngu veitt í peningum.

Meginskyldur Seðlabanka eru tvær. Annars vegar að sjá til þess að nægjanlegt peningamagn sé til, af gjaldmiðli okkar, þannig að öll eðlileg starfsemi geti gengið í þjóðfélaginu.  Hins vegar eru honum ætlað að eiga ákveðinn forða gjaldeyris, til kaupa á nauðsynjavörum fyrir þjóðfélagið í ákveðna X marga mánuði, þó öll tekjuöflun þjóðarinnar falli niður.

Seðlabankanum er ekki ætlað að grípa inní og ábyrgjast eða skuldsetja sig vegna ógætilegrar útlánastarfsemi lánastofnana til einstaklinga og fyrirtækja, - mest gervifyrirtækja, - sem stunda fjárhættu- eða fjárglæfraspilamennsku á mörkuðum í því eina augnamiði að ná til sín sem mestu af fjármagni.

Með því að fjalla ekki á eðlilegan hátt um hlutverk og skyldur Seðlabankans hafa fjölmiðlar lagst á sveif með þessu áhættu- og fjárglæfraliði, sem nú rær öllum árum að því að gera Seðlabankann nógu ótrúverðugan, svo stjórnmálamennirnir þori ekki að fara að ráðum hans. Það væri líklega einn af stærstu sigrum spillingar- og glæfraafla þjóðfélagsins.

Hjá Seðlabanka vinna margir frábærir hagfræðingar sem hafa haldið sig utan áhrifaafla lánastofnana og fyrirtækja. Sumir þessara manna hafa gengið svo langt í viðleitni sinni til að snúa þjóðfélaginu frá þeirri villu sem við erum nú þegar komin í, að þeir hafa ritað opinberar greinar í dagblöð, í von um að geta opnað augu fólksins í landinu. Því miður hefur það enn borið afar takmarkaðan árangur.

Það virðist í tísku hjá fjölmiðlafólki að persónugera aðhaldið sem Seðlabankinn er stöðugt að herða, við persónu Davíðs Oddssonar. Enginn virðist kveikja á því að þetta aðhald Seðlabankans var farið af stað meðan Davíð var forsætisráðherra. Ekki bar hann ábyrgð á Seðlabankanum þá?

Æsingaöfl fjármálamanna sem eru að lenda í erfiðleikum vegna helmings lækkunar á ÝMINDUÐU eignavirði, nú á fáum mánuðum, hafa verið vel studd af fjölmiðlum. Engin vitræn eða raunsönn umræða hefur komist þar að.

Við höfum talið okkur geta byggt framtíðarplön okkar á vitrænni umræðu, byggðri á góðri menntun langskólagengins fólks, sem hafi fyrst og fremst að leiðarljósi heildarhagsmuni þjóðfélagsins.

Sjáið þið þessa vel menntuðu leiðsögn í umræðunni í þjóðfélaginu?    


mbl.is Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Þú átt heiður skilið fyrir þessa samantekkt hún segir nákvæmlega eins og allt er.
Ástandið er ekki seðlabankanum eða dabba að kenna heldur skefjalausri græðgi og yfirgangi fjárglæframanna sem að alþýðan elti.
Og allt þetta tal um tap fer í mínar fínustu það hefur ekkert tapast það var aldrei neitt til bara einhver ýminduð verðmæti eins og fataefnið í nýju fötum keisarans. Verst er þó að það er engin sem þarf að taka ábyrgð öllu platinu því miður.
En mjög góð grein hjá þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.4.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér fyrir Jón Aðasteinn.

Það er rétt hjá þér að ekkert raunverulegt verðmæti hefur tapast. Allar seljanlegar afurðir okkar eru nú seldar á hæsta verði sem þekkst hefur og tekjur okkar af framleiðslu munu frekar aukast en að þær minnki.  Hins vegar hefur taugaveiklunarkór fjárglæframannanna tekist að hrópa svo hátt að fjölmiðlar hafa ekki hlustað eftir neinu öðru en vælinu í þeim, þegar þeir standa berskjaldaðir frammi fyrir raunveruleikanum og þurfa að láta  fjárfestingarnar fara að vinna fyrir sér. Greinilega  sjá þeir enga leið til þess og væla því eins og óvitar sem hafa komið sér í klandur, og biðja nærstadda að bjarga sér.

Þokkalegir burðarásar í þjóðfélagið, eða hitt þó heldur. 

Guðbjörn Jónsson, 21.4.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband