22.4.2008 | 13:49
Fyrst og fremst vanvirðing við forseta okkar
Líklega verður seint toppuð þessi vitleysa flutningabílstjóra, að vanvirða forseta okkar með þessum hætti. Allir vita að hann hefur engin áhrif á gang mála í þeirri pressu sem bílstjórar eru að setja á ríkisstjórn og Alþingi.
Að trufla fund forseta og hádegisverð, með þeim þjóðarleiðtoga sem hvað harðast verður úti vegna yfirgangs nágranna sinna og þagnar heimsbyggðarinnar gagnvart þeim órétti sem þjóð hans er beitt, er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þjóð okkar og henni til mikillar skammar.
Mér finnst bílstjórar endanlega hafa sýnt það þarna, að þeir hafa enga ráðgjöf í áróðurstækni en láta stýrast af heimskulegum uppþotum. Slík barátta hefur aldrei skilað miklum árangri, því gagnaðilarnir missa virðingu fyrir fólki sem hagar sér svona og leggja því lítið á sig til að vinna að hagsmunamálum þeirra.
Einföld staðreynd sem legið hefur fyrir í nokkra mannsaldra.
Bílstjórar fóru með friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 165603
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ekki hægt að vanvirða þann sem ég ber ekki virðingu fyrir... hehe
Johnny Bravo, 22.4.2008 kl. 14:21
Það ríkir lýðræði á Íslandi og ef fólk er eitthvað ósátt þá getur það bara kosið eitthvað annað næst.
Krummi, 22.4.2008 kl. 15:48
Baddikeli! Ég nefndi enga persónu í mínum pistli. Ég nefndi æðsta sameiningartákn lýðræðsi okkar, forsetann. Getir þú ekki virt þetta tákn, er það að sjálfsögðu þitt vandamál, sem óhjákvæmilega setur þig afar neðarlega hjá þeim sem virða kurteisi og eðlilega samskiptahætti.
Sama svarið á við þig Johnny.
Jón Grétar! Ég er sammála þér að þú þurfir að leiðrétta aðeins Af ummælum þínum að dæma virðist þú þurfa að leiðrétta innibirgða reiði, út í einhverjar aðstæður sem þú hefur ekki enn haft kjark til að hreinsa út. Þeir þættir hreinsast ekki með því að troða illsakir við stjórnvöld eða aðra sem ekki eiga hlut að því sem veldur reiði þinni.
Lílega gæti ég kennt þér ýmislegt, því ég hef í tæp 40 ár fengist við þjóðfélagslega gagnrýni og nokkuð mörgu góðu komið til leiðar án mikils trumbusláttar eða lúðrablásturs. Það hefur alla tíð sýnt sig að hávaðinn og fyrirgangurinn er ekki það sem skilar bestum árangri, heldur skynsemi, ásamt markvissum og traustum rökum.
Það mikilvægasta, sem ævinlega þarf að gæta þegar leita þarf úrbóta hjá atvinnurekendum eða stjórnvöldum, er að ævinlega sé til staðar leið fyrir þessa aðila til að koma standandi frá átökunum. Gæti menn ekki þessa, fá þeir ævinlega afar lítið af draumum sínum uppfylltum, en þurfa oft að sleikja sárin.
Svona er nú raunveruleikinn og hann breytist ekki þó margir hafi óafgreidda innibyrgða reiði í farteski sínu. Gangi þér vel.
Guðbjörn Jónsson, 22.4.2008 kl. 16:27
Það meiga ALLIR bjóða sig fram til alþingis, meira að segja þú Jón Grétar
Krummi, 22.4.2008 kl. 17:03
Krummi, Já það er rétt hjá þér að það mega allir bjóða sig fram til Alþingis ef þú uppfyllir ákveðin skilyrði og helst þaftu að eiga lágmark 20-30 milljónir sem þú ert tilbúinn að borga með þér í framboðið. Eins og leikreglurnar eru núna þá er ekki nema brot af Íslendingum sem GETA það.
Glanni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:43
PS. Ég hef aldrei borið virðingu fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni, mér fannst hann með endemum leiðinlegur pólítíkus og eins finnst mér hann "uppskrúfaður" sem forseti og hann virðist ekki vera í nokkrum tengslum við fólkið í landinu nema þá helst fjármálastofnanirnar
Glanni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:48
Sæll aftur Jón Grétar! Ég get tekið undir margt af því sem þú segir þarna um það sem við getum kallað "kerfið okkar". Þar hafa áhrifaöflin komið sér upp ákveðnu siðamunstri sem fólk verður að falla inní ef það ætlar að njóta náðar hjá kerfisráðinu. Ég er löngu búinn að sjá þetta, og í raun að sjá að þjóðfélag okkar er mun Sovéskara en Sovétríknin sjálf voru. Aðferðarfræðin sem notuð var til að fjörta fólk í skuldasúpu er þekkt sem aðferðarfræði við múgsefjun, en hún byggist á að halda fólki uppteknu við spennuhugsun og að alltaf sé mikið að gerast. Í slíku umhverfi eiga ráðamenn auðvelt með að brjóta á fjöldanum, því áður en fjöldinn hefur myndað samstöðu til að beita sér gegn ranglætinu, er komið nýtt ranglæti í umræðuna og tekur eldinn frá fyrra málinu.
Í slíku umhverfi vex streita líka fljótt. Hægt væri að fjalla mikið meira um þessa þætti en ég get ekki gert meira af því í dag, heilsu minnar vegna.
Það voru nú ansi margir góðir molar í því sem ég hef komið til leiðar. Má þar t. d. nefna hugmyndafræðina í skuldbreytingum lána, óformlega nauðasamninga, að ekki megi bjóða upp venjulegt innbú hjá fólki, að hanna formatið sem Ráðgjafastofa heimilanna er byggð á og margt fleira sem ég nenni ekki að telja upp núna. Allt kostaði þetta mikil átök og harðar rökræður en ævinlega tókst að forðast múgæsingu. Það var stærsti þátturinn í að farsælar lausnir fengust.
Gangi þér vel. Það eru góðir punktar í því sem þú skrifaðir núna síðast.
Guðbjörn Jónsson, 22.4.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.