Lesið SÁÁ blaðið af athygli

Ég hef sjaldan fengið í einu blaði jafn mikið af góðu, uppbyggilegu og fræðandi lesefni og er í SÁÁ blaðinu sem ég fékk í póstkassann minn í gær.

Þetta blað ætla ég að geyma og lesa aftur í smærri skömmtum, því þegar allt þetta frábæra efni er lesið á einum degi, verður það að svolítilli naglasúpu í höfðinu á manni, því það er svo margt sem maður vill muna og hugsa betur um, við betra tækifæri. Þetta er nefnilega efni sem ekki ætti að fleita kerlingar ofaná yfirborðinu og sökkva svo í djúp gleysmkunnar, heldur skilja eftir sig varanleg spor í sálarlífi þjóðarinnar.

Við þurfum svo sannarlega að líta upp úr fíkniáhrifum græðgi og sjálfselsku og horfa opnum augum á það samfélag sem við höfum leyft að þróast í þjóðfélagi okkar. Það er afar athyglisverð úttektin hjá Gunnari Smára Egilssyni á bls. 19 í SÁÁ blaðinu, í pilstli sem ber yfirskriftinar "Samfélag á fyllibyttustigi". Þeir sem ekki finna til sannleikans í þessum skrifum hans, samhliða óttatilfinningu yfir því að þessi þróun skuli hafa átt sér stað við nefið á okkur, þeir eru greinilega enn fastir í hringiðu óraunsæis.

Afvötnun einstaklings úr viðjum fíknar eða eyturáhrifa neyslu eða lífsvenja sem ekki geta skilað varanlegum lífsgæðum, heilsu og hamingju, er mikið átakaferli sem útheimtir einbeitingu og sterkan vilja. Þegar fara þarf með mikinn hluta þjóðarinnar í gegnum álíka afeytrunarferli, til að endurvekja heilbrigða þjóðfélagshugsun (fjölskylduhugsun), er ekki verið að tala um nein smámál; eða eitthvað sem gert verður annars hugar og/eða með hangandi hendi. Fyrir framan okkur liggur augljóst stórverkefni, á borð við umfangsmiklar náttúruhamfarir; verkefni sem við verðum að sigast á.

  Hamingja og heill okkar sjálfra, afkomenda okkar og komandi kynslóða, byggist á því að við sigrum þessa orrustu. Höfum að leiðarljósi hugtakið:

Heilbrigð lífsganga hamingjusöm þjóð.                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir frábæran pistil að venju Guðbjörn! Það er sorglegt að viska þín sem er svo sannarlega einstök af gæðum, nái ekki til eyrna almennings. Ég er meðlimur í SÁÁ og vona að ég fái þetta blað.  Ég er  að visu ekki sammála öllu í SÁÁ en það kom ekki í veg fyrir það að ég safnaði fyrir þá peningum í Unglingadeild  Vogs Sjúkrahúss.  Og var oftast mjög vel tekið.  Átti ég nokkrum sinnum dagsmet í söfnunnar tímabilinnu, enn svo rættist eitthvað úr þessu hjá þeim..

Óskar Arnórsson, 30.5.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband