23.4.2008 | 11:45
Undarleg viðhorf bæjarfulltrúa
Maður getur nú ekki annað en undrast viðhorf Önnu Guðrúnar. Það hlýtur að teljast til undantekningar að gerð sé krafa um að bæjarfulltrúi segi af sér fyrir það eitt að afla bæjarfélaginu tekna, sem annars hefðu lent utan bæjarfélagsins.
Líklega er fyrirtæki Soffíu það eina innan bæjarfélagsins sem boðið gat í þessa þjónustu, sem mótvægi við það að verktaki hefði sjálfur reist vinnubúðir á staðnum. Svo virðist sem verktakinn hafi metið samninginn sér hagstæðann, sem aftur sýnir að verktakinn hefur metið gjaldið sem fyrirtæki Soffíu er að fá fyrir sína þjónustu, sér hagstætðara en að reisa sjálfur vinnubúðir eða leita til nágrannasveitarfélaga.
Bolungavík varð, að mestu, að því bæjarfélagi sem það varð þegar það blómstraði sem best, fyrir atorku og dugnað fólks sem lagði hart að sér í starfi fyrir bæjarfélagið, samhliða því að stunda egin atvinnurekstur. Slíkt er ekki nýtt í því bæjarfélagi og hefur hingað til skilað bæjarfélaginu góðu einu.
Maður hefur einhvern veginn aldrei heyrt um að Soffía og hennar fólk væri í einhverju sérhagsmunapoti, til að afla sér aðstöðu eða tekna sem beinlínis rýrðu stöðu bæjarfélagsins. Meðan ekkert slíkt kemur fram, verður mjög æpandi pólitískt mengun af þessu athæfi Önnu.
Vitað er að þeir Bolvíkingar sem fyrr hafa fellt saman störf að bæjarmálum, samhliða eigin atvinnurekstri, hafa að mestu verið kenndir við Sjálfstæðisflokkinn. Sá flokkur getur því ekki sóma síns vegna, tekið undir með Önnu, eða verðlaunað hana fyrir að agnúast út í vinnubrögð sem flokksmenn þess flokks hafa stundað um áratuga skeið. Með því væri flokkurinn að lýsa yfir vantrausti á mjög marga fyrirrverandi fulltrúa sína í bæjarstjórn Bolungavíkur, og þar með fjölskyldu Einars Guðfinnssonar, sem margir telja einskonar guðföður bæjarfélagsins.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi þessa máls; hvort Sjálfstæðismenn hirði upp aðila sem flúði úr þeirra hreiðri og afrekaði að kasta rýrð á fyrra fyrirkomulag uppbyggingar Sjálfstæðismanna í Bolungavík, Eða hvort þeir haldi gamalli hefð og heiðri atorku, dugnað og framsýni og hefji samstarf við Soffíu og hennar fólk.
Við bíðum og sjáum hvað setur.
Samstarfi slitið vegna samnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.